Spurning 1: er réttlætanlegt að flytja fólk úr landi af þeirri ástæðu einni að það er ekki fætt á landinu og hefur ekki alist upp á svæðinu?

Mér finnst rétt að spyrja þessarar spurningar af þeirri einföldu ástæðu að dýpst inni er ég alltof mikið mannúðarpakk. Mér finnst að fólk ætti að geta flutt til þess lands sem það langar til og hafa strax sömu réttindi og þeir sem fæddust í landinu.

Kannski er það vegna þess að ég sé heiminn í svolítið rómantísku ljósi. Ef mig langaði að flytja til Indlands, Afríku eða Argentínu þætti mér eðlilegt að lenda ekki strax í lágstétt, bara vegna uppruna míns. Mannréttindasáttmáli sameinuðu þjóðanna er skrifaður í þeim anda að það sem skiptir allra mesta máli er að við séum öll manneskjur og að okkur beri að sýna mannvirðingu. Árás á æru okkar og sjálfsvirðingu er álíka alvarleg, ef ekki alvarlegri en árás á líf manns, því þekkt er að sumir fórni lífi sínu fyrir æruna. Um það getum við lesið í Íslendingasögum.

En af hverju í ósköpunum erum við að búa til þessar reglur, um að öllum þeim sem koma til landsins megi án rökstuðnings senda aftur til síns heima? 

Eru þessar reglur settar til að vernda okkur gegn hervaldi annarra þjóða eða hryðjuverkamönnum, eða vel menntuðum einstaklingum sem leita sér friðsæls lífs? 

Af hverju þurfum við að apa hugsunarlaust eftir alþjóðlegum reglum um að verja landamærin erlendum öflum, hvort sem að um fólk eða vörur er að ræða? 

Til hvers þurfum við þessi landamæri?

Mér finnst virðingarvert þegar manneskja flyst til þessa erfiða lands og ætlar að búa hérna. Þarf slíkt fólk ekki einfaldlega sýnilegan stuðning og hlýju frekar en kalt lögregluvald sem hlustar ekki á einstaklinginn, bara vegna þess að lögin eru skýr? Mér finnst það ekki góð ástæða.

Af hverju þurfum við endilega að flokka okkur í stéttir? 

Af hverju höfum við meiri tilhneigingu til að loka heiminum heldur en opna hann? Mér finnst eins og þessu hafi verið öfugt farið fyrir um tíu árum, og þá fór allt að blómstra. Nú höfum við snúið blaðinu við, ætlum að loka okkur af og deyja í friðsælli eyðimörk einsleitrar menningar.

Ég bið þig um að svara spurningunni, annað hvort í athugasemd eða með því að smella á skoðunarkönnunina hér til hliðar.

51XC7B5N5WL

Um daginn keypti ég mér spurningabók í Bandaríkjunum, sem mér finnst svolítið sniðug. Ég notaði tvær spurningar úr henni um daginn, en ég hef hugsað mér að þýða spurningar úr bókinni og leggja fyrir íslenska bloggheiminn. Þessi bók heitir "The Book of Questions" og er eftir Gregory Stock.

Reyndar er þessi spurning mín eigin, því að ég hef verið að velta þessu fyrir mér að gefnu tilefni: "Er réttlætanlegt að flytja fólk úr landi af þeirri ástæðu einni að það er ekki fætt á landinu og hefur ekki alist upp á svæðinu?"

 

Myndir:

The Book of Questions: Amazon.com

Frelsisstyttan: Healey Library

Litað handaband: Freytag Family Web Page

Apartheit: MGraphX


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Freyr Rúnarsson

Þetta er kannski full mikil einföldun, en ef til vill kemst þú þarna að kjarna málsins með einfaldri spurningu í anda Sókratesar.  Ég svaraði að sjálfsögðu þessari spurningu neitandi, þótt ég vilji hins vegar ekki fá hvern sem er inn á mitt heimili eða inn í "mitt land".

Já og það er mér mikill heiður að vera orðinn bloggvinur þinn.

Gunnar Freyr Rúnarsson, 4.7.2008 kl. 21:42

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Minn er heiðurinn Gunnar. Til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn sem þú vannst um daginn.

Hrannar Baldursson, 4.7.2008 kl. 21:47

3 Smámynd: Heidi Strand

Dette er en god tankevekker. Vi er vår egen fange i lover og regler.
Livet kunne ha vært så godt for alle, hvis vi kunne leve sammen i fred og forsoning. Vi mennesker er desverre bare ikke nok utviklet til det.

Heidi Strand, 5.7.2008 kl. 10:44

4 Smámynd: Ómar Ingi

Á að fara eftir reglum stjórnvalda eða ekki væri tilraun til svars en spurningunni fylgir góð og þörf umræða um þess hluti sem og svo marga aðra ekki satt.

Með þetta Ramsey mál er farið eftir reglum en reglurnar eru siðlausar oft á tíðum enda fóru menn ekki yfir hans mál , því reglurnar kváðu svo til að þeir ættu að senda hann úr landi til Ítalíu og þar verður hans mál tekið fyrir.

Allt tal um að fólk skammist sín fyrir að vera íslendingur og svona hjal finnst mér ómerkilegt þegar svo margir einstaklingar hafa það jafn skítt og raun ber vitni, ætti þetta fólk sem skammast sín svona mikið ekki að líta sér nær.

Þrátt fyrir að Ramsey mætti mín vegna vel dvelja hérna á landinu ekkert á móti því.

Spurningin á móti er af hverju voru svona reglur settar á , nú ef engar reglur væru til já þá væri nú fleira fólk og meiri vandræði á þessu littla fallega skeri okkar.

Farðu svo að horfa á Blade Runner þú þarft greinilega meiri tíma en aðrir að melta myndina.

Ómar Ingi, 5.7.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband