Um fangelsi hugans

 Show a cowboy locked inside a prison of his own stubborn mind. Photorealism.

Vandamálið með þrjósku er að hún lokar úti nýjar hugmyndir og upplýsingar, sem virkar þannig eins og manneskja sem hefur lent í fangelsi og þarf að dúsa þar, en þrjósan er ennþá meiri harmleikur, því það er manneskjan sjálf sem dæmir sig í fangelsi, stingur sér inn, er eigin fangavörður og er vís til að gleyma lyklunum til dauðadags.

Það er stundum talað um að heimska sé ólæknandi sjúkdómur. Helsti eiginleiki heimsku er þrjóska. Hugsanlega er þrjóska einnig sjúkdómur, en varla ólæknandi, því við höfum í hendi okkar að geta lært nýja hluti, hlustað á annað fólk, meðtekið nýjar upplýsingar, áttað okkur á að heimurinn er kannski ekki nákvæmlega það sem við höldum að hann sé, og þannig leyft okkur að stækka okkar eigin vitund um heiminn. 

Eftir því sem við skoðum heiminn betur, förum lengra og leyfum okkur að upplifa hvernig hann er og getur verið, þá sjáum við að hann er með einhverjum hætti öðruvísi en við ímynduðum okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Þetta er nefnilega það sem að margir átta sig ekki á, 

varðandi stríð framtíðarinnar.

SÁLFRÆÐIHERNAÐUR er notður í gegnum fjölmiðla til að FORHEIMSKA  þjóðir og gera þær að aumingjum og hálfvitum innanfrá án þess að fólkið átti sig á því sjálft.

Þetta er kallað að heimsbyggðin sé "FÖST Í MATRIX":

Sjá mínútu 18:00: 

https://contact.blog.is/blog/contact/entry/2293761/

Dominus Sanctus., 5.10.2023 kl. 09:13

2 Smámynd: Dominus Sanctus.

Hérna er dæmi um slíka FORHEIMSKUN: 

https://www.facebook.com/watch/?v=2054119394883708

Dominus Sanctus., 5.10.2023 kl. 09:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband