20 bestu bíólögin: 20. sæti, Old Time Rock and Roll - Risky Business (1983)

Ég hef gaman af að búa til lista. Það voru engar vísindalegar aðferðir notaðar af minni hálfu við að búa hann til. Aftur á móti studdist ég við AFI listann um 100 bestu lögin úr Hollywood kvikmyndum og valdi mér þau 20 sem mér finnst skemmtilegust. Svo leitaði ég að þeim á YouTube og ætla að láta myndband fylgja með öllum færslunum. Oftast gefa lögin viðkomandi kvikmynd aukið gildi, og stundum er jafnvel munað eftir kvikmyndinni fyrir það eitt að viðkomandi lag var í henni.

Jæja, látum þetta flakka. Ég stefni á að klára þetta á 20 dögum. Eitt lag á dag, þar til kemur að númer eitt. Gaman væri að fá athugasemdir um valið og uppástungur sem mér hefur ekki dottið í hug að setja þarna inn.

Svona listi hefur takmarkað gildi, aðallega skemmtigildi fyrir þann sem býr hann til, og bara gaman ef fleiri geta notið hans. 

20. sæti: Old Time Rock and Roll  úr Risky Business, 1983

Tom Cruise leikur ungling sem er alveg að fara yfirum í hormónadeildinni.

 Góða skemmtun!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hola.

Ánægður með listann, þó svo hann fari ekkert of vel af stað

Misjafn smekkur manna eins og þú veist. Ég smelli inn mínu 20asta sæti í comment hjá þér.

http://www.youtube.com/watch?v=PVb2xZn2gqY

Howard the Duck !!! Verður ekki betra (reyndar eru 19 betri sem koma síðar  )

kv. Sancho

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 21:13

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Glæsilegt! Mig hlakkar til að hafa Sancho mér við hlið á þessari ferð.

Hrannar Baldursson, 13.5.2007 kl. 21:22

3 identicon

hehe, já tetta er kannski ekki besta lagid en....

...frábær færsla hérna fyrir nedan, hafdi virkilega gaman af!

Oddur Ingi (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband