Forustu á heimsmeistaramóti haldið þrátt fyrir erfiðan dag

Í dag voru tefldar tvær umferðir, sú fyrri gegn Qatar U-16 og sú síðari gegn Qatar U-14. Fyrri viðureignin gekk betur en við áttum von á en sú síðari verr; þannig að þetta jafnaðist út.

Við gerðum 2-2 jafntefli við Qatar U-16. Patti og Palli sigruðu báðir af miklu af öryggi, en Jóhanna tapaði eftir byrjunarmistök, og Birkir Karl tapaði eftir að hafa byggt upp trausta stöðu, en síðan leikið af sér á viðkvæmu augnabliki þar sem hann gat unnið heilan mann af andstæðingnum, en yfirsást það. Birkir Karl rakst utan í kóng sinn sem féll; hann reisti hann strax við, en adnstæðingur hans krafðist þess að hann hreyfði manninn þar sem hann var snertur. Birkir Karl mótmælti hástöfum og skákdómarar komust að þeirri niðurstöðu að krafan var ósanngjörn þar sem Birkir hafði aðeins rekist utan í manninn. Má segja að þetta hafi verið hluti af sálfræðihernaði Qatar gegn Íslendingum; sem leggjast ekki það lágt að stunda skotgrafarhernað, heldur gera einfaldlega sitt allra besta.

Kl. 15:00 byrjaði svo seinni umferðin kl. 15:00, en þá var hitinn orðinn nánast óbærilegur fyrir börnin; þau gátu varla setið kyrr vegna hita; drukku mikið vatn, og reyndu að sigrast á aðstæðum. Það var erfitt. Þau töpuðu sinni fyrstu viðureign í mótinu gegn U-14 sveit, 2.5-1.5 gegn Qatar U-14. Gummi, Palli og Patti gerðu allir jafntefli, en Jóhanna tapaði eftir slæma afleiki í mjög vænlegri stöðu.

Þrátt fyrir okkar fyrsta tap erum við með 4 vinninga forystu, og aðeins 2 umferðir eftir (8 mögulegir vinningar). Þannig að spennan er gífurleg, og ljóst að mikilvægt er að geta brosað og hlegið almennilega fyrir 8. og næststíðustu umferð.

9 umferða kappskákmót án hvíldardags er mikil þolraun. Nú vonar maður bara að þau haldi út síðustu tvær umferðir. 

8. umferð er kl. 13:00 að íslenskum tíma á morgun; og mun ég senda inn fréttir eins fljótt og ég get þegar þeirri umferð er lokið.

Baráttukveðjur velkomnar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

sendi þvílíkar baráttukveðjur að heiman. krakkarnir eru að standa sig frábærlega miðað við þær aðstæður sem þú lýsir. bara ótrúlega vel. nú reynir á úthaldið og sálrænan styrk. sendi mína bestu strauma. arnar

arnar valgeirsson, 16.7.2007 kl. 21:35

2 Smámynd: Snorri Bergz

Sælir!

Baráttukveðjur héðan úr Reykjavíkinni. Koma svo krakkar! Þú stendur þig vel Hrannar.

Kv Snorri

Snorri Bergz, 16.7.2007 kl. 21:51

3 identicon

Hæ Hrannar.

Fràbært hjà þér og þínum.Við erum komin til Noregs núna, og verðum áfram í fríi. Jeg reyni að filgjast með áframhaldinu. Gangi ykkur vel, baráttu kveðjur frá Noregi. Áfram Ísland.......

Gudmundur Sigmarsson (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 22:30

4 identicon

Sæll Hrannar.

Sendi ykkur bestu baráttukveðjur hérna að heiman.  Passið upp hvíld og næringu, það þarf líka að vera í lagi, þó lokaspretturinn reyni virkilega á sálrænan styrk.

Atli Þór Þorvaldsson (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 00:06

5 identicon

Þið eruð öll snillingar!!!

Steini Briem (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 02:35

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir kveðjurnar!

Börnin fá að sofa út í dag. Við höfum einmitt passað mjög vel upp á næringuna. Maturinn í Tékklandi er fyrsta flokks. Við förum út að borða á hverjum degi og legg mikla áherslu á að börnin borði mat með góðri næringu. Eitt barnanna fékk sér Margaríta pizzu einn daginn, þrátt fyrir viðvaranir mínar um að slíkt hafi enga næringu; en sá hinn sami fékk magaverki um nóttina. Eftir það hafa allir passað sig mjög á því að fá góðan mat. Samt leynast hætturnar víða - ég hef tekið eftir að einbeiting þeirra skerðist töluvert ef drukkið er gos, Powerade eða ís-te. Vatn virðist vera eini almennilegi drykkurinn sem hefur langvarandi góð áhrif. Ég ákvað að gefa þeim frí frá stúderingum í morgun þar sem þreytumerki eru komin í ljós. Það er mikill hugur í þeim. Þau hafa rætt um að fara í vatnsrennibrautagarð sem er hérna í  borginni, mjög stóran og spennandi; en ákváðu að sleppa öllu slíku þar til mótinu er lokið.

Hrannar Baldursson, 17.7.2007 kl. 05:59

7 identicon

Baráttukveðjur héðan. Þrælskemmtileg og spennandi lesning frá Tékklandi.

 Gangi ykkur vel.

Jens Ívar (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 09:06

8 identicon

Stórkostlegur árangur. Baráttukveðjur til krakkanna.

Hafsteinn Karlsson (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 09:08

9 identicon

Salaskóli enn og aftur að slá í gegn. Hrannar þið standið ykkur alveg frábærlega. Segðu krökkunum að hér heima eru allir á tánum yfir þessum glæsta árangri. Hér naga ég neglurnar og krosslegg puttana þannig að ég get ekki pikkað meira en hugsa því sterkar til ykkar.

Kær kveðja Tómas Rasmus.

Tómas Rasmus (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 09:14

10 Smámynd: Gunnar Björnsson

Sendi baráttukveðjur til Tékklands.  Gangi ykkur vel í lokaumferðunum tveimur!

Kveðja,
Gunnar

Gunnar Björnsson, 17.7.2007 kl. 09:17

11 identicon

Sæl skakfolk ur Salaskola plus Hrannar.Gangi ykkur allt i haginn a lokasprettinum.Titill væri velþeginn.Kveðjur fra bæjarskrifstofunum Gunnar I.Birgisson.

Gunnar I.Birgisson (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 12:18

12 identicon

Gangi ykkur allt í haginn! útlit fyrir erfiða umferð í dag.

 Fara ekki að koma úrslit úr umferð dagsins!!!?

Páll Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband