Eru til aðstæður þar sem þú vildir geta drepið einhvern með því einu að hugsa það?

Þú hefur fengið vald til að drepa fólk með því einu að hugsa til dauða þeirra, og með því að endurtaka þrisvar: "Bless -fullt nafn-."

Viðkomandi myndi deyja eðlilegum dauða sem vonlaust væri að rekja til þín. Myndir þú við einhverjar aðstæður nota þetta vald?

 

 

Mynd: Stereogum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Án efa hjá öllum lifandi verum í veröldinni , ef ekki þá er ég voða spes

Ómar Ingi, 19.7.2008 kl. 14:53

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Segjum að tímaferðalög væru inn í myndinni og hægt væri að framkvæma þetta gagnvart persónum úr mannkynssögunni. Myndirðu gera það?

Hrannar Baldursson, 19.7.2008 kl. 15:18

3 identicon

Ekki spurning. Það er til þvílíkur endemis urmull af skítapakki sem þarf að koma yfir móðuna miklu. Úff þetta yrði full vinna hjá mér!!

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 16:21

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hvað ef ekki væri hægt að gera þetta með huganum einum saman. Hvað ef þið þyrftuð að horfast í augu við manneskjuna á meðan dauðadómurinn væri lesinn yfir henni?

Hrannar Baldursson, 19.7.2008 kl. 21:09

5 identicon

Skrítnar pælingar hjá þér þessa dagana HrannarÓmar reiknar eflaust með að ég nefni hann en ég held að þó að mér líki ekki við ýmsa sem að ég umgengst þá væri lífið leiðinlegt ef að allt væri endalaust jolly.Meira að segja Omminn er eflaust ágætis gaur þó að ég taki stundum þátt í fíbblaganginum hans á blogginu.ágætis útrás að rugla eitthvað í gaur sem að fer ekki að grenja að minnsta tilefni

Omms ég verð í bandi næst þegar að ég á leið norður og við skellum okkur á einn ískaldann

fýkupúki (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 22:53

6 Smámynd: Einar B  Bragason

Hikstalaust og það fyrir löngu ein eða tvær manneskjur heldu slatti af skíta pakki með skítlegt eðli... Jari

Einar B Bragason , 19.7.2008 kl. 23:19

7 identicon

Góð pæling. Ég myndi nota slíkt vald til líknardráps ef einhver þjáður bæði mig að hjálpa sér að deyja.

Hvað skítbuxa varðar, þá hef ég gaman af að leggja á þá aðeins vægari álög, t.d. gylliniæð og þvagleka. 

Það er fullt af fólki sem ég álít að geri heiminn að verri stað og yrði mikið þjóðþrifaverk að fjarlægja. Þetta er allt fólk sem hefur pólitískt vald og ég held að ég myndi ekki drepa það, vegna þess að það kemur alltaf bara eitthvert nýtt ógeð í staðinn. Vandinn liggur í valdastrúktúrnum og það þarf því einhverja aðra lausn til að uppræta kúgun og spillingu en að fjarlæga einstaklinga. 

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 00:22

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Éf væri til í að hugsa þetta um sjálfan mig og ganga svo aftur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.7.2008 kl. 04:06

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sjálfur svara ég spurningunni neitandi. Ég á erfitt með að hugsa mér verri örlög fyrir nokkurn en að drepa aðra manneskju. Það væri hugsanlega hægt að tóra eftir það, en væri hægt að lifa lífinu lifandi með slíka vitneskju? Væri hægt að hrista slíka sekt af sér? Myndi maður ekki tapa því sem gerir mann að manneskju með því að taka líf annars?

Fýkupúki: hvað finnst þér skrýtið við þessar pælingar? Þeir sem pæla í siðfræði af einhverri dýpt þurfa einhvern tíma að velta fyrir sér svona spurningum, og finns góð rök fyrir eigin skoðunum. Ef við gerum það ekki erum við engu skárri en viljalausar vélar.

Einar B.: Leitt að heyra.

Eva: Ansi gott svar. Ég var einmitt að velta fyrir mér á vísindaskáldsöguhátt, ef einhver færi aftur til fortíðar og dræpi Hitler, kæmi ekki bara einfaldlega maður í manns stað? Það eru ekki manneskjurnar sem skipta mestu máli þegar kemur að illverkjum, heldur að aðstæður geri það að verkum að þær telji illvirki vera hið eina góða í stöðunni.

Sigurður Þór: Ja-há....

Hrannar Baldursson, 20.7.2008 kl. 10:53

10 identicon

Ég myndi án efa nota tetta vald ef ég hefdi tad (og finnst mér ég nú samt med umburarlyndari manneskjum) ... stadreyndin er bara sú ad tad er hópur fólks sem ekki leggur neitt af mörkum hér í heimi annad en ad auka á eymd og óhamingju annarra .... ss krónískir ofbeldismenn, illmenni og psykopatar. 

Ef tad væri í minu valdi ad  losa okkur vid tetta pakk, án tess ad tad hefdi neinar slæmar afleidingar fyrir mig eda adra, myndi ég hiklaust gera tad.

Ad hafa slíkt vald og beita tví, held ég aftur á móti ad sé ansi erfitt ad komast óskemmdur frá.  Tad tarf sterkt sinni og sidferdiskennd á afar háu plani til ad valda tví.

Elfa (IP-tala skráð) 20.7.2008 kl. 21:23

11 Smámynd: Pétur Kristinsson

Aldrei nokkurn tímann! Gæti ekki hugsað mér að vera með mannslíf á samviskunni. Hef slæma tilfinningu fyrir því að fara aftur í tímann og breyta gangi mannkynssögunnar.

Er einhver manneskja með nógu mikinn þroska til þess að fara með guðlegt vald? Eða manneskjur samanber það þegar að menn ákveða dauðadóm yfir einhverjum fyrir eitthvað?

Pétur Kristinsson, 21.7.2008 kl. 21:47

12 Smámynd: Einar Jón

Ég myndi svara neitandi í dag, en þegar ég var yngri hefði ég kannski viljað misnota þennan hæfileika.

Hrannar: Ég var einmitt að velta fyrir mér á vísindaskáldsöguhátt, ef einhver færi aftur til fortíðar og dræpi Hitler

Það er til a.m.k. ein ansi áhugaverð bók um tímaferðalög þar sem Hitler var þurrkaður út, án þess að drepa neinn: Making History - til á Borgarbókasafninu...

Einar Jón, 28.7.2008 kl. 05:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband