Sá einmitt 'Stranger Than Fiction' í leikstjórn Marc Forster í dag!

StrangerThanFiction

Ég sá einmitt Stranger Than Fiction í dag með nemendum mínum. Hún er stórskemmtilega skrifuð, og vel leikstýrt af Marc Forster. Hann hugsar meira um karakter en hasar, sem ég held að geti gert Bond enn betri. Ég mæli eindregið með þessari mynd, sem er ekki gamanmynd þrátt fyrir að Will Ferrell leiki aðalhlutverkið, hún er meira drama og fantasía.

Nemendur mínir skrifuðu niður fullt af spurningum eftir að hafa séð Stranger Than Fiction í morgun, þær má sjá með því að smella hérna


mbl.is Marc Forster mun leikstýra næstu Bond-mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég sá hana á mánudagskvöldið og var stórhrifin. Skemmtilegt handrit og frábærlega vel leikin.

Steingerður Steinarsdóttir, 21.6.2007 kl. 23:15

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég var ekki mjög hrifinn, man ekki af hverju. Trúlega truflaði það mig að sagan hökti á stöku stað svo skein í grindina.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 23.6.2007 kl. 07:18

3 Smámynd: Karl Tómasson

Takk fyrir að gerast bloggvinur minn kæri.

Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 23.6.2007 kl. 20:48

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ekki málið, Karl. Því fleiri því skemmtilegra.

Sigurgeir Orri: Ég er sammála þér að sagan höktir svolítið, en aftur á móti svínvirkaði myndin sem stökkpallur inn í heimspekilegar samræður.

Steingerður: Gaman að þér skuli hafa líkað myndin.  

Hrannar Baldursson, 24.6.2007 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband