Hvernig stöðvum við verbólguna?

Barist gegn drekanum

Eftir örstutta rannsókn með Open AI - Chat, sem stakk upp á að tvennt væri hægt að gera til að berjast við verðbólgu, annars vegar væri það að hækka stýrivexti, nokkuð sem Seðlabanki Íslands hefur nú gert 11 sinnum án þess að það sýni mikinn árangur. Hin leiðin sem gervigreindin stakk upp á varr að hámarka verð á vörum, það er setja neyðarlög þar sem til dæmis væri tímabundið bannað að hækka leiguverð, bankavexti, matreiðsluvörur, húsnæði, eða alls konar vörur og þjónustu sem eru of dýrar, þar til verðbólgumarkmiðinu hefur verið náð. Það er ekki góð leið.

Hvaða afleiðingar hefði það að banna hækkun á vöruverði almennt? Gervigreindin var spurð, og hennar svar að það myndi sjálfsagt skaða einhver fyrirtæki og minnka framboð á þeim vörum sem til staðar eru. En málið er að ef megin grundvöllurinn á bakvið verðbólguna er vöruskortur, þýðir það ekki að átak þurfi í að gera að framleiða þær vörur sem vantar? Ef það kostar svona mikið að flytja vörurnar inn til landsins, þyrftu landsmenn þá ekki að keppast um við að skapa fyrirtæki sem bjóða fram þessar vörur? Væri þetta tækifæri til að styðja nýsköpun enn frekar?

Af hverju ætti það ekki að vera mögulegt? Þyrftum við að greina hvaða erlendu vörur það eru sem hækka svona mikið vöruverðið hjá okkur? Við vitum að heimsmarkaðsverð á bensíni hefur hækkað mikið, en einnig álögur íslenskra stjórnvalda á þessari vörutegund.

Þýðir það að kannski væri réttasta leiðin að finna leiðir til að lækka gjöld og skatta á fólk tímabundið, kannski tímabundið?

Norðmenn stoppuðu vegaskatt í landi þeirra fyrir árið 2023 og hafa sett þak á húsnæðisleiguverð. Hollendingar hafa sett þak á húsnæðisleigu og lagt aukaskatt á þá sem eru að leigja út íbúðir sem þeir nota ekki sjálfir sem eigið heimili. Svo má lengi telja. Ríkisstjórnir víða um Evrópu hafa brugðist við ástandinu af skynsemi og festu, sem hefur dregið úr heimatilbúnni verðbólgu. 

Íslenska ríkisstjórnin hefur hins vegar brugðist. Það er ljóst. Hún hækkaði meira að segja álögur um áramótin í stað þess að setja þær á salt eins og hvert mannsbarn sér að þurfti að gera. Samt getur hún ennþá bætt úr ráði sínu, verið okkar Herkúles í þessum bardaga við skrímslið verðbólguna sem á okkur herjar, en það lítur í augnablikinu út fyrir að þar skorti samstöðu og vilja. Kannski er það vegna þess að alþingismenn og ráðherrar finna ekki fyrir ógninni á sama hátt og venjulegt fólk? Kannski hafa allir sem sitja á hinu háa alþingi lokið við að greiða sín lán og skulda ekkert lengur, enda með laun sem gera þeim fært að safna í sarpinn. Hver veit?

Það er ljóst að miklar áskoranir eru til staðar og nú er þörf á að lyfta Grettistaki til að vernda þá sem þurfa vernd. Rangt væri að flokka þá sem þurfa vernd eftir einhverjum eiginleikum sem þeir hafa, aldri, kyni, þjóðerni, eða jafnvel aðstæðum, heldur þarf að finna raunhæfar leiðir til að skera á verðbólgu og stýrivexti, ekki eftir einhverja mánuði eða ár, heldur strax í dag, áður en afleiðingarnar og skaðinn verða að óafturkræfum skaða.

Við ættum að beita kröftum okkar gegn þeim ógnum sem að okkur steðja. Sama þó að sumir séu í vari, þá er það skylda okkar sem samfélag að vernda alla þegnana jafnt. Annað er brjálæði.

 

Mynd: DALL-E 2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Open AI vill beita fasískum aðferðum til að berjst við verðbólgu.

Hefur ekkert hugmyndaflug.

Íslenska ríkið býr til verðbólgu, að þvi er virðist viljandi.  Af því má ráða að ef maður gerir bara þver-öfugt við það sem íslenska ríkið gerir, þá dregur úr verðbólgu.

Rökrétt.

En ef þú ert á þingi þarftu víst ekki að hafa neinar áhyggjur af peningum, svo það er engin hvati til þess að gera neitt rétt.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.3.2023 kl. 18:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband