Af hverju heldur fólk fast í ranghugmyndir?

DALL·E 2023-12-08 09.14.07 - A grand and realistic image of a cowboy in a setting that reflects the theme of clinging to misconceptions. The cowboy, representing an individual hol

Öllum finnst okkur óþægilegt að hafa ósamræmi í heimsmynd okkar, þegar eitthvað virðist ekki passa. Við vitum að eitthvað er ekki alveg í lagi, en áttum okkur ekki fyllilega á hvað það er.

Fólk fer ólíkar leiðir til að fylla upp í þetta gap sem ósamræmið skapar. Annað hvort verður leiðin sem fólkið velur vel heppnuð eða ekki. Önnur leiðin gefur manni nóg verkfæri til að við getum áttað okkur á af hverju þetta gap er til staðar, en hin leiðin fyllir upp í gapið með því að festa skoðun eða trú sem útskýrir ósamræmið út frá einu ákveðnu sjónarhorni.

Fyrri leiðin tengist gagnrýnni hugsun og námi, en sú síðari tengist meira því sem mætti kalla almenn viðhorf og trúarbrögð.

Eitt sem gerist þegar fólk beitir þessum ólíku aðferðum til að átta sig á heimum, þá myndast gap milli þeirra, því forsendur og viðmið fyrir þekkingu og skilningi þeirra er ólíkur.

Við getum séð þetta gerast í börnum. Þau trúa alls konar hlutum sem eru í þeirra augum raunverulegir, en fullorðnum þætti sjálfsagt kjánalegt að trúa. Eitt dæmi er að sum börn halda að það eitt að fela sig undir sæng geti verndað þau undan skrímslum og illum öndum, sama þó að foreldrar setjist hjá þeim og reyni að sannfæra þau um að skrímsli og illir andar séu ekki til, og ef þau væru til, þá stafaði þeim engin ógn af þeim, þá halda þau ennþá fast í það öryggi sem sængin gefur þeim. 

Annað dæmi er þegar einstaklingur ákveður að halda með einhverju íþróttafélagi. Þó að félagið sé illa rekið og því gengur illa að ná árangri, þá finnur einstaklingurinn ákveðið verðmæti í því að halda með þessu félagi. Það er eins og skoðunin sjálf innihaldi verðmæti sem veruleikinn hefur engin áhrif á.

Á svipaðan hátt og af svipuðum ástæðum halda margir í fordóma sína og ranghugmyndir um heiminn og samfélagið. Þau hafa ákveðið að heimurinn sé á einhvern ákveðinn hátt, og hafa safnað að mér misjafnlega áreiðanlegum upplýsingum og hugsa misjafnlega vel um rökin, en festa sig við eitthvað sjónarhorn sem þeim líkar, og það verður sjónarhornið sama hvað gerist. 

Ef eitthvað gerist sem fellur ekki inn í sjónarhornið, þá er alltaf hægt að finna réttlætingu á þeim upplýsingum þannig að þau passi, í stað þess að voga sér að endurmeta hvort fyrri hugmyndir séu góðar og gildar. Ef hópur er til staðar sem heldur í þessa ákveðnu leið til að sjá heiminn, mun hann leitast til að finna upplýsingar sem henta sjónarmiðinu og hafna þeim sem henta því ekki.

Þannig eru samsæriskenningar og fordómar eins og ákvarðanir sem einhvern tíma hafa verið teknar, og sama hvað veruleikinn lætur í ljós, þá mun ekkert nokkurn tíma verða nóg til að breyta þeim, því það eina sem getur breytt okkar hugarfari, er okkar eigin vilji og áhugi til að læra og átta okkur betur á hvernig heimurinn er í raun og veru.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Hvar er þín rétta sýn á "RÉTTU TRÚAR-MIÐJUNA?".

Þar sem að þú ert væntanlega kristinn íslendingur

er það þá ekki "RÖNG HUGMYND"

að halda stöðugt á lofti amerískum kúrekum

í öllum þínum pistlum?

Dominus Sanctus., 8.12.2023 kl. 09:08

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þessir ákveðnu kúrekar eru heimsborgarakúrekar.

Hrannar Baldursson, 8.12.2023 kl. 09:32

3 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Hvaða heims kúrekar eru þetta?

Flestir vilja halda í ranga mynd af því hvernig heimurinn er, þótt þeir viti betur innst inni.

Þeir telja að Sannleikurinn sé þeim of þungbær.

Í Kvikmyndinni MATRIX er reynt að taka á þessu.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 8.12.2023 kl. 11:39

4 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Þetta eru kósmópólískir kúrekarsmile Góð athugasemd frá Guðmundi Erni varðandi The Matrix. Myndin er útfærsla á líkingu Platóns um fangana í hellinum. 

Wilhelm Emilsson, 9.12.2023 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband