Besti íslenski sönglagatextinn - tillögur óskast

Hægt og hljótt

Kvöldið hefur flogið alltof fljótt
Fyrir utan gluggann komin nótt
Kertin er' að brenna upp
Glösin orðin miklu meir'en tóm

Augnalokin eru eins og blý
En enginn þykist skilja neitt í því
Að timinn pípuhatt sinn tók
Er píanistinn sló sin lokahljóm
      
Við hverfum hægt og hljótt, út í hlýja nóttina
Hægt og hljótt, göngum við heim götuna
Einu sinni, einu sinni enn
      
Eftir standa stólar, bekkir, borð
Brotin glös, sögð og ósögð orð
Þögnin fær nú loks sinn frið
Fuglar yrka nýjum degi ljóð
      
Við hverfum hægt og hljótt, út í hlýja nóttina
Hægt og hljótt, göngum við heim götuna
      
Hægt og hljótt, göngum við heim götuna
Hægt og hljótt, í gegnum hlýja nóttina
Einu sinni, einu sinni enn

 

Höfundur: Valgeir Guðjónsson




Þetta lag hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því Halla Margrét söng það fyrst árið 1987. Nú hefur dóttir mín einnig uppgötvað þetta lag og finnst jafnmikið til þess koma. Ég er sérstaklega hrifinn af lögum sem hafa góða og einlæga texta.

Getur þú stungið upp á góðu íslensku lagi eða lögum með einstaklega fínum texta?

Er til eitthvað íslenskt lag með betri texta og betur flutt en Hægt og hljótt

 

Tillögur um besta textann:

Hægt og hljótt Valgeir Guðjónsson
Til eru fræ Davíð Stefánsson
SynetaBubbi Morthens
Losing every day Dikta
It's True B.sig
Hoppípolla
Sigur Rós
Einn á ísjaka
Langi Seli og Skuggarnir
Ástin vex á trjánum
Valgeir Guðjónsson
Flugvélar
Björn Jörundur
Ertu ekki alltof bissí krissíBjartmar Guðlaugsson
Lifi ljósiðHárið
Jesús Kristur og égVilhjálmur frá Skálholti
Þrek og tárGuðmundur Guðmundsson
SöknuðurVilhjálmur Vilhjálmsson
BahamaVeðurguðirnir
Álfheiður BjörkNýdönsk
Hjálpaðu mér uppNýdönsk

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til eru fræ, frábær texti. Ást eftir Magnús Þór algjör snild. Hins vegar sá texti sem ég held að hafi snert mig mest þegar ég loksins hlustaði almennilega er texti Bubba - Syneta. Svo er ég hrifin af Losing every day með Dikta og textanum við lagið Its True sem B.sig syngur. Hann er einlægur og sannur. Samin um vinkonu mína.

Hafrún (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 03:42

2 identicon

Hoppípolla - Sigur Rós

Oddur Ingi (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 08:50

3 Smámynd: Ómar Ingi

Hoppípolla
Sigur Rós

Ómar Ingi, 25.7.2008 kl. 10:47

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Engar tillögur, Ómar?

Hrannar Baldursson, 25.7.2008 kl. 11:27

5 Smámynd: Heimir Tómasson

Langi Seli og Skuggarnir - Einn á ísjaka.

"Útí sorta sá ég blik,
skyldi það vera Titanic,
andvaka,
Ég er einn á ísjaka"

Tær snilld.

Heimir Tómasson, 25.7.2008 kl. 11:36

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir þetta, Heimir og Skúli.

Skúli: Reyndar eru sumir góðir söngtextar einmitt góð ljóð eins og þú bendir sjálfur á með fínum dæmum. Það er gaman þegar þeir virka á báða vegu.

Hrannar Baldursson, 25.7.2008 kl. 12:51

7 identicon

Ég ráfa um í kösinni
kasta gömlum lottómiðum í ruslið.
Blóta vegna lánleysis
kveiki mér í sígarettu.
Þykist ekki sjá neinn
svo ég þurfi ekki að heilsa
svo ég lendi ekki á spjalli
því ég hef ekkert að segja.

Þarna kemur þú með þunga pokann
og ég sé að þú ert brjáluð
því ég fattaði ekki að hjálpa til
að bera og til að velja.
Þarna kemur þú með þunga pokann
alveg orðin geggjuð
og þú geysist inn í mannfjöldann
og ég gegnumlýsi þig.

-"Ertu ekki alltof bissí krissí" eftir Bjartmar Guðlaugsson

Óli (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 13:48

8 Smámynd: Ómar Ingi

Jú sástu ekki Hoppa í Polla með Sigur Rós

Ómar Ingi, 25.7.2008 kl. 14:54

9 identicon

Það telst kannski ekki með þar sem lagið er þýtt úr ensku en ég hef alltaf fundist íslenski textinn við lifi ljósið úr Hárinu vera umtalsvert betri en hinn upprunalegi.

Við horfum

hér hvert á annað hungursaugum                                      

í vetrarfrökkunum og fljótum

innan um ilmvatnsprufur

sofandi að feigðarósi

 

Við erum öll í feluleik

föst í okkar lygavef               

sem að upphefur eymdina

 

Eitthvað er einhversstaðar mikilfenglegt

En enginn veit hvað býður okkar

því set ég traust mitt          

á tækni og kvikmyndir

 

svo þögnin ekki segi mér

sannleikann,sannleikann

 

Manchester, England England

Manchester, England England

aldrei leit ég þig                                    

ég er mjög vel að Guði gerður

og ég trúi að hann og ég trúi að hann

trúi á manninn mig á mig á mig

(í gegnum rökkrið)

Syngjum, spilum á

          köngulóarvefsítar                             

Lífið er inn í þér og um þig

veraldarfallsspámenn lifi ljósið

Lifi ljósið, lifi ljósið hér og lýsi þér

 

Héðinn Björnsson (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 15:10

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Lifi Ljósið er flott, Héðinn.

En Ómar: Oddur Ingi var búinn að stinga upp á hoppípolla með Sigur Rós...

Hrannar Baldursson, 25.7.2008 kl. 15:41

11 Smámynd: Anna Þóra Jónsdóttir

 Mér hefur alltaf fundist þessi texti eftir Vilhjálm frá Skálholti  vera bísna vel ortur....og alveg þess virði að hlusta á og lesa þó langur sé

Jesús Kristur og ég

Hér sit ég einn með sjálstraustið mitt veika,
á svörtum kletti er aldan leikur við.
Á milli skýja tifar tunglið bleika
og trillubátar róa fram á mið.
Af synd og fleiru sál mín virðist brunnin.
Ó, sestu hjá mér, góði Jesú nú,
því bæði ertu af æðstu ættum runninn
og enginn þekkir Guð betur en þú.

Ég veit þú þekkir einnig eðli fjandans
sem alla daga situr fyrir mér.
Og þótt ég tali vart í auðmýkt andans
ber enginn dýpri respekt fyrir þér.
Hvað sem trú vor týndum sauði lofar,
ef taglsins auðmýkt nær í hjartað inn,
mig langar til, er tunglið færist ofar,
að tala við þig eins og bróður minn.

En hvern þann sem að hrellir mest og blekkir
heldur fólkið jafnan bestan mann.
Það skyldi engan undra sem að þekkir
eitthvert brot af þessum lífsins rann.
Ó Jesús minn, þótt ég og þú sért firrtur,
og jafnvel hún, sem eitt sinn fæddi þig,
því almennt varstu ekki að góður virtur
og ennþá síður virðir fólkið mig.

Og um þau mál við aldrei megum kvarta
því uppi á himnum slíkt er kallað suð.
En ósköp skrýtið er að eiga hjarta
sem ekki fær að tala við sinn guð.
Hver síðastur þú sagðir yrði fyrstur,
en svona varð nú endirinn með þig.
Og úr því að þeir krossfestu þig, Kristur,
hvað gera þeir við ræfil eins og mig?

Anna Þóra Jónsdóttir, 25.7.2008 kl. 15:53

12 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta er magnaður texti, Anna. Takk.

Hrannar Baldursson, 25.7.2008 kl. 16:54

13 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Engin spurning þetta lag steinliggur. Þessi látlausi flutningur sýnir fagmennskuna. Frábær söngkona, frábær lagasmiður.

Sigurður Þorsteinsson, 25.7.2008 kl. 18:48

14 identicon

Þrek og tár

Söknuður

oog Bahama, vegna þess að það kunna allir þann texta

Ólafur (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 19:53

15 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk Ólafur og allir hinir, ég á eftir að hlusta vandlega á þessa texta.

Hrannar Baldursson, 26.7.2008 kl. 00:00

16 identicon

Syneta með Bubba Morthens er náttúrulega geðveikur texti og ég get líka hlustað endalaust á Everybody hurts með R.E.M. Annars eru Nik&Jay mjög góðir í sumum lögum. En ég held að uppáhalds textinn minn íslenski sem mér kemur svona fyrst uppí hugann er Álfheiður Björk og Hjálpaðu mér upp með nýdönsk =)

Guðrún (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 00:00

17 identicon

Bahama er með Veðurguðunum

Textann við söknuð orti Vilhjálmur Vilhjálmsson sjálfur um frá fallinn vin sinn

og textann við Þrek og Tár á Guðmundur Guðmundsson

ljót að sjá mínar uppástungur standa einar þarna:)

Ólafur (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 21:51

18 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir þetta Ólafur. Komið inn!

Hrannar Baldursson, 26.7.2008 kl. 23:27

19 Smámynd: Jens Guð

  Þetta eru áhugaverðar "pælingar".  Ég er Skagfirðingur og alinn upp við áhuga á kveðskap.  Þess vegna þykir mér 99% dægurlagatexta vera þunnur þrettándi.  "Bahama" bullið fellur undir þann flokk.

  Valgeir Guðjóns hefur átt góða spretti.  En það er auðvelt að gangrýna "Hægt og hljótt".  Í mín eyru hljómar ekki vel að hræra saman stílbrögðum.  Dæmi:

  Í fyrstu línu eru ágætir stuðlar sem byrja á fl.  Þeim er ekki fylgt eftir með höfuðstaf sem byrjar á fy.  Ekki beinlínis rangt en það hefði verið meiri reisn yfir höfuðstað sem einnig byrjar á fl.

  Í "Ástin vex á trjánum" er rím elt um of.  Textinn tapar flugi við það.

  En ég endurtek að Valgeir hefur átt góða spretti í textum.

  Ég kann ekki "Synetu" textann en það litla sem ég man af honum er þokkalega ort.

  Megas er meistarinn.  Dæmi:

  Þeir skriðu um allt og undir rúmin.

Engan fundu Snorra þó.

  Hann bjó við Fálkagötu og gerði

grín að þessu og skellihló. 

Jens Guð, 27.7.2008 kl. 02:00

20 Smámynd: Jens Guð

  Þetta var klaufalega orðað hjá mér.  Ég var að reyna að koma því á framfæri að stuðlum sem byrja á fl er betur fylgt eftir með höfuðstaf sem einnig byrjar á fl. 

Jens Guð, 27.7.2008 kl. 02:03

21 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þó að ég hafi alist upp í Breiðholtinu átti ég ömmu sem mundi flest helstu ljóð Davíðs Stefánssonar og gat þulið upp ljóð við nánast hvaða tilefni sem er. Hún er mesti fjársjóður sem ég hef kynnst. Því miður féll hún frá fyrir rúmum 10 árum.

Annars vann ég á bensínstöð sem unglingur með góðum hagyrðingi sem kenndi mér að þurrka leirinn af kvæðunum sem ég samdi. Við gleymdum okkur oft yfir ferskeytlum á meðan kúnnar þurftu að bíða fyrir utan.

Ljóð og skáldskapur hafa lengi verið ofarlega í mínum huga. 

Ljóðið hans Valgeirs er kannski ekki fullkomið í sjálfu sér, en með þessu lagi gæti það ekki verið betra. 

Takk fyrir innlitið Jens.

Hrannar Baldursson, 27.7.2008 kl. 11:38

22 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir þetta, Skúli. Upp á hvaða lagi eða lögum stingurðu með þeim bræðrum Árnasonum?

Hrannar Baldursson, 27.7.2008 kl. 13:55

23 identicon



Megas:
Sæmi, Kölski og móhöggið
Tvær stjörnur
Fílahirðirinn frá Súrín

Svo var Vilhjálmur frá Skáholti.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 21:13

24 identicon

Tvær stjörnur eftir Megas er besti textinn sem saminn hefur verið.

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
en ekki fæ ég miklu ráðið um það hvert hann fer
en ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.

Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn
svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn
í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð
og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð.

Það er margt sem angrar, en ekki er það þó biðin
því ég sé það fyrst á rykinu hve langur tími er liðinn
og ég skrifa þar eitthvað, með fingrinum, sem skiptir öllu máli
því að nóttin mín er dimm og ein, og dagurinn á báli.

Já, og andlitið þitt málað, hve ég man það alltaf skýrt
augnlínur og bleikar varir, brosið svo hýrt
jú, ég veit vel að ókeypis er allt það sem er best,
en svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst.

Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn, þegar sólin brosir við mér
og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á
en ég sakna þín mest á nóttunni, þegar svipirnir fara á stjá.

Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær
ég man þig þegar augu mín eru opin hverja stund
en þegar ég nú legg þau aftur fer ég á þinn fund

Syneta er frábær texti eftir Bubba en mér finnst Syndir feðranna betri.

Er síminn hringdi þá svaf borgin.
Ég sat sem lamaður við þá frétt.
Ég fylltist reiði - síðan kom sorgin
sumar fréttir hljóma aldrei rétt.

Ég var orðinn edrú þegar hann fæddist
aldrei gleymi ég þeirri stund.
Sú tíð var liðin er ég drukkinn læddist
um húsið heima með svarta lund.

Og núna sit ég hér
á að svara þér
sit við þetta borð
og þú segir mér
að sonur minn
sé ákærður fyrir morð.

Faðir minn heitinn var harður maður
með hjartað vel falið og ráma rödd.
Okkar heimili varð hans drykkjustaður
við forðuðumst að verða á vegi hans stödd.

Þannig liðu árin uns ég fór að heiman
úti var veröldin svo risastór.
En ættardrauginn ég dæmdist að teyma
drykkjan fylgdi mér hvert sem ég fór.

Ég og mín kona ólum upp þrjú börnin
eftir bestu getu og tíminn leið.
Stundum var vöndurinn eina vörnin
ef villtust börnin af réttri leið.

Hann hef ég elskað frá fyrstu stundu
frá fyrstu mínútu í lífi hans.
En syndir feðranna drenginn minn fundu
og færðu honum að gjöf ólukkukrans.

Sonur minn er ekki illur maður
engin sál veit sinn lífs veg.
Sem lítill drengur var hann góður - glaður
nú græt ég hans örlög  - hryggileg.

Svo tek ég undir með Önnu Þóru og Vilhjálm frá Skálholti, magnaður texti um Jesú Krist og mig.

1. Tvær stjörnur

2. Syndir feðranna

3. Jesú Kristur og ég

Ingibjörg (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 19:47

25 Smámynd: Heimir Tómasson

Lítill drengur og Bíddu pabbi eru einhverjir fallegustu sönglagatextar sem gerðir hafa verið, að mínum dómi. Einnig er Hudson Bay alveg gríðarlega vel ortur texti. En ef það á að koma með vinsældakosningu þá verð ég að samþykkja Tvær stjörnur.

Heimir Tómasson, 31.7.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband