Í gamladaga: The Amazing Spider-Man í Stjörnubíó

Ég ákvað að svara Kalla sem spurði um gömlu Spider-Man myndirnar í grein sinni Hvað varð um gömlu Spiderman myndirnar? Eftir frekar stutta leit komst ég að því og mér að óvörum var búið að framleiða mun meira af þessu efni en mig grunaði. Annars langar mig að benda á að teiknimyndasögurnar sem tengjast borgarastyrjöld ofurhetjanna hjá Marvel er sérstaklega skemmtileg lesning. Hægt er að sjá mynd af kápu sem tengist þessari stóru sögu, sem byggir á þeirri forsendu að skrásetja skuli alla sem hafa ofurkrafta til að stjórnvöld geti nýtt sér þessa krafta við verkefni sín. Helmingur ofurhetjanna styður frumvarpið og fær það verkefni að handsama þá sem eru á móti. Við það brýst út ofbeldisalda milli ofurhetjanna, og allt í einu eru góðu gaurarnir flokkaðir sem vondir aðeins vegna þess að þeir vilja halda nafni sínu leyndu.

AmazingSpiderMan01

Myndin sem sýnd var í Stjörnubíó var ein af þremur sjónvarpsmyndum um Spider-Man. Aðalhlutverkið lék Nicholas Hammond, en nánari upplýsingar um fyrstu myndina geturðu fundið hér á IMDB

 Myndirnar um Spider-Man voru eftirtaldar:

The Amazing Spider-Man (1977) (TV)

Spider-Man Strikes Back (1978) (TV)

Spider-Man: The Dragon's Challenge (1979) (TV)

AmazingSpiderMan04

Og svo voru framleiddir 13 þættir, en Stan Lee var mjög á móti því hvernig farið var með sköpun hans í þessum þáttum. Samt er ég viss um að þetta hljóti að hafa ákveðið skemmtigildi fyrir algjöra bíónörda. :)



"The Amazing Spider-Man" (13 episodes)
... aka Spiderman
  1. The Deadly Dust: Part 1 (5 April 1978) 
  2. The Deadly Dust: Part 2 (12 April 1978) 
  3. The Curse of Rava (19 April 1978) 
  4. Night of the Clones (26 April 1978) 
  5. Escort to Danger (3 May 1978) 
  6. The Captive Tower (5 September 1978) 
  7. A Matter of State (12 September 1978)  
  8. The Con Caper (25 November 1978) 
  9. The Kirkwood Haunting (30 December 1978) 
  10. Photo Finish (7 February 1979) 
  11. Wolfpack (21 February 1979)
  12. The Chinese Web: Part 2 (6 July 1979) 
  13. The Chinese Web: Part 1 (6 July 1979)
AmazingSpiderMan06

mbl.is Köngulóarmaðurinn enn á toppnum vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Millablog

Alghör snilld. Nostalgía beint í æð. Takk fyrir þetta Hrannar.Og nú langar mig að lesa um borgarastyrjöldina. Verð sennilega að skjóta þessari Millaplötu á frest sem ég á að vera að gera.

Kalli

Millablog, 13.5.2007 kl. 23:10

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Það má taka sér góðan tíma í að lesa þetta, en óþarfi að fresta Millunum; fáar hljómsveitir eru skemmtilegri á klakanum.

Hrannar Baldursson, 13.5.2007 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband