Back to the Future, Part II (1989) **1/2
9.12.2007 | 10:42
Međ ferđ sinni til 1955 tókst Marty (Michael J. Fox) ađ forđa móđur sinni, Lorraine (Lea Thompson) frá drykkjusýki, föđur sínum (Jeffrey Weissman), sem ekki er lengur leikinn af snillingnum Crispin Glover, frá ţví ađ vera algjör lúser og systkinum sínum frá ţví ađ vera ekki lengur til eftir ađ móđir hans í fortíđinni varđ ástfangin af honum í stađ föđur hans.
Doc Emmet Brown (Christopher Lloyd) birtist í tímavélinni, sem nú getur flogiđ, fyrir utan heimili Marty, ţar sem Marty er í fađmlögum međ kćrustu sinni Jennifer (Elisabeth Shue tók viđ hlutverkinu af Claudia Wells). Ţađ er eitthvađ ađ í framtíđ ţeirra.
Doc Brown hefur sett saman áćtlun til ađ kippa öllu í liđinn. Hún fer út um ţúfur ţegar hinn gamli Biff frá 2015 (Thomas F. Wilson) stelur tímavélinni og gefur Biff ársins 1955 tímarit sem inniheldur úrslit flestra íţróttaveđmála frá 1950 til 2000. Svo skilar hann tímavélinni, en ţegar Marty, Doc Brown og Jennifer koma til baka er bćrinn ţeirra gjörónýtur vegna ţess ađ hinn gjörspillti Biff er orđinn milljarđamćringur sem rćđur öllu í bćnum. Hann hefur međal annars myrt George, föđur Marty og tekiđ Lorraine sem eiginkonu.
Nú ţurfa Marty og Doc Brown ađ fara aftur til fortíđar, og stela tímaritinu af Biff áriđ 1955, áđur en hann fćr tćkifćri til ađ vinna sinn fyrsta sigur í veđmálum og gjörbreyta ţannig lífi allra í bćnum.
Tćknibrellur eru aftur stórgóđar og sögufléttan nokkuđ skemmtileg. Hins vegar varđ ég fyrir miklum vonbrigđum međ leik og leikstjórn í ţessari mynd. Robert Zemeckis ákveđur ađ láta Michael J. Fox leika son sinn og dóttur, sem ţýđir ađ brellurnar verđa mikilvćgari en sagan sjálf. Međ réttu hefđi átt ađ fá góđa leikara í ţessi hlutverk og ađeins breyta handritinu til ađ gera söguna meira sannfćrandi. Ţessi brella hefur truflandi áhrif á heildarmyndina og skađar út frá sér. Ţegar ekki er lengur hćgt ađ taka persónurnar í myndinni alvarlega fer mađur ađ velta fyrir sér hvort ađ ţetta sé satíra eđa hvađ; en svo er ekki. Ţetta er einfaldlega skortur á góđri dómgreind, sem er reyndar ekki algengt ţegar Zemeckis á í hlut.
Ţađ má segja ađ Zemeckis hafi ekki haft nógu mikla trú á efniviđnum til ađ taka hann alvarlega í framhaldi af fyrstu myndinni, sem var einfaldlega hrein snilld. Af ţessum sökum er frekar erfitt ađ mćla međ Back to the Future, Part II, en samt geri ég ţađ. Hún er ekki alslćm, en verđur ađ taka sem grínmynd fyrst og fremst. Ţađ voru alvarlegri undirtónar í frummyndinni.
Sýnishorn úr Back to the Future, Part 2:
Flokkur: Kvikmyndir | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.