Allt það litla sem við gerum telur: hvernig við breytum heiminum

DALL·E 2023-12-05 10.37.34 - A grand, detailed image of a cowboy in a vivid western setting, embodying themes of kindness, fairness, and positive community influence. The cowboy i

Við getum ekki ákveðið hvernig aðrir koma fram við okkur, en við getum ákveðið hvernig við sjálf komum fram við annað fólk. Að velja það að hegða okkur í samræmi við það hvernig við skiljum hið góða og réttlætið, tryggir að við vinnum ekki öðrum skaða, að við myndum góð sambönd frekar en stuðlum að því að slíta þeim. Við þurfum reyndar að læra þá lexíu að þegar aðrir koma illa fram við okkur, þá er það eina sem við getum gert er að forðast þessa sömu manneskju í framtíðinni, og vinna frekar að því að gera skemmtilega hluti með þeim sem deila sömu gildum.

Þannig verða sum sambönd stöðugt traustari, og önnur rofna. Þegar við sjálf högum okkur í samræmi við heilindi og sanngirni getur það haft áhrif ekki aðeins á okkar nánustu ættingja og vini, heldur getur slík hegðun haft góð áhrif á þetta fólk og þannig haft áhrif á fólkið sem þau umgangast.

Við þurfum stundum að spyrja okkur, hvernig heim viljum við búa til fyrir sjálf okkur og okkar nánustu? Eigum við að forðast illkvittni og sprell sem særir, eða gerir slík hegðun eitthvað gagn, eða ættum við að sýna fólkinu í kringum okkur nærgætni og hlýju? 

Hvernig getum við fundið jafnvægi þannig að nærgætni og hlýja kaffæri fólk ekki í einhvers konar væmnibómul? Má ekki hafa húmor og grínast? Hvernig getum við lifað lífinu skemmtilega ef við þurfum alltaf að velta fyrir okkur að særa ekki einhvern? Allt eru þetta spurningar sem ekkert eitt svar er til við, en snýst að samvisku og sköpunargáfu okkar allra.

Vandasamt getur verið að vera ungur foreldri því allt sem við gerum í því hlutverki er litið lotningaraugum af þeim börnum sem við berum ábyrgð á. Börnin læra eigin hegðun á okkar hegðun. Ef við stríðum okkar börnum, þá munu þau stríða öðrum. Ef við sýnum þeim sanngirni, munu þau sýna öðrum sanngirni. Ef við refsum þeim með einhverjum hætti, þá munu þau refsa öðrum með einhverjum hætti. Ef við erum rausnarleg gagnvart þeim, verða þau rausnarleg gagnvart öðrum. Ef við hunsum börn okkar munu þau hunsa aðra með einhverjum hætti. Öll okkar hegðun við börn okkar munu endurspeglast inn í samfélagið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Hérna er rétta LEIÐARLJÓSIÐ til "GUÐS": 

https://contact.blog.is/blog/vonin/category/2293/

Dominus Sanctus., 5.12.2023 kl. 10:14

2 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Gata réttlátra er eins og bjartur árdagsljómi, því bjartari sem nær líður hádegi. Vegur ranglátra er eins og niðamyrkur, þeir vita ekki um hvað þeir hrasa.

Sonur minn, gefðu gaum að máli mínu, hneigðu eyra þitt að orðum mínum. Láttu þau ekki víkja frá augum þínum, varðveittu þau innst í hjarta þínu því að þau eru líf þeim sem hljóta þau og lækning öllum líkama þeirra.

Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því að þar eru uppsprettur lífsins. (Orðskv. 4:18-23).

Guðmundur Örn Ragnarsson, 5.12.2023 kl. 13:58

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

 Guðmundur: einstaklega vel orðað.

Hrannar Baldursson, 5.12.2023 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband