Hvaða gagn gerir samviskan?

DALL·E 2023-11-29 16.59.13 - A brave cowboy in a dramatic landscape, engaged in a symbolic battle with a dragon, representing the struggle with conscience. The cowboy, a figure of

Ég veit að ég hef samvisku, einhvers konar siðferðilegan áttavita sem hjálpar mér að átta mig á hvað er gott og hvað er vont að gera. Samviskan lætur mig vita ef ég ætla að gera eitthvað sem er ekki alveg nógu gott, en virðist vera hlutlaus þegar kemur að því að gera eitthvað rétt.

Oft undra ég mig á fólki sem getur logið, stolið og svikið; án þess að það virðist plagað af samviskubiti. Ég skil ekki hvernig slíkt fólk getur sofið vel gegnum nóttina eða fundið gleði í eigin lífi. Satt best að segja held ég að slíkt líf sé ekki þess virði að lifa því, í það minnsta gæti ég ekki lifað slíku lífi.

Samviskan hjálpar okkur að átta okkur á dyggðum eins og visku, hugrekki, réttlæti og hófsemi, og haga okkur í samræmi við siðferðilega áttavitann okkar. Ef við ræktum þessa samvisku hjálpar hún okkur að skilja af hverju við gerum það sem við gerum og hvernig hegðun okkar hefur áhrif á annað fólk, þetta hjálpar okkur að rækta og þroska sjálf okkur sem einstaklinga.

Ef við höfum hreina samvisku vinnum við að innri ró og tilfinningalegri vegferð okkar. Ef við áttum okkur á því að hegðun eins og lygar, þjófnaður og blekkingar trufla ekki aðeins þá sem við ræðum við, heldur sest þessi hegðun um í huga okkar og sál eins og dreki sem situr á gulli, og gefur okkur ekki tækifæri til að breyta hegðun okkar til hins betra.

Þegar við höfum hreina samvisku og fylgjum siðferðilega áttavitanum þá styðjum við einnig samfélag okkar. Samfélag sem getur byggst á trausti og sameiginlegri leit að betri heimi hlýtur að vera betra en samfélag þar sem fólk hlýðir ekki eigin samvisku.

Samviskan er grundvöllur laga og réttar; án hennar getum við ekki sett saman góð lög og reglur, sem geta verið virt í aldanna rás. Samviskan er undirstaða ábyrgðartilfinningar, þess að við berum ábyrgð á gerðum okkar. Hún hjálpar okkur að skilja okkar eigin mistök og leiðrétta þau.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Örn Ragnarsson

Ég er sammála þér Hrannar.

Samviska er auðvitað viska með einhverjum. Þessi einhver er Guð.

Þeir sem eru tengdir Guði skapara sínum hafa samvisku og fá samviskubit þegar þeir syndga gegn sáttmálanum sem þeir eiga með Guði. Þeir gera því iðrun, hinir ekki.

Guðmundur Örn Ragnarsson, 29.11.2023 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband