Í gær keyrði ég gegnum þrumuveður og flóð í Iowa

Á ferð minni um Bandaríkin í gær, frá Minneapolis og um Iowa til Nebraska, skall á mikið þrumuveður. Mér fannst ég vera að keyra í gegnum þvottastöð í klukkutíma á alltof litlum hraða.

Þegar ég var nánast bensínlaus ákvað ég að leita bensínstöðvar í litlum afviknum bæ, en þegar ég kom þar að var allt á floti. Maður óð garðinn sinn í vaðstígvélum og húsin virtust sokkin ofan í vatnsfen. Þetta var frekar súrrealísk sýn.

12 tíma ökutúrinn gekk annars bara vel. Engin óhöpp, ekkert vesen, bara lengur á ferðinni en ég ætlaði mér.

Vildi bara deila þessu.

 


mbl.is Óveður í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Farið varlega þarna úti, ómögulegt að vita á hverju er von á þegar veðrið er annars vegar

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.6.2008 kl. 00:10

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég passa mig og klæði mig eftir veðri, í stuttbuxum og bol. Þrumuveður með skýstrókum gerast hérna öðru hverju. Það er fátt magnaðra en að sjá svona skýstrók með berum augum innan um eldingarský.

Hrannar Baldursson, 10.6.2008 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband