Um verðmæti ákvarðana okkar

Show a cowboy making a difficult decisions about which road to take. Photorealism.

 

Mark Twain sagði eitt sinn að "besta leiðin til að hressa þig við er að reyna að hressa við einhvern annan." (Dagbók Mark Twain, 1910). Einföld ákvörðun, en verðmæt. Það að hella ánægju yfir í heim annarrar manneskju fyllir kannski ekki vasa okkar af seðlum, en fyllir hjörtu okkar og gerir okkur að ríkum sálum.

E.B. White talaði einnig um þá ákvörðun sem fólst í að skrifa sögur með þessum hætti: "Ég vakna á morgnana ekki viss um hvort ég vilji bragða á heiminum eða bjarga honum. Þetta gerir það ansi erfitt að skipuleggja daginn." (Vitnað í dagbók White, af Israel Shenker, 1969). Kunnum við betur að meta augnablikin sem renna milli fingra okkar eins og sandur, eða viljum við frekar reyna að skrá viðveru okkar í gestabók heimsins?

Við tölum oft um verðmæti eins og þau séu öll efnisleg, endalausar runur af tölum sem fylla út dálka netbankans. Veltu þessu samt aðeins fyrir þér, ákvarðanir okkar, bæði þær minnstu og þær stærstu gera okkur að því sem við verðum og örlög okkar felast í þeim meira en nokkru öðru. Í dag verslaði ég á kassa í Nettó og ungi maðurinn við kassann sagði brosandi: "Eigðu góðan dag." Og ég svaraði honum: "Góðan dag sömuleiðis. Og veistu, að með þessu viðhorfi þínu og hegðun ertu að bæta heiminn?" Hann svaraði: "Já, ég veit það." Þetta augnablik var mér verðmætt, er það enn, og með þessu bloggi vil ég negla það í þjóðarsálina.

Í heimi þar sem sífellt er staglast á því að ekkert sé ókeypis, þá eru samt verðmætustu hlutirnir algjörlega ókeypis, hlutir eins og velvild, samúð og samkennd. Ég man eftir að hafa séð á vegg MacDonalds á Akerbryggju í Osló ansi góða setningu, undir verðlistanum yfir höfði starfsfólksins. "Bros eru ókeypis."

Ákvarðanir okkar eru svolítið eins og sérhver lykkja í prjóni. Ef meistari prjónar, þá verður kannski úr gullfalleg peysa, en ef einhver sem lítið þekkir til verka prjónar, þá verður kannski útkoman ekkert svo merkileg. 

Munum að hin raunverulegu auðævi felast í þeim ákvörðunum sem við tökum sem tengjast því að lyfta sjálfum okkur og í leiðinni heiminum upp á aðeins hærra plan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dominus Sanctus.

Jarðarbúarnir hafa t.d. frjálst val um þá ÁKVÖRÐUN 

hvort að þeir vilji meðtaka SKILABOÐ FRÁ GESTUM

 Í ÖÐRUM STJÖRNUKERFUM

sem að eru að reyna að ná sambandi við okkur

í gegnum KORN-MUNSTRIN

sem að hafa verið birtast út um allan heim:

https://contact.blog.is/blog/contact/entry/2293286/

Eða hvort að þeir ætla bara að prjóna peysur

án þess að gera neitt í málinu.

Dominus Sanctus., 19.9.2023 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband