"Þetta var lélegt hjá þér!" eða "Ég sé hvernig þú hefðir getað gert betur!" Undirstöðuatriði gagnrýnnar hugsunar: uppbyggileg gagnrýni
17.8.2007 | 22:06
Torfi Stefánsson hefur oft verið gagnrýndur á Umræðuhorni íslenskra skákmanna fyrir að vera of harður við börn og unglinga í gagnrýni sinni. Reyndar er erfitt að finna ummæli Torfa, því að svo virðist vera sem að þeim sé eytt samdægurs; en þau sem ég hef séð hafa oft verið með kaldhæðnislegu yfirbragði, sem reyndar getur verið erfitt að þýða yfir í tölvutexta og gæti sumum þótt sem um illkvittni væri að ræða.
En oftast eru þeir sem gagnrýna gagnrýni Torfa ekkert skárri, og gagnrýna hann með ofsa, sem ég veit reyndar ekki hvort að hann hafi sjálfur sýnt. Hann hefur í þeirri gagnrýni sem ég hef lesið eftir hann í mesta lagi gerst sekur um óvarkárni.
Í dag skrifaði hann á Skákhornið:
Ef stjórn eða þjálfari nær ekki árangri er eðlilegt að farið sé fram á afsögn viðkomandi og að aðrir fái að spreyta sig. Annað hef ég nú ekki gert að ég best veit sjálfur . . .
. . . Gagnrýni minni er ætlað að vera uppbyggjandi og skákinni til framdráttar. Því miður hafa nokkrir áhrifaaðilar innan skákhreyfingarinnar ekki þann þroska til að bera að geta tekið þeirri gagnrýni né tekið þátt í málefnalegri umræðu.
Ég kalla t.d. enn og aftur eftir dæmum um að ég hafi gengið of langt í gagnrýni minni - og vísa því algjörlega til föðurhúsana að ég hafi gengið of hart fram með skrifum mínum gagnvart ungum og viðkvæmum sálum. Það er bara fyrirsláttur þeirra fullorðnu sem þola ekki gagnrýni og reyna því að koma höggi á mig á mjög svo ómálefnalegan hátt.
Ég skil hvað Torfi er að fara, og skil líka hans afstöðu. Ég var á sínum tíma sömu skoðunar um gagnrýni; þar til ég uppgötvaði í samræðuhóp að fólk tók það grafalvarlega þegar maður felldi harða dóma um skoðanir þeirra. Í námi mínu í Bandaríkjunum varð mér á að segja þegar mér fannst einn nemandinn ekki skilja hvað ég var að meina, og rangtúlkaði gjörsamlega mínar skoðanir; þá varð mér á að segja,
"This is stupid." Drengurinn trompaðist og talaði ekki við mig í mánuð. Ég botnaði ekkert í þessu. Það var ekki eins og ég væri að kalla hann heimskingja, bara segja honum að skoðun hans væri út í hött. En það var ekki málið. Málið er að maður þarf að sýna ákveðna varkárni þegar rætt er við annað fólk og skoðanir þess eða vinna gagnrýnd.
Einn kennari minn ráðlagði mér að stundum væri gott að umgangast fólk eins og gengið væri á eggjum sem mættu ekki brotna. Það fannst mér gott ráð, og varð til þess að ég bætti til muna samskiptahæfni mína, sem ég er þó stöðugt að uppgötva að megi enn bæta. Reyndar bætir maður slíka hæfni aðeins með mikilli æfingu og meðvitund um að þörf sé á virku viðhaldi og frekari uppbyggingu.
Svarið sem ég sendi Torfa á Skákhorninu var svohljóðandi:
Blessaður Torfi,
Hér er smá gagnrýni á gagnrýniskrif þín.
Þú ert góður penni Torfi, en mér sýnist þú reyndar vera að misskilja svolítið hugtakið 'uppbyggileg gagnrýni'.
Ef einhver einföld formúla væri til fyrir slíku þá væri hún einhvern veginn svona:
1. Þú verður alltaf að meina það sem þú segir.
2. Byrja á að benda á eitthvað sem vel er gert.
3. Benda á það sem má bæta (sem hefur verið illa gert eða vanhugsað).
4. Benda á eitthvað annað sem vel er gert.
Gagnrýni á störf skákhreyfingarinnar og alls þess sem henni viðkemur, og gagnrýni á árangur skákmanna í skákmótum; þetta á allt rétt á sér; en gagnrýnin verður að vera vel uppbyggð eigi hún að vera til að hjálpa þeim sem verður fyrir gagnrýninni.
Hvort heldurðu að þú værir líklegri til að læra betur af manneskju sem þú finnur að berð virðingu fyrir þér, eða af einhverjum sem þú heldur að sé sama um þig vegna þess að framkoman virðist ruddaleg (þó að hún sé það samt ekki í raun)?
Fólk er ekki pöddur sem hægt er að skera í sundur og skoða hlutlaust. Lífið væri kannski auðveldara ef svo væri. En það verður að bera virðingu fyrir viðkomandi og sýna það að virðing sé borin. Annars verður ekki hlustað. Þetta er miklu erfiðara að framkvæma á netinu heldur en maður á mann, því að orðin tjá miklu frekar hugsanir okkar en tilfinningar. Uppbyggileg gagnrýni er einfaldlega erfiðari en beinskeitt gagnrýni, þar sem að hún krefst meiri varúðar og þar af leiðandi meiri vinnu.
Ég ákvað að Gúggla snöggvast hugtakið 'Constructive Criticism' og fann eftirfarandi:
Þó að Wikipedia sé ekki traustasta heimild í heimi, þá er þessi grein nokkuð góð.
Af Wikipedia:
Constructive criticism (often shortened to 'CC' or 'concrit') is the process of offering valid and well-reasoned opinions about the work of others, usually involving both positive and negative comments, in a friendly manner rather than an oppositional one. In collaborative work, this kind of criticism is often a valuable tool in raising and maintaining performance standards.
Because of the overuse of negative, nagging criticism, some people become defensive even when receiving constructive criticism given in a spirit of good will. Constructive criticism is more likely to be accepted if the criticism is focused on the recipient's work or behavior. That is, personality issues must be avoided as much as is possible. Critical thinking can help identify relevant issues to focus on.
Especially sensitive individuals may adopt a passive, defeated attitude if they view a situation as personal, pervasive, or permanent (see learned helplessness). Others may adopt an aggressive response. In an online forum lacking face-to-face contact, constructive criticism can be easily misinterpreted and online exchanges often spiral out of control, becoming flamewars. Effective interpersonal communication skills can be helpful to assess the recipient's frame of mind. During initial exchanges or when encountering defensive individuals, effective criticism calls for softer language and inclusion of positive comments. When the recipient strongly identifies with contentious areas (such as politics or religion), non-offensive criticism becomes challenging.
On the other hand, stronger language can sometimes break through a defensive shell. Further, many people (both as providers and even recipients of criticism) appreciate a blunt style. They see bluntness as honest and efficient while viewing softer approaches as manipulative, condescending, tedious, or confining. Often, such people view stronger exchanges as lively and engaging.
Adopting the most effective style of criticism should be tempered by the cultural context, the recipient's personality, and nature of the relationship between provider and recipient. To assess a situation, one should put out exploratory feelers and initially adopt a perceptive rather than judgmental attitude; conflict resolution skills can be helpful.
As a recipient of criticism, one can benefit by focusing on the constructive elements of the criticism and by attributing charitable interpretations to those who use strong language. By adopting an open attitude to criticism, one may achieve greater personal development and help uncover blind spots. Alternatively, such openness may be subjected to ridicule especially in a cynical or honor-based culture.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.