Hversu langt ertu til í að ganga til að leiðrétta mistök?

Þú uppgötvar að dásamlega eins árs gamla barnið þitt er ekki þitt eigið, heldur var börnum óvart víxlað á fæðingardeildinni. Mundir þú vilja skipta barninu fyrir þitt rétta barn til að leiðrétta mistökin?

 

Mynd: IMC Bintaro


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Erfitt að lenda í , erfiðara að svara spurningu sem ekki er hægt að svara nema fólk sjálft lendir í , gæti trúað því að þetta sé algengara en fólk þorir að láta í ljós en held líka að mistökin leiðréttist sjaldnast.

Trúir þú því ?

Ómar Ingi, 12.7.2008 kl. 13:56

2 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Þetta hefur gerst. Skiptingin á börnunum var vel skipulögð. Fjölskyldur beggja barnanna umgengust mikið bæði fyrir og eftir skiptinguna. Börnin voru að vísu eldri en 1 árs þegar þetta var uppgvötað, en gekk samt mjög vel. Fjölskyldurnar urðu mjög nánar og börnin fengu þanni 2 "foreldrapör"

Ásta Kristín Norrman, 12.7.2008 kl. 20:46

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Merkilegt hvernig mistök geta leitt til jafnvel enn áhugaverðara lífs, samanber athugasemd Ástu.

Hrannar Baldursson, 12.7.2008 kl. 21:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband