Hver er Chuck Norris? - Fyndnustu frasarnir að hans eigin mati -
24.7.2008 | 17:10
Á sama tíma og Stallone og Schwarzenegger voru konungar b-hasarmynda, var Chuck Norris [Carlos Ray Norris] (fæddur 10. mars 1940) konungur d-hasarmynda, en Van Damme var þá kóngur c-hasarmynda. Mér var sama um gæðin. Ég horfði á þetta allt.
Chuck Norris skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann lék aðal fjandmann Bruce Lee í Way of the Dragon (Meng Long Guo Jiang) árið 1972. Samt fór ferill hans ekki almennilega í gang fyrr en í kringum 1980 með myndum eins og Good Guys Wear Black (1978), A Force of One (1979), Missing in Action (1984), Invasion U.S.A. (1985), og The Delta Force (1986).
Sögufléttan var alltaf eins. Einhver illmenni drápu einhvern eða einhverja sem voru nánir Chuck Norris, og hann hefndi sín á þeim með öllum tiltækum ráðum, fyrst og fremst sem mikill bardagalistamaður sem gat drepið óvinina með berum hnefum, sem voru yfirleitt örlög aðal fjandmannsins, og notaði önnur vopn til að losa sig við undirmenn foringjans.
Það var mikið drepið í þessum myndum, og ég játa að ég hafði lúmskt gaman af þeim, og leigði Chuck Norris myndir sem unglingur, einfaldlega af því að Chuck Norris var flottastur. Frægðarsól Chuck Norris settist um tíma, en er nú farin að skína aftur á svolítið skemmtilegan hátt.
Búinn var til listi yfir hnyttnustu hækileika Chuck Norris, og það eru til keppnir þar sem verðlaunin felast í að komast inn á topp 11 listann. Þannig að frasarnir um ofurhetjuhæfileika Chuck Norris eru í dag óendanlega langir, og sífellt verið að bæta við nýjum frösum. Þetta er svona eins og ljóðasamkeppni, þar sem þarf að dásama Chuck Norris á einhvern hátt.
Eftirlætis frasar Chuck Norris eru þessir (hann valdi þá sjálfur):
- Þegar skrímsli fara að sofa á kvöldin, athuga þau hvort að Chuck Norris feli sig nokkuð í skápnum.
- Chuck Norris les ekki bækur. Hann horfir ógnandi á þær þar til hann fær þær upplýsingar sem hann vill.
- Þróunarkenningin stenst ekki. Sannleikurinn felst í lista Chuck Norris yfir þær lífverur sem fá að lifa.
- Geimurinn er til vegna þess að hann er hræddur við að vera á sömu plánetu og Chuck Norris.
- Chuck Norris sefur ekki. Hann bíður.
- Chuck Norris fór í höfundarréttarmál við Bubba þar sem hann notaði í óleyfi nafnið á hægri og vinstri fót Chuck Norris: Lög og Regla.
- Chuck Norris er ástæða þess að Valli er alltaf í felum.
- Chuck Norris hefur talið upp að óendanleikanum. Tvisvar.
- Það er engin kinn undir skeggi Chuck Norris. Bara annar hnefi.
- Þegar Chuck Norris tekur armbeygjur, lyftir hann ekki sjálfum sér, heldur þrýstir hann jörðinni niður.
- Chuck Norris er svo fljótur að hann getur hlaupið í kringum jörðina og kýlt sig í hnakkann.
- Hönd Chuck Norris er eina höndin sem getur sigrað háspilaröð.
- Chuck Norris getur leitt hest að vatni OG látið hann drekka.
- Chuck Norri er ekki með klukku. Hann ákveður hvað klukkan er.
- Chuck Norris getur skellt veltihurð.
- Chuck Norris verður ekki kalt af frosti. Frostinu verður kalt af Chuck Norris.
- Manstu eftir Sovétríkjunum? Þau ákváðu að hætta eftir að þau sáu Chuck Norris í Delta Force.
- Bandaríkin eru ekki lýðræði. Þau eru Chuckræði.
Hægt er að finna endalausan fróðleik um Chuck Norris frasa á vefsvæðinu Chuck Norris Facts.
Þessi færsla er tileinkuð Guðríði Haraldsdóttur, sem hefur verið að birta Chuck Norris frasa á Moggablogginu.
Myndir: ChuckNorris.fr og Chuck Norris - The Picture Encyclopedia of Cultural Images
Flokkur: Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 21:54 | Facebook
Athugasemdir
Gotta love Chuck Norris
Ómar Ingi, 24.7.2008 kl. 18:02
Frábært! Meiriháttar frasar!
Eggert Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 20:28
Chuck Norris er meistarinn!
Hrannar Baldursson, 24.7.2008 kl. 21:55
elska þennan mann...
Oddur Ingi (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 09:02
Oddur Ingi:
Hrannar Baldursson, 25.7.2008 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.