Um fyrirmyndina þig

Image

Stundum finnst okkur við sjálf vera miðja alheimsins, að augu allra beinist að okkur, að hegðun okkar, hverju við segjum, ákvörðunum okkar; að einhver sé alltaf að dæma okkur. Það er að hluta til statt, en að mestu ósatt.

Það er frekar ólíklegt að einhver utanaðkomandi fylgist stöðugt með okkur, því að við séum að haga okkur eins og við ættum að haga okkur, segja það sem við ættum að segja, ákveða það sem við ættum að ákveða. Reyndar fylgjast stór kerfi með okkur frekar en manneskjur, kerfi eins og Facebook, TikTok, Google, Snapchat og þar fram eftir götunum, og upplýsingar um okkar eru notuð til að selja auglýsingar og vita aðeins meira um tíðarandann á okkar svæði í heiminum. 

Talað er um þessar upplýsingar sem hið nýja gull, að þeir sem stjórni upplýsingunum geti stjórnað heiminum. Það kannast flestir við hvernig Cambridge Analytica notaði upplýsingar frá Facebook Like hnappinum til að hjálpa stjórnmálamönnum að vinna kosningar í Bretlandi og Bandaríkjunum, þar sem menn eins og Boris Johnson og Donald Trump komust til valda, og sjálfsagt hafa þessi tæki verið notuð víðar, hugsanlega á Íslandi líka. (Wikipedia, 2023) 

En það er sama hvort það sé satt að einhver utanaðkomandi sé sífellt að fylgjast með okkur, þá skiptir það svo litlu máli í samanburði við þá einu manneskju sem skiptir allra mestu máli, mann sjálfan. 

Hefur þú velt fyrir þér hversu mikilvægt er fyrir þig að vera góð fyrirmynd fyrir þig? Málið er að þú ert alltaf að fylgjast með því sem þú gerir, því sem þú hugsar, það sem þú ákveður. Enginn þekkir þig betur. 

Ef þú hugsar, gerir eða ákveður eitthvað rangt, þá ert það þú sem áttar þig á því fyrst og fremst. Og frekar en að hafna því að hafa gert einhver mistök, þá þarftu að viðurkenna það fyrir sjálfum þér, viljir þú læra af þeim, og gera þig að betri manneskju.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Ég tel t.d. að ÍSLENSKIR SKÁTAR  séu beetri FYRIRMYNDIR heldur en amerískir kúrekar: 

https://contact.blog.is/blog/vonin/category/370/

Dominus Sanctus., 10.10.2023 kl. 12:32

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Fer það ekki eftir því hver kúrekinn er og hver skátinn er?

Hrannar Baldursson, 10.10.2023 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband