Hvort er mikilvægara: minnið eða skilningurinn?

nemo

Fyrir nokkrum árum lenti nemandi minn í bílslysi sem varð því valdandi að skammtímaminnið varð fyrir skaða, þannig að hann átti afar erfitt með að læra hluti utanað. Þetta var mikið vandamál fyrir hann, enda var hann í háskólanámi að læra til sálfræðings. En tvö kvöld í viku sótti hann heimspekitíma í heimspekiskóla sem ég rak ásamt konu minni í Mexíkó.

Áður en hann byrjaði á námskeiðinu spurði hann mig hvort ég tryði því að hann gæti náð einhverjum árangri í námi, minnislaus eins og hann var. Ég sagðist ekki vita það, en spurði hvernig honum gengi að skilja samhengi ólíkra viðfangsefna.

Hann sagði að það gengi svo sem ágætlega, hann hafði bara ekkert pælt í því. Ég hélt því fram að ef hann lærði hlutina fyrst og fremst með skilning í huga, þá myndi hann ná árangri, og að heimspekinámskeiðið væri fín æfing til að auka skilning á ólíklegustu hlutum, enda er á slíkum námskeiðum rætt um allt milli himins og jarðar og leitað skilning á öllu því sem maður botnar ekkert í, með samræðu sem aðal vinnutækið.

Og vitið til. Hann setti sér að skilja hlutina í þaula og náði þessi áramótin hæstu einkunnum sem hann hafði nokkurn tíma náð í skóla, og næsta vor var hann hæstur í hópnum sínum, þrátt fyrir að minnið var enn skaddað. Hann starfar í dag sem sálfræðingur.

halsman-philippe-albert-einstein-7200016

Menntun er það sem stendur eftir þegar maður hefur gleymt öllu því sem maður hefur lært. (Albert Einstein) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Frábært innlegg og huggun fyrir marga. Gæti þetta ekki hentað vel fyrir okkur sem eru farin að eldast

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 9.4.2008 kl. 00:40

2 identicon

Töff :)

. (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 02:21

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Heimspeki hentar vel öllum þeim sem eru tilbúnir að taka þátt í heimspekilegri samræðu, enda stjórnast slík samræða af dýpstu spurningum hverrar manneskju fyrir sig. Það verður alltaf að finna rök fyrir skoðunum, gera greinarmun á eigin mati og mati annarra, og leyfa sér að leita annarra spurninga og svara en þeim sem felast í pólitík og trúarbrögðum.

Kurr: takk, reyndar hjálpaði hann mér líka enda erum við góðir vinir í dag.

Guðrún: Jú, ég held einmitt að heimspekileg samræða væri áhugaverð fyrir þá sem eru að eldast og eru reynslunni ríkari. 

Hrannar Baldursson, 9.4.2008 kl. 07:52

4 Smámynd: Ómar Ingi

Heimspeki er ekki heimsk speki

Þetta var án efa besta færsla dagsins

Ómar Ingi, 9.4.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband