Um manneskjur og hluti

May be an image of 2 people

 

Þegar við flokkum manneskjur, þá erum við að merkja þær eins og hluti. Þegar við merkjum fólk eftir litarhætti, trúarbrögðum, þjóðfélagsstöðu, eða hverju sem er; þá erum við ekki að koma fram við viðkomandi eins og manneskju, heldur eins og viðkomandi sé ekkert annað en hlutur eða tölustafur. 

Hlutir og tölustafir eru viljalaus og í eðli sínu gagnleg fyrirbæri, en manneskja hefur eigin vilja, og er í eðli sínu sjálfstætt fyrirbæri sem gerir sjálfri sér gagn með einum eða öðrum hætti. 

Við þurfum að koma fram við aðrar manneskjur með virðingu, því sambandið við aðra manneskju er alltaf gagnkvæmt, það snýst bæði um að gefa og taka. Þegar kemur að hlutum, þá er ekkert að því að taka þá og nota. Þú þarft ekki samþykki þeirra. Ef þú kemur þannig fram við manneskju þá ertu kominn á hálan ís, því það er ekki á okkar færi að dæma aðrar manneskjur, því í eðli okkur er virði okkar allra jafnt, hvort sem við erum kóngar eða rónar, prinsessor eða dræsur. 

Komdu fram við fólk af virðingu, og gerðu þitt besta til að hvetja það til dáða. Komdu fram við manneskjuna í speglinum með sama hætti.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband