Um það sem við höfum og það sem við höfum ekki

Image

Sum okkar þráum sífellt meira og sum okkar viljum aðeins það sem við þegar höfum. Að þrá sífellt meira má tengja við græðgi og samkeppni, en að vilja það sem við höfum má tengja við sátt og þakklæti. Að þrá sífellt meira er tengt við efnisleg gæði en að þrá það sem við höfum er tengt við andleg og siðferðileg gæði. Stundum er þrá eftir því sem við höfum ekki kallað metnaður og þrá eftir því sem við höfum ekki kallað metnaðarleysi.

Efnisleg gæði eru takmörkuð, þar erum við að tala um peninga, völd og fallega hluti, en andleg og siðferðileg gæði eru ótakmörkuð, en þar erum við að tala um dygðir, góðan vilja, hugrekki, seiglu og margt sambærilegt.

Sum okkar halda kannski að tilgangur lífsins tengist því að sækjast eftir efnislegum gæðum. Sem reyndar er ósköp tilgangslaust í sjálfu sér því þegar við föllum frá munum við ekki halda þeim gæðum.

En hvað um andlegu og siðferðilegu gæðin, verður eitthvað eftir af þeim þegar við höfum fallið frá? Er einhver tilgangur með þeim? Hvað skilur kennsla eftir, skáldsaga eða ritgerð, það eru andleg gæði. Og hvað um góðmennskuna, að hjálpa fólki í neyð, að gera það sem er rétt, mun það skila sér útfyrir líf og dauða?

Efnislegu gæðin eru eitthvað sem virka fyrir okkur hér og nú, en andlegu og siðferðilegu gæðin virðast alltaf eiga við, og eru ekkert endilega tengd einni manneskju, heldur heild okkar, samfélaginu, jafnvel mannkyninu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Þetta er mjög góða GUÐSSPEKILEG hugleiðing:

= Hvað er gott að vita og kunna, eða geta gert þegar að vkð göngum inn í himnaríkið?

Hérna er góð GUÐSPEKILEG saga sem að einhver mætti þýða yfir á íslensku fyrir almenning:

https://www.youtube.com/watch?v=8zGtwHOeob0

Dominus Sanctus., 11.10.2023 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband