Hancock (2008) *1/2

Ég reyni að hafa það sem reglu að ef ég ætla að gagnrýna eitthvað eða einhvern, þá verð ég að byrja á að því að segja eitthvað jákvætt og gott.

Sýnishornin fyrir Hancock eru flott.

Já. Ansi flott. Reyndar meðal flottustu sýnishorna sem ég hef séð fyrir bíómynd.

Kvikmyndin Hancock er ekki góð. Það er ekki nóg með að leikstjórinn hafi tekið þá ákvörðun að hrista myndavélina til í öllum tökum, þannig að það truflar áhorfandann, heldur er handritið samansuða af grínmynd, drama, rómantískri ástarögu, ofurhetjumynd, og dogma mynd - sem reyndar býr yfir skemmtilegum möguleikum. Úrvinnslan er bara slök.

Will Smith er reyndar góður í sínu hlutverki framan af og mér var farið að lítast ágætlega á myndina eftir fyrstu fimmtán mínúturnar, en eftir það lá leiðin niður á við. 

Komið hafa út tvær góðar ofurhetjumyndir í sumar: Iron Man og The Incredible Hulk.

Hancock kemst ekki nálægt þeim. Ef hægt er að líkja henni við einhverja ofurhetjumynd væri það helst Spider-Man 3, nema hvað Hancock er ekki jafnvel gerð tæknilega, og er jafnvel enn væmnari og leiðinlegri.

Einhverjir sætta sig kannski við að horfa á þetta í bíó, og sumum finnst þetta kannski skemmtun, en ekki mér. Ég var hálf vandræðalegur eftir sýninguna og sagði við vin minn á leiðinni út: 

"Ég verð að viðurkenna, ég fékk meira út úr Pathfinder í fyrra, þó að sú mynd hafi verið hörmung."

Hann kinkaði brosandi kolli.

En fulla gagnrýni mína á Hancock má finna með því að smella hérna, á ensku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já Hancock er VIÐBJÓÐUR og mælist ég með því að fólk fari frekar 2 svar á Kung Fu Panda en einu sinni á þetta Willa Smitta Crapppppp.

Ómar Ingi, 3.7.2008 kl. 20:17

2 Smámynd: arnar valgeirsson

þetta er nú nánast það sama og ég hugsaði um "i am legend" með þessum ágæta pilti, sem kom út fyrir jólin.

hún byrjaði einmitt fínt og fyrstu fimmtán mínúturnar var maður bara í fíling. en svo gerðist skrattakollinn ekki neitt og undarlega fólkið var búið til í tölvum svo það voru nánast smith og voffi allan tímann...

bévuð leiðindi og takk fyrir að vara mig við þessu.

held að ferillinn sé alvarlega í rúst hjá willa kallinum.

arnar valgeirsson, 3.7.2008 kl. 20:19

3 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

já, þetta var ekki skemmtilegt.  Sammála þér með myndatökuna, hún fór í taugarnar á mér: allur hristingurinn og allt of mikið verið að nota einhverjar út-úr-fókus brellur.

Ég er líka orðinn þreyttur á Will Smith.. hann er alltaf sami töffarinn. 

Viðar Freyr Guðmundsson, 3.7.2008 kl. 23:31

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Já, líklegt að Hancock nái miklu inn fyrstu helgina en svo fellur hún um 70% næstu helgi þegar spurst hefur út hversu léleg hún er.

Hrannar Baldursson, 4.7.2008 kl. 01:04

5 Smámynd: Ómar Ingi

Rétt hjá þér Hrannar

115 M$ fyrstu helgina í USA spá fyrstu 5 dagana sem er ekkert voða voða Will Smith legt en samt orðinn mesta peninga maskínan í Hollywood í dag.

Ómar Ingi, 4.7.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband