Systir mín í aðalhlutverki stuttmyndarinnar Svartur sandur - ókeypis niðurhal

AnnaBrynjaHægt er að sækja myndina án endurgjalds hérna. Þeir sem vilja geta greitt fyrir hana á síðunni.

Svartur sandur fjallar um eilífa ást, endurholdgun, drauga, dauðann og sálir í tímaflakki.

Anna Brynja Baldursdóttir leikur konu sem elskar sama manninn (Jóel Sæmundsson) frá landnámsöld til nútímans, en dauðinn er þeirra versti óvinur - skilur þau að þegar verst skyldi, og sífellt verður erfiðara að finna hinn helminginn í næstu lífum. Leikstjóri er Vilhjálmur Ásgeirsson.

Hugmyndin er stórskemmtileg og gaman að velta henni fyrir sér.  

Ég ætla ekki að gagnrýna kvikmyndina þar sem ég að ég get ekki gætt hlutleysi, enda finnst mér systir mín einfaldlega alltaf frábær, hvort sem er á sviði, í sjónvarpsþáttum og í kvikmyndum.  

Ég mæli samt eindregið með að þú halir myndinni niður (um 278 MB)  og ef þér líkar við hana, sendir framleiðandanum greiðslu í þakkarskyni.


mbl.is Ókeypis stuttmynd á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltaf gaman að sjá þegar fyrrverandi bekkjarfélagar manns eru að gera skemmtilega hluti í lífinu.

Aldrei fattaði ég þó að hún væri systir þín, þrátt fyrir töluverðan lestur á blogginu hjá þér. Svona er landið lítið. ;)

kristján (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband