Eru agaleysi og kjaramál að ganga frá kennarastéttinni dauðri?

 _744670_stress300

Ef skóli getur ekki komið í veg fyrir ókurteisi í garð starfsfólks, truflun á vinnufriði eða aðra slæma hegðun nemenda þá held ég að sé næsta óhjákvæmilegt að kennarar missi við og við stjórn á skapi sínu og hagi sér fyrir vikið á einhvern þann veg sem grefur undan virðingu fyrir skólanum. Jafnvel bestu menn hafa sín þolmörk. Þannig vindur agaleysið upp á sig og þegar verst lætur verða heilu bekkirnir að einhvers konar vígvelli fremur en vinnustað þótt vonandi heyri til undantekninga að ástandið gangi alveg svo langt. (Atli Harðarson heimspekingur, 13. apríl 2008)

Fjölmargir kennarar hafa snúið sér að öðrum störfum, undirritaður meðtalinn, þrátt fyrir margra ára og rándýra kennaramenntun. Atli Harðarson heimspekingur skrifaði greinar á bloggi sínu um brotthvarf kennara úr skólastarfi, og taldi að hluti af skýringunni væru launin (sem voru meginástæða þess að ég hætti) og einnig að mikill skortur væri á ráðstöfunum gegn agavandamálum.

Ég hef sjálfur upplifað kennslu þar sem nemendur sýndu engan aga, reyndar hef ég ekki upplifað það á Íslandi, en veit að slíkt starf er hreint helvíti á jörð. Ef staðan er orðin þannig að kennarar fá ekki lengur vinnufrið með nemendum sínum í skólastofum, þá er skiljanlegt að brottfallið verði mikið, og langtímaskaðinn því meiri fyrir samfélagið. Það verður ekki gott fyrir neinn.

 msn_messenger_logo

Spjallið sem fer hér á eftir er innblásið af þessari frétt, en hún birtist í fréttatíma Stöðvar 2, þriðjudaginn 15. apríl.Tveir góðir vinir, sama og Ekki sama - sem endurspeglar reyndar engan veginn þeirra viðhorf til lífsins, hittast á MSN og spjalla saman um daginn og veginn. Talið berst að agamálum:

 

Ekki sama segir:

Ég er fyrst að kíkja á fréttir dagsins núna... ekkert spennandi að gerast? Engin dulbúin bankarán?

sama segir:

Ég hef ekki haft tima að kíkja á þær. Búið að vera viðbjóðslega mikið að gera. Er með námskeið í gangi fyrir unglinga.

sama segir:

Úff það er erfitt.

Ekki sama segir:

Sömuleiðis hjá mér. Blogga bara til að hvíla hugann.

sama segir:

Ég hef ekki orku í það. Er bara algjörlega dauð.

Ekki sama segir:

Nú? Vantar innblástur?

sama segir:

Nei ég er bara svo þreytt... að ég nenni ekki að hugsa. Fæ fullt af hugmyndum. Eina t.d. um kennara.

Ekki sama segir:

Kennara almennt?

sama segir:

Sá frétt í kvöld um að kennarar væru að hrekjast á brott vegna agaleysis.

Ekki sama segir:

Ok, sem er örugglega satt.

sama segir:

Ég fór og skoðaði kennsluskrá KHI. Þar sá ég ekkert námskeið um agastjórnun né neinu því líkt. Ætlaði að blogga um það og spyrja spurninga.

Ekki sama segir:

Ég var einmitt með nemendur á námskeiði og gaf þeim einkunnir. Þeir fengu allir 10 fyrir hæfni, en aðeins einn fékk 10 fyrir hegðun, allir hinir féllu. Ég stúderaði sérstaklega agastjórnun þegar ég lærði til kennara erlendis. Það var hluti af kennaranáminu úti. Aginn snérist það um að stjórna með harðri hendi en blíðu viðmóti.

sama segir:

Ekki sama segir:

Veit ekki hvernig kennarar eru þjálfaðir í þetta á Íslandi. Virðist ekki vera neitt um það.

sama segir:

Ég er meira á hinni línunni - eins og þú lýsir þessu.

Ekki sama segir:

Ég held það fari eftir skólakerfi.

sama segir:

Skiptir engu hvað þú kannt í kennslufræði og allt það... ef krakkanir eru upp um alla veggi þá skiptir kennslufræði kannski litlu.

Ekki sama segir:

Í opnu valkerfi er samvinnuaðferðin betri samkvæmt minni reynslu en harða höndin betri í bekkjarkennslu, því þar myndast oft erfiðustu hóparnir.

sama segir:

Já ég er að hugsa um bekkjarkerfi.

Ekki sama segir:

Ég var að heyra frá nemendum að þeir bera litla virðingu fyrir kennurum í dag.

sama segir:

Held að KHI þurfi að taka sér taki þarna.

Ekki sama segir:

Ég spurði þá um ástæður.

sama segir:

Eða mér sýnist það eftir 5 mín rannsoknarvinnu og orðróm.

Ekki sama segir:

Krakkarnir sögðu að kennararnir höguðu sér ekkert betur en krakkarnir.

sama segir:

Já.

Ekki sama segir:

Mér fannst það svolítið merkilegt.

sama segir:

Það er bara þannig ef þú ferð ekki eftir þeim reglum sem þú setur undantekningalaust þá hætta krakkanir að bera virðingu fyrir þér.

sama segir:

Ekki sama segir:

Aginn kemur ekki bara frá kennurum. Hann er fyrst og fremst ræktaður heima fyrir.

sama segir:

Já já það er svo sem rétt. En þú getur haldið aga inn í bekk engu að síður. Man bara þegar ég var í skóla, þá voru allir út um allt hjá einum kennara

en allir sátu flottir hjá öðrum.

Ekki sama segir:

Já, en það er oft einfaldlega vegna þess að sumir kennarar eru "inn" á meðan aðrir eru "púkó".

sama segir:

já... ekki bara.

Ekki sama segir:

Það hafa ekkert allir kennarar persónuleika til að kenna. Og þeir sem hafa persónuleika til þess að kenna fara varla að kenna í skólum eins og staðan er í dag.

sama segir:

Ég man eftir tveimur sem voru með aga. Gamlir karlar... kunna að kenna en maður þorði ekki fyrir sitt litla líf að vera að gera annað en læra í tíma hjá þeim. Svo var einn sem varð einu sinni svo reiður út í stelpu sem sat fyrir aftan mig að hann dúndraði krítinni í hana en vildi ekki betur til en hún fór í hausinn á mér.

Ekki sama segir:

Úff

sama segir:

Mér fannst það reyndar ekkert mál. Bara skemmtileg saga til að segja í frímó.

 

 

 

Að lokum, ágætis kennslustund í hvernig gott er að taka á agamálum í skólastofu: 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Algjör snilld! Svona á að kenna, þ.e. seinni hlutinn! Alveg sama hvaða fag það er..

Óskar Arnórsson, 16.4.2008 kl. 03:20

2 Smámynd: Ómar Ingi

Eftir nokkur ár verðum við með svona kennara og kennslu eins og í henni Ameríku og nemdur eftir því

Ómar Ingi, 16.4.2008 kl. 08:46

3 identicon

Ágætis innlegg og hugsanafóður. Í KHÍ er samþætt agastjórnun í námið. Ekki sérstakur kúrs. Spyrja bara Ingvar Sigurgeirsson. Agi nemenda byrjar á heimilunum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 11:33

4 Smámynd: Bumba

Hrannar minn, þú ert alveg frábær. Hjartans þakkir. Með beztu kveðju.

Bumba, 16.4.2008 kl. 16:39

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, það er margt umhugsunarvert hér.

Steingerður Steinarsdóttir, 16.4.2008 kl. 17:25

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Við vorum alin upp við frelsi en viljum svipta börnin okkar því, hvað veldur þessari kröfu um aga í stað kurteisi og virðingar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 16.4.2008 kl. 21:02

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Óskar: Tja, reyndar held ég að myndbandið sýni tæknina vel, þó að aðstæður séu varla raunhæfar. Ég myndi reikna með meiri látum og pískri í hvaða grunnskólastofu sem er.

Ómar: Sums staðar í Bandaríkjunum er kennslan mjög góð, það veit ég af eigin reynslu, og sums staðar þar eru nemendur líka frábærir, sem ég einnig veit af eigin reynslu. Það er erfitt að bera skólakerfin saman því að þau eru svo ólík og misgóð í ólíkum fylkjum Bandaríkjanna.

Gísli: Takk. Sammála þér um að agi nemenda byrji á heimilunum, en hvað er til ráðs þegar það er að klikka?

Bumba: Takk.

Steingerður: Já.

Þorsteinn: Hvort fylgir meira frelsi því að láta eins og vitleysingur þannig að vinnufriður er ekki til staðar, eða vera í vinnufrið þar sem að maður getur lært af viti? Agi er forsenda kurteisi og virðingar, og að ástunda kurteisi og virðingu er góð leið til að þjálfa eigin aga.

Hrannar Baldursson, 16.4.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband