Um að meta rétt og rangt

Show a huge scale measuring fish. A cowboy watches the process. Photorealism.

Persónulegar skoðanir eru eins og breytingar á veðurfari frá degi til dags. Engar tvær manneskjur halda nákvæmlega sömu skoðun og þar að auki getur ein manneskja skipt um skoðun hvenær sem er. 

Það sem getur talist æðra skoðunum eru meginreglur. Til dæmis ef við ætlum að kaupa 100 grömm af harðfiski þá kaupum við ekki poka sem lítur út fyrir að vera um það bil 100 grömm af þyngd, heldur ætlumst við til að hann hafi verið mældur og veginn á staðlaðan hátt, þannig að við fáum nákvæmlega þá þyngd af harðfiski sem við viljum fá. 

Það sama á við um réttlætið. Við höfum sett okkur ákveðna mælikvarða um hvað er rétt og hvað rangt, þessir mælikvarðar eru skrifaðir niður og kallast lög, og innan hverrar þjóðar er stjórnarskráin æðst þessara laga, og síðan eru til alþjóðalög sem geta verið æðri stjórnarskrám ólíkra landa.

Einnig eru til óskrifaðir mælikvarðar, sem við köllum siðferði; sem geta verið byggð á persónulegum skoðunum eða vandlegum rannsóknum. Ef mælikvarðarnir um rétt og rangt eru byggðir á persónulegum skoðunum, þá erum við líkleg til að skapa ólög, viðmið um réttlæti sem er í eðli sínu rangt; en ef við byggjum þau á vandlegum rannsóknum, þá ættu lögin að vera réttlát.

Samt þurfum við alltaf að gera ráð fyrir því að það sem einu sinni þótti rétt, jafnvel út frá ýtarlegum rannsóknum, getur verið rangt fyrir okkur í dag vegna breyttra aðstæðna. Og þá þarf hugsanlega að breyta lögum út frá þessum breytta mælikvarða. En þá vandast málið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband