Um þrjósku og stöðnun

 Show a stubborn cowboy head to head with a bull. Photorealism.

Hver þekkir ekki þrjósku týpuna, einhvern sem hefur tekið ákvörðun og stendur síðan við hana sama hvað, nema kannski þegar það hentar honum ekki prívat og persónulega? Ég vil halda því fram að á meðan þrjóska getur gefið okkur ákveðinn skýrleika, því hún einfaldar heiminn og takmarkar hann við okkar eigin ákvarðanir, þá er hún í eðli sínu afar óskynsamleg leið til að lifa lífinu.

Málið er að ef þú tekur ákvörðun sem þú ætlar alltaf að standa við þarftu að vera viss um að hún byggi á réttum upplýsingum og að niðurstaða þín út frá þessum upplýsingum sé ekki aðeins rétt í dag, heldur einnig um ókomna tíð.

Þrjóskan er afar almennt fyrirbæri, og sjálfsagt helsta ástæðan fyrir því að framfarir mannkyns taka afar langan tíma, því þegar spurt er um réttmæti þrjóskra ákvarðana, þá verður þeim ekki haggað fyrr en þrjóska manneskjan er fallin frá eða hefur misst völd sín. 

Það segir sig sjálft að eftir því sem þrjóska manneskjan hefur meiri völd í samfélaginu, því meira mun hún halda aftur af æskilegum breytingum, þróun og nýjum leiðum. Hún er fulltrúi stöðnunar, að heimurinn skuli vera í samræmi við hennar eigin heimsmynd, frekar en að þróast í eitthvað nýtt sem gæti verið erfitt að stjórna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband