Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull (2008) **1/2
24.5.2008 | 20:41
Töffarinn Mutt Williams (Shia LaBeouf) leitar til Indiana Jones með bréf sem hann botnar ekkert í, en móðir hans, Marion Ravenwood (Karen Allen) hefur verið handsömuð af kommúnistum og er haldið einhvers staðar í Perú, ásamt fornleifafræðingnum vitskerta Harold Oxley (John Hurt). Gamall félagi Indy, Mac (Ray Winstone) slæst í hópinn en virðist hafa meiri áhuga á gróða en fornum munum.
Indiana Jones (Harrison Ford) er farinn að kenna til aldur síns en heldur samt ævintýrum sínum ótrauður áfram. Í þetta sinn er hann í kapphlaupi við kommúnista í leit að hinni gullnu borg sem leynist einhvers staðar í frumskógum Amazon, þar sem að hauskúpa úr kristal gegnir lykilhlutverki. Reyndar á Indy frekar erfitt með að finna sér samastað, þar sem að bandaríska ríkið er ekkert skárra en hið rússneska undir ofsóknum McCarthy og félaga.
Helsti óvinur Indy og félaga er Irina Spalko (Cate Blanchett), KGB njósnari sem þráir ekkert heitar en að geta stjórnað hugsunum annarra og gera alla í heiminum að kommúnistum. Helsti aðstoðarmaður hennar er Dovchenko (Igor Jijikine) og hið besta fóður fyrir hnefahögg Dr. Jones.
Ólíkt Raiders of the Lost Ark (1981) og Indiana Jones and the Last Crusade (1989) átti ég bágt með að trúa á innistæðu hnefahöggva og hetjudáða Indy, og þar að auki eru hætturnar og ævintýrin sem hetjurnar lenda í svo ýktar að maður hefur alltaf á tilfinningunni að maður sé að horfa á teiknimynd. Það sem sárvantar er góður leikur. Harrison Ford og Karen Allen hafa því miður ekki upp á mikinn ferskleika að bjóða, og hinn fíni Ray Winstone leikur frekar klisjukennt hlutverk. Það eru helst Cate Blanchett, John Hurt og Shia LaBeouf sem standa upp úr fyrir leik, enda tekst þeim að gefa persónum sínum frumlega vídd þrátt fyrir frekar þunnt handrit.
Það sem gerði Raiders of the Lost Ark að klassík var hvernig frumlegum persónum var fléttað skemmtilega inn í æsispennandi atburðarrás, þar sem maður gat engan vegin séð fyrir hvað myndi gerast næst. Maður hafði hugann við síðasta atriði á meðan maður horfði á það næsta. Þannig eiga myndir að vera. Indiana Jones and the Temple of Doom (1984) gerði ósköp lítið annað en að pirra vegna frekar leiðinlegrar aðalleikkonu og slakri sögu, en ágætis hasaratriðum. Það sem gerði Indiana Jones and the Last Crusade góða var skemmtilegur samleikur þeirra Harrison Ford og Sean Connery, á meðan þemað var hæfilega djúpt.
Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull er eins og smurð vél. Maður veit því miður nokkurn veginn gerist næst, enda söguþráðurinn afar klisjukenndur og ofhlaðinn, og ljóst er að atriðin og tæknibrellurnar eru komnar í aðalhlutverk, en persónurnar sitja eftir í aukahlutverkum, aðallega vegna þess að leikararnir og leikstjórinn eru komnir yfir sitt besta. Það sem mér finnst allra verst er að ekki hefur tekist að viðhalda persónueinkennum grafarræningjans Indiana Jones, sem allt í einu er orðinn miklu göfugri en hann hafði áður verið og ekki lengur jafn slægur.
Ég verð að viðurkenna að af stórsumarmyndunum tveimur sem komið hafa út, að Iron Man (2008) er mun betri skemmtun, enda byggist hún meira á góðum leik og áhugaverðum persónum, þar sem tæknibrellur leika aukahlutverk og gera það óaðfinnanlega. En bara vegna þess að þetta er Indiana Jones og Steven Spielberg, er myndin skylduáhorf fyrir alla sem hafa áhuga á kvikmyndum. Afurðin er því miður líkari hamborgara frá MacDonalds en ferskri villubráð frá Afríku.
Leikstjóri: Steven Spielberg
Einkunn: 6
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 20:43 | Facebook
Athugasemdir
Vá fyrsta skipti sem ég er þér 110% Sammála algerlega í einu og öllu , hefði getað skrifað þetta sjálfur.
Takk
PS: Ég tel að Dark Knight verði jafnvel stærri í aðsókn í USA en veit að hún verður MIKLU betri en þetta.
Ómar Ingi, 24.5.2008 kl. 20:58
Þú hefur nú verið sammála mér áður og þótti okkur það báðum mikið kraftaverk. Ég man bara að það var ekki vegna Blade Runner.
Annars langar mig að bjóða mig fram til Alþingis í næstu kosningum, og berjast fyrir því að Íslandi verði skipt upp í 50 lýðveldi til að við eigum séns í Eurovision.
Hrannar Baldursson, 24.5.2008 kl. 21:52
þurfum að fá færeyinga með i þetta. og álandseyjar. tuttuguogfjögurstig í hattinn....
en ég sá myndina með tólf ára syni og við ákváðum að slökkva á heilanum og njóta. þó við horfðum hvor á annan við ískápsatriðið, sem minnti ansi mikið á iron man atriði, þá nutum við bara og mér fannst gaman. líka það að gert var grín af aldri fordarans, ekkert verið að gera hann að miðaldra töffara.
en svo má deila um ýmislegt, endinn og svona.
já og byrjunina og miðjuna...... en þetta var allt í lagi og spielberg er að fá haug í budduna sína þarna fyrir westan.
arnar valgeirsson, 24.5.2008 kl. 22:30
Crystal Skull is not a good Indiana Jones movie, but better than most things in the cinema these days. Unfortunately it says more about the quality of modern Hollywoody cinema than the movie itself.
Raiders of the Lost Ark (10)
Indiana Jones and the Last Crusade (8)
Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull (6)
Indiana Jones and the Temple of Doom (5)
Crystal Skull has two great faults:
1) The physics of the action doesn't fit the expected physics of the other Indy movies - the tank fall in Last Crusade was actually supposed to be something mysterious, while the drop from the plane in Temple of Doom was corny. Non of the characters get a scratch, even though they are shot at by hundreds of rounds and at least five car crashes. And that a kid swings a long distance in the trees of Amazon to catch up with a high speed car race... well, if that's the Indy universe - it's not the Indy universe I grew to like.
2) Indiana Jones no longer is a sly grave robber. He has become a dry man with noble intentions, and even returns some things he finds in an ancient tomb. It would have been more interesting to see him grow into that person, rather than simply being it. The character of Indy has been changed to fit political correctness, just like the character of Han Solo was modified in the Star Wars universe to be a noble smuggler, instead of a not so noble scoundrel with a good heart and love for his friends.
If you liked Sunshine (2007) and Transformers (2007), you will love Indiana Jones and the Kingdom of the Crystal Skull. If you didn't, and expect a story that hits anything else than the lowest expectations, you will be disapointed.
Hrannar Baldursson, 25.5.2008 kl. 09:30
Frábært!!!!!! Þúsund þakkir.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.5.2008 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.