Nýjustu færslur
- Af hverju krefjast raunveruleg góðverk alltaf áreynslu?
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
Jan. 2025
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
12 Angry Men (1957) ****
12.3.2008 | 19:48
12 Angry Men gerist að mestu í aflokuðu herbergi þar sem kviðdómur þarf að komast að niðurstöðu um morðmál. Það er heitt úti og flesta langar að komast snemma heim, og suma jafnvel á völlinn til að fylgjast með hafnarboltaleik.
Unglingur frá Puerto Rico er sakaður um að hafa myrt föður sinn. Tvær manneskjur voru vitni að morðinu og morðvopnið er í eigu unglingsins. Öllum í kviðdómnum nema einum finnst þetta augljóst mál og réttast að afgreiða það fljótt og örugglega. Strákurinn hlýtur að vera sekur, hann er úr fátæku hverfi, hefur oft verið dæmdur fyrir smærri glæpi, og fjarvistarsönnun hans gengur ekki upp.
En kviðdómari númer 8 (Henry Fonda) finnst ekki rétt að klára morðmál svo hratt, og biður um smá umræðu, bara umræðunnar vegna og af virðingu fyrir réttarkerfinu og lífi unglingsins sem sjálfsagt verður tekinn af lífi verði hann dæmdur sekur. Í ljós kemur að málið er kannski ekki jafn einfalt og það lítur út fyrir að vera, þegar kviðdómarar, hver á fætur öðrum reyna að sanna kviðdómara 8 um af hverju drengurinn er sekur. Honum tekst hins vegar að vekja upp spurningar sem sífellt erfiðara verður að svara, og tekst að sá efasemdum meðal hinna kviðdómaranna.
Leikurinn í 12 Angry Men er stórgóður. Henry Fonda leikur skynsemismanninn fullkomlega, og Lee J. Cobb er frábær sem hinn stolti og tilfinninganæmi maður sem veit einfaldlega að drengurinn er sekur. Upp koma fjöldi ástæðna til að dæma unglinginn til dauða, meðal þeirra eru fordómar, stolt, hugleysi, óþolinmæði, óákveðni, ónákvæmni, og fleira. Þetta er magnaður bardagi þar sem á takast skynsemi og rökvillur.
Þó að 12 Angry Men gerist í einu herbergi, gerist hún einnig í huga 12 manns sem gerir hana að gífurlega dýnamískri upplifun. Maður veit aldrei hvað kemur næst, og þegar það gerist er það nákvæmlega það sem þurfti að gerast.
Frábær kvikmynd og fróðleg þegar maður veltir fyrir sér því flókna ferli sem getur átt sér stað þegar nokkrar manneskjur eru staddar á sama stað og neyddar til að leita sannleikans.
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Þetta er nýtt met hjá okkur SAMmála tvisvar sinnum í röð , þetta er eðal mynd , sástu endurgerðina ?
Hún var alveg ágæt samt ekki svona mikil snilld
Mitt mat
Ómar Ingi, 12.3.2008 kl. 20:34
Farðu á El Orponato eftir Guiillermo
Þvílíka snilldin USSSS
Ómar Ingi, 12.3.2008 kl. 20:35
Ég sá þessa mynd fyrst fyrir mörgum árum og kolféll fyrir henni. Hefði ekki trúað að mynd sem gerist í einu herbergi gæti verið svona mögnuð. Keypti hana á DVD fyrir stuttu og fannst hún alveg jafn góð. Þetta er ein af perlum kvikmyndasögunnar að mínu áliti
Kristján Kristjánsson, 12.3.2008 kl. 22:47
Sá þessa mynd í sjónvarpinu þegar ég var unglingur. Hún hafði mikil áhrif á mig og ég man alltaf hvað mér þótti Lee J. Cobb góður. Ein af perlum kvikmyndasögunnar í mínum huga og ég þarf endilega að fara að sjá hana aftur.
Helgi Már Barðason, 13.3.2008 kl. 14:22
Þessa hef ég ekki séð þarf að leita hana uppi.
Steingerður Steinarsdóttir, 13.3.2008 kl. 15:44
Ómar: sammála tvisvar í röð? Það gengur nú varla lengi. Mig langar að kíkja á Munaðarleysingjaheimilið, sem er reyndar ekki leikstýrt, heldur aðeins framleitt af Guillermo del Toro, þar sem Toro er náttúrulega ennþá að vinna í Hellboy 2. Svo tekur við The Hobbit hjá kallinum.
Kiddi, já, þetta er ótrúlega mögnuð mynd, sérstaklega ef haft er í huga hvað sviðið er takmarkað.
Bukollabaular, þú hefur sjálfsagt séð útgáfuna með George C. Scott, Jack Lemmon og fleiri gæðaleikurum, sem gerð var fyrir sjónvarp. Hún er mjög góð, en mér finnst hún ekki ná upp sama krafti og frummyndin. Málið er að leikararnir eru óaðfinnanlegar í þessari útgáfu, en t.d. Jack Lemmon var aldrei þessu vant, ekki nógu góður í endurgerðinni.
Helgi Már og Steingerður. Kíkið á hana sem allra fyrst.
Hrannar Baldursson, 13.3.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.