TMNT (Teenage Mutant Ninja Turtles) 2007 *1/2

Stökkbreyttu unglinganinjaskjaldbökurnar birtast loks aftur á tjaldinu eftir langa fjarveru. Skjaldbökurnar hafa elst lítið eitt frá því að síðasta mynd í bálknum kom út árið 1993 (Teenage Mutant Ninja Turtles III). Þær hefðu mín vegna mátt hvíla nokkra áratugi í viðbót og birtast sem stökkbreyttar risaskjaldbökur, sem flúið hafa holræsin af því þær eru orðnar alltof feitar eftir endalaust flatbökuát. Myndi sú mynd fjalla um hvernig þeim gengi að komast inn á elliheimili, en vandinn væri sá að þær væru svo kalkaðar að þeim tækist ekki að muna neitt lengur en fimm mínútur í einu. En þetta er ekki svoleiðis mynd.

Fjórar táningsskjaldbökur sem þjálfaðar hafa verið að rottunni Splinter (Mako) til bardagalista ná ekki lengur saman sem liðsheild. Þegar hinn 3000 ára gamli auðkýfingur og forn stríðskóngur undir álögum, Winters (Patrick Stewart) ákveður að ná saman sínum gömlu vinum, sem eru í álögum, til þess eins að stoppa sína eigin alltof langa ævi, þýðir það að 13 skrímsli ráðast á New York borg og gömlu vinir Winters snúast gegn honum, en nú eru þeir úr steini og þykjast sjá að Winters ætli að stoppa ódauðleika þeirra.

Skjaldbökurnar blandast inn í málin og taka að sjálfsögðu þátt í að leysa það sem ein liðsheild og með því eina sem dugar á skrímsli, ofbeldi og meira ofbeldi. Annars vil ég sem minnst skrifa um þessa mynd. Ég hafði á tilfinningunni að höfundar hefðu ekkert að segja og sagan eftir því. Aftur á móti eru þrívíddarteikningarnar afar flottar, og öll tæknivinna til fyrirmyndar. Það er bara ekki nóg, að minnsta kosti ekki fyrir mig.

Kannski er ég bara orðinn alltof gamall fyrir svona vitleysu, - en samt ekki, því ég gaf skjaldbökunum séns. Málið er að þessi mynd er í rauninni hvorki fyrir börn né unglinga, því að sagan er of barnaleg fyrir unglinga og of ofbeldisfull fyrir börn, nema þau sem við viljum heilaþvo og telja trú um að ofbeldi sé svalt, og þar af leiðandi einelti ekkert annað en aumingjavæl. TMNT er svo sannarlega ekki heldur fyrir fullorðna sem eru með einhverjar virkar heilasellur á milli eyrnanna.

Þema myndarinnar er mikilvægi fjölskyldu og vina og hversu vonlaust er að vera til í heimi þar sem vinir manns og fjölskylda geta ekki verið vinir. 

Sýnishorn:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

U R 2 Old 4 This Shit

Fór með 10 ára gamlan son minn á þessa og það var gaman ég upplifði myndina í gegnum hann.

Fyndið samt þú ert að sanma fyrir mér hvernig gagnrýnendur eyðileggja margar myndir fyriri fólki dags daglega með sinni gaagnrýni í blöðum og öðrum fjölmiðlum.

Bon Jovi

Ómar Ingi, 2.2.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Reyndar rökstyð ég mína skoðun, og vonandi sést í gegnum mín skrif að ég fatta ekki Skjaldbökurnar lengur. Þeir sem eru ósammála mér hafa 60 daga til að setja inn athugasemdir, sem gefur mér reyndar ákveðna hugmynd. Ég ætla að prófa að setja inn skoðanakannanir svo að lesendur geti gefið myndunum eigin dóma.

Hrannar Baldursson, 2.2.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef víst alltaf verið of gömul fyrir Turtles.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband