Um hið góða og illa

Show a good cowboy reflecting on all the evils and good of the universe. Photorealism.

Við getum verið dugleg að fordæma hluti og manneskjur sem hafa ekkert með okkur að gera. Einhver er með lélegan fatasmekk, einhver tekur fáránlegar ákvarðanir, einhver annar fíkill, annar glæpamaður, hinn lygari, og annað verra. Við getum í huga okkar ákveðið að það sem þetta fólk hefur gert sé illt, en það sem sú ákvörðun þýðir, er að við munum sjálf forðast að taka slíkar ákvarðanir eða hegða okkur með slíkum hætti. Ekkert annað og ekkert meira.

Þegar við reiðumst annarri manneskju fyrir að gera eitthvað sem við teljum illt, þá ættu einu áhrifin að vera þau að við ákveðum að haga okkur ekki með sama hætti. Rétt eins og þegar einhver hefur gert eitthvað virkilega gott, þá getum við notað tækifærið og æft okkur að haga okkur með svipuðum hætti. 

Í gangi hafa verið upphróp um hinsegin mál sem hluti af fræðslu í skólum. Ég forðast að taka þátt í slíkum upphrópunum, því ég held að upphrópunin sem slík skili hvorki sjálfum mér né samfélaginu neinu góðu. Síðan les ég grein eftir Dr. Davíð Þór Björgvinsson, prófessor, Hinseginfræðsla og baráttan um barnsálina, og þarna sé ég grein sem ég get tekið mér til fyrirmyndar. Það má læra ýmislegt af henni. Í stað þess að hrópa og væla, veltir hann fyrir sér hliðum málsins út frá lagalegu og siðferðilegu samhengi, en kjarninn í greininni fjallar ekki um hans skoðun eða hvað okkur ætti að finnast um þetta mál, heldur atriði í Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem segir “að tillit sé tekið til trúar- og heimspekilegrar sannfæringar þeirra (foreldra - innskot HB) við skipulag og framkvæmd þessarar færslu. Kjarni málsins er sá að ef fræðsla býðst börnum sem stríðir gegn siðferðiskennd eða trú foreldris, þá er slík fræðsla ekki réttmæt. 

Það sem ég tek hins vegar með mér, er hversu gott er að rökræða málin heldur en að bera tilfinningar sínar á torg, og það er eitthvað sem ég tek til mín sjálfur. Ég vil frekar vanda mig þegar ég skrifa um vandasama hluti en að segja bara hvað mér finnst, það er meira upplýsandi og fróðlegt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Ég tek undir þessa skoðun þína: 

"Kjarni málsins er sá að ef fræðsla býðst börnum sem stríðir gegn siðferðiskennd eða trú foreldris, þá er slík fræðsla ekki réttmæt". 

Það eru bara 2 kyn og óþarfi að vera að flækja málin

með einhversonar hinsegin fræðslu.

Dominus Sanctus., 6.10.2023 kl. 08:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband