Bestu vísindaskáldsögurnar í kvikmyndum, 10. sæti: Abre los Ojos

Niðurtalningin heldur áfram. Í athugasemdum hefur verið hneykslast svolítið á því að Blade Runner skuli ekki komast hærra á blað hjá mér. Vissulega tel ég þá kvikmynd góða, og samþykki að um tímamótaverk sé að ræða sem umbylti vísindaskáldsögum á hvíta tjaldinu. Hún er samt ekki nógu skemmtileg til að komast inn á topp 10 hjá mér.

Næsta mynd er mögnuð pæling um veruleikann, sannleikann, fegurð, gildi lífsins og tímaflakk inn í framtíðina, ein af mínum eftirlætis pælingamyndum og þá sérstaklega vegna þess að það er bráðskemmtilegt að horfa á hana, enda eilífðarhugtökum fléttað inn í rómantíska sögu þar sem morð, kynlíf og svik spila stóra rullu.

Abre los Ojos er sérstaklega ætluð þeim sem eru svolítið spilltir og hafa verið duglegir að stinga aðra í bakið, en aðalandhetja myndarinnar er einmitt slík týpa. Opnaðu augun gæti alveg eins verið nútímasaga úr Reykjavík.  

 

Abre los Ojos (1997) ****

Sjálfselski glaumgosinn César (Educardo Noriega) heldur fjölmenna afmælisveislu. Meðal gesta er besti vinur hans, Pelayo (Fele Martinéz), sem kemur með kærustu sína, Soffíu (Penélope Cruz). César verður strax hrifinn af henni og grípur tækifærið þegar vinur lítur undan og fylgir stúlkunni heim. Þau eyða nóttinni saman.

Næsta morgun þegar César er á heimleið keyrir Nuria (Najwa Nimmi) upp að honum og býður honum far. Hann sest upp í hjá henni. Hún keyrir vísvitandi útaf veginum á ofsahraða, drepur sjálfa sig en César lifir af. Þegar César uppgötvar að andlit hans hefur eyðilagst í slysinu, og læknar geta ekkert gert, leiðist hann út í hreina örvæntingu.

Hann trúir ekki að nokkrum geti líkað við mann með afmyndað andlit. Hann trúir ekki að Soffía geti elskað hann og efast um vináttu Pelayo. César ákveður að láta frysta sig þar til tækninni hefur farið það mikið fram að hægt verði að laga andlit hans.

Þessa sögu segir César sjálfur, hulinn sviplausri grímu, í viðtali við sálfræðinginn Antonio (Chete Lera), læstur í fangaklefa, ákærður fyrir morð. Eftir dáleiðslutíma fer César að gruna veruleikann vera annan en það sem hann upplifir. Hann grunar að hann sé hvorki staddur í veruleikanum né draumi; heldur martröð og sjálfskaparvíti sem hann verður að sleppa úr.

Eftir því sem að César er sannfærðari um að lifa í draumaveröld, fyllist sálfræðingurinn Antonio efasemdum um hvort að hann sjálfur sé raunverulegur. Þeir verða að komast að sannleikanum.

Abre los Ojos er spænsk mynd, leikstýrð af Alejandro Amenábar, sem meðal annars hefur einnig gert hinar stórgóðu The Sea Inside og The OthersAbre los Ojos var endurgerð af Cameron Crowe undir nafninu Vanilla Sky með Tom Cruise í aðalhlutverki. Þrátt fyrir góða takta, er endurgerðin langt frá því að vera jafngóð frumgerðinni, sérstaklega þar sem að leikur Eduardo Noriega er óviðjafnanlegur.

Abre los Ojos fjallar um hugtök og spurningar um fegurð, sannleika, þekkingu og framhaldslíf, sem hverjum og einum er hollt að hugsa um.

 

10. sæti: Abre los Ojos

11. sæti: The Thing

12. sæti: Brazil

13. sæti: E.T.: The Extra Terrestrial

14. sæti: Back to the Future

15. sæti: Serenity

16. sæti: Predator

17. sæti: Terminator 2: Judment Day

18. sæti: Blade Runner

19. sæti: Total Recall

20. sæti: Pitch Black


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Vísindaskáldsaga !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Jæja þá , nú er mér öllum lokið

Ómar Ingi, 30.1.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ef þú ert í vafa, þá er IMDB sammála mér:

Genre:Drama / Horror / Mystery / Romance / Sci-Fi / Thriller

Hrannar Baldursson, 30.1.2008 kl. 22:05

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

þessa mynd hef ég ekki séð, góður listi held áfram að fylgjast með.

Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 00:43

4 Smámynd: Ómar Ingi

IMDB er þarna með 6 flokka og Sci Fi næstneðstan segir það þér eitthvað

Þetta er bara ekki Sci Fi Mynd að mínu mati og allvega að hafa hana á topplista yfir Sci Fi humm bara grín og bara minna þig á það aftur að BLADE RUNNER er í 18 Sæti

HALLOOOOOOO

AARRRRGGGGGGGGGHHHHHH

Ómar Ingi, 31.1.2008 kl. 21:07

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ómar! Flokkunin á IMDB er í stafrófsröð, og það að Sci-Fi er í næstneðsta fyrir Abre los Ojos þýðir að Thriller er aftar í stafrófinu en Sci-Fi.

Mér finnst frábært hvað þú ert duglegur að minna mig á Blade Runner í 18. sæti!

Hrannar Baldursson, 31.1.2008 kl. 22:21

6 Smámynd: Ómar Ingi

 Já þetta fer að verða þreytandi fyrir okkur báða

Ómar Ingi, 2.2.2008 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband