Stórleikari fallinn: Heath Ledger (1979-2008)

Þeir segja að þegar fræga fólkið deyr, þá eru það alltaf þrír í einu. Vonandi er það ósatt. Robert J. Fischer dó í síðustu viku, og Heath Ledger í gær.

Heath Ledger var með betri leikurum í Hollywood og var honum spáð miklum frama með hans næstu mynd, framhaldsmyndinni af Batman Begins (2005), The Dark Knight (2008). Það var búið að taka hana upp, þannig að hún verður líklegast tileinkuð minningu Heath Ledger þegar hún kemur í bíó næsta sumar.  Ledger var tilnefndur til óskarsverðlauna árið 2005 fyrir leik sinn í Brokeback Mountain. Einnig þótti hann þrælgóður í myndinni um Bob Dylan, I'm Not There.

Síðasta mynd sem ég sá með Ledger var The Brothers Grimm (2005) sem mér fannst afar góð. Annars ætla ég að setja inn sýnishorn úr þeim myndum sem ég hef séð eftir hann.

The Patriot (2000)

Leikur elsta son Mel Gibson, sem berst fyrir frelsi gegn Englendingum í bandarísku byltingunni árið 1776. Eftirminnilegastur allra í þeirri kvikmynd - stal senunni af Gibson sjálfum.  

A Knight's Tale (2001)

 

 

Leikur bóndason sem vill gerast riddari. Eftirminnileg gamanmynd um miðaldariddara þar sem tónlist Queen virðist lifa á meðal fólksins. 

Monster's Ball (2001)

Leikur ungan mann í sjálfsvígshugleiðingum. Þetta er myndin þar sem Halle Berry fékk óskarinn.  

The Four Feathers (2002)

Leikur breskan hermann árið 1884 sem talinn er heigull fyrir að hætta í hernum. Fyrir vikið tapar hann ástum kærustu sinnar, en ákveður að sanna hugrekki sitt með því að fara dulbúinn í stríð ásamt vinum sínum.

The Brothers Grimm (2005)

Leikur annan Grimmsbræðra, þann sem lifir í heimi ímyndunaraflsins þar sem allt getur gerst. 

Brokeback Mountain (2005)

Leikur kúrekastrák sem verður ástfanginn af öðrum kúrekastrák, giftist síðan konu en heldur síðar framhjá henni með kúrekastráknum. 

 

Og fljótlega:

The Dark Knight(2008)

Leikur The Joker, hrikalega geðveikan glæpamann sem er höfuðóvinur ofurhetjunnar Batman. 

 

Blessuð sé minning þessa fína leikara.

 

Takk fyrir skemmtunina. 


mbl.is Heath Ledger látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Jackal

Flott grein.

The Jackal, 23.1.2008 kl. 12:13

2 identicon

Takk fyrir fína samantekt.

beturvitringur (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 12:37

3 identicon

Flott færsla. En varðandi það sem þú nefndir fyrst þá lést annar frægur maður í síðustu viku en það var barna og unglingastjarnan Brad Renfro sem sló fyrst í gegn í myndinni The Client. Þrír eru þeir því miður

G. (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 15:12

4 Smámynd: Grisemor

Já ég ætlaði einmitt að nefna Renfro.

Ledger var ágætis leikari en hann lék í mörgum ofboðslega klisjukenndum myndum. T.d er The Patriot eins versta þjóernisrembu, stríðsréttlætingar mynd sem gerð hefur verið (og eru þá myndir Nasista í WWII taldar með).

Knights tale var móðgun við áhorfendur því stærsti hópur áhorfendanna var á aldrinum 14-25 ára og margir þeirra eru þegar illa að sér í sögu og halda eftir myndina að hún hafi dregið upp raunsanna mynd af miðöldum.

Í þriðja lagi, hversvegna í ósköpunum að gera eitt Batman ruslið enn, þegar er t.d. Jack Nicholson er búinn að gera the Joker skil með eftirminnilegum hætti.

Flatneskjan í Hollywood er með ólíkinum...

Grisemor, 23.1.2008 kl. 15:46

5 identicon

Grisemor: Burtséð frá flatneskjunni í Hollywood þá verð ég nú að segja að síðasta Batman mynd var alveg frábær og mikil spenna ríkir fyrir Dark knight. Það er búið að endurnýja Batman seríuna með góðum árangri og því er ekki hægt að tala um enn eitt Batman ruslið.

Pétur Fannberg Víglundsson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 19:54

6 Smámynd: Linda

sorglegt þegar ungt og efnilegt fólk fellur frá skiptir ekki máli hvort um sé að ræða þá sem frægir eru eða ekki.  Heath hafði hæfileika og skildi eftir sig margar góðar myndir.  James Dean var efnilegur líka og hann er goðsögn í dag ætli það sama eigi eftir að ske með Heath? Hver veit en  það kemur í ljós.

Linda, 23.1.2008 kl. 20:13

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flottur pistill hjá þér.  Mér fannst hann frábær og mun sakna þess að fá ekki að sjá fleiri myndir með honum. 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2008 kl. 21:53

8 Smámynd: Alvy Singer

Mjög leiðinlegt að hann skuli falla svona frá, sérstaklega þegar hann er að komast á tindinn. The Dark Knight verður rosaleg, ef maður tekur eitthvað mark á trailerum. Hann er allavega flottur í þessum trailer.

Hann var einnig mjög góður í I'm not there.

Alvy Singer, 23.1.2008 kl. 23:03

9 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Flott samantekt!

Sárt að sjá á eftir honum... 

Sveinn Hjörtur , 23.1.2008 kl. 23:32

10 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir góðar athugasemdir. Í sambandi við Brad Renfro, þá kom fráfall hans mér ekki jafn mikið á óvart, enda hafði ferill hans verið á niðurleið vegna fíkniefnaneyslu, en ekkert slíkt hafði heyrst um Ledger, sem var mjög vel liðinn í Hollywood.

Hrannar Baldursson, 23.1.2008 kl. 23:36

11 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mér finnst alltaf skelfileg sóun þegar fólk fellur frá svona ungt. það er svo margt sem það á ólifað.

Steingerður Steinarsdóttir, 24.1.2008 kl. 11:13

12 Smámynd: Ómar Ingi

Frábær grein um frábæran leikara

Þunglyndi eftir skilnað við eiginkonu sína hefur kanski valdið miklu svefnleysi og við þær aðstæður verða menn hættuegir sjálfum sér sérstaklega hvort sem um viljverk hans eða óviljaverk hafi verið að ræða þá var hann að fara ákaflega illa með sjálfan sig.

Eða svo getur maður í eyðurnar hjá Miklum leikara hann fór of fljótt

R.I.P

Ómar Ingi, 24.1.2008 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband