Það sem skiptir mál: veraldleg og andleg gæði

DALL·E 2023-11-20 21.50.54 - A cowboy and his friend riding in a jeep through a landscape filled with old lava rocks. In the background, smoke is rising from the ground, indicatin

Í gær bauðst systir mín, stjúpsonur og vinur minn til að fara með að húsi mínu sem statt er ofan á hraunfljóti sem flæðir beint undir húsinu. Ég var snortinn af því að þau buðu mér, en þáði boðið frá vini mínum, en hann á stóran bíl sem gat ferjað heilmikið af mínu lítilfjörlega dóti, sem ég túlka ennþá sem verðmæti, þó að vissulega gæti ég lifað lífinu án þess að eiga allt það sem ég vil bjarga.

Umfram allt er ég þakklátur fyrir að eiga svona góða að sem vilja gefa mér af verðmætum tíma sínum til að bjarga hlutunum mínum, og ég áttaði mig á því þegar við sátum í bíl björgunarsveitar í gær með hjálma á hnjánum hvað þessi vinátta er miklu verðmætari en nokkur bók, dekk, matur eða veraldleg auðæfi sem hvíla í húsinu mínu. 

Við sækjumst eftir alls konar hlutum. Meiri peningum, flottari bíl, stærra húsi, glansandi leikföngum, nýjustu tækjunum, frægð á samfélagsmiðlum, að aðrir hlægi að bröndurunum okkar, að öðrum líki við það sem við gerum, að öðrum líki við það sem við erum. Samt ef þú pælir aðeins í því skiptir ekkert af þessu máli, svona í stóra samhenginu.

Ef þú tapar öllu því veraldlega sem minnst var á hér að ofan hefur ekki tapað neinu, ekki nema þú ákveðir að þú viljir halda öllum þessum hlutum. Stundum viljum við halda í og eiga hluti sem skipta engu máli, og gleymum því sem skiptir virkilega máli.

Það er eitthvað við vináttu sem er varanlegt, hún er andleg og getur lifað áfram óháð tíma og rúmi og þó að vitnisburðurinn um hana lifi aðeins og deyi svo lengi sem við lifum, þá er hún verðmæti sem við förum með alla leið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband