Kvikmyndir í 100 ár (1902-2002)
12.5.2007 | 22:50
Í dag eru kosningar og Eurovision. Ég er búinn að kjósa og horfi ekki á Eurvision eftir afhroðið á fimmtudag. Þess í stað lék ég mér aðeins á YouTube og fann myndbrot úr bíómyndum allt aftur til 1902, og leitaði svo að brotum úr myndum sem mér finnst skemmtilegar.
1. áratugur 20. aldar
Le Voyage dans la lune, 1902
Hérna fyrir neðan fylgir öll stuttmyndin 'Ferðin til tunglsins" sem gerð var eftir sögu Jules Verne. Hún er ekki nema 8 mínútur og 25 sekúndur, en er furðulega skemmtileg miðað við aldur. Það er svolítið fyndið hvernig þyngdaraflið spilar varla neitt hlutverk í þessari ágætu vísindaskáldsögu.
ATH: Betra er að taka hljóðið af áður en horft er á þessa mynd.
2. áratugur 20. aldar
Birth of a Nation, 1915
Fánaberi berst yfir vígvöll og kemst upp að óvinunum til þess eins að troða fána í fallbyssuna þeirra.
Þema: hetjudáðir, göfugmennska og hugrekki.
3. áratugur 20. aldar
Wings, 1927
Mary Preston er nýbúin að skrá sig til herþjónustu og er að keyra inn í þorp, en þar sem mikill skruðningur er í trukknum sem hún keyrir heyrði hún ekki viðvaranir um yfirvofandi loftvarnarárás.
Ekkert ákveðið þema, nema kannski hættan sem fylgir stríði, en þetta atriði er gott dæmi sem sýnir hversu vel myndin er gerð.
4. áratugur 20. aldar
Gone with the Wind, 1939
"I will never be hungry again" (Scarlett O'Hara)
Eftir miklar raunir og hörmungar í borgarastyrjöldinni, er Scarlett loks komin heim til sín; og tekur þá ákvörðun að vera nógu staðföst og hörð til að hún og hennar nánustu þurfi ekki að þjást meira.
Þema: staðfesta
5. áratugur 20. aldar
Casablanca, 1942
"Here's looking at you kid," (Rick Blaine)
Rick Blaine varð aðskila við Ilsu Lund, sem hann var ástfanginn af í París við upphaf seinni heimstyrjaldarinnar. Hún kemur til hans í neyð þar sem hann rekur veitingastað í Casablanca. Hún biður hann um að hjálpa henni til að komast úr landi með eiginmanni sínum. Rick neitar að hjálpa eiginmanni hennar, en ætlar sjálfur að fara með henni til Bandaríkjanna og skilja manninn hennar eftir í höndum nasista, eða það heldur hún.
Þema: Göfuglyndi og ást.
6. áratugur 20. aldar
Úr: The Bridge on the River Kway, 1957
Stríðsfangar blístra.
Breskir og bandarískir stríðsfangar Japana í seinni heimstyrjöldinni hafa verið neyddir til að bryggja brú yfir brúnna Kwai. Vinnan er erfið, en fangarnir eru með góðan liðsanda sem gefur þeim aukinn kraft.
Þema: Slæmar aðstæður þýða ekki endilega slæman anda ef hugarfarið er í lagi.
7. áratugur 20. aldar
Lawrence of Arabia, 1962
T.E. Lawrence "Why?"
Sherif Ali: "It's my well."
T.E. Lawrence "I drank from it."
Sherif Ali:"You are welcome."
Maður á úlfalda nálgast T.E. Lawrence og leiðsögumann hans í Sahara eyðimörkinni.
Þema: Ólíkir menningarheimar mætast.
8. áratugur 20. aldar
Apocalypse Now, 1979
"I love the smell of napalm in the morning" (Lieutenant Colonel Bill Kilgore)
Þyrluflugmenn ráðast með þungum vélbyssum og sprengjum á þorp í Norður Víetnam með "The Ride of the Valkyres" sem undirspil.
Þema: Geðveiki og tilgangsleysi stríðsbrölts
9. áratugur 20. aldar
Star Wars Episode V - The Empire Strikes Back, 1980
Keisarinn og Darth Vader ræða um ógnina og möguleikana eftir að þeir uppgötva hversu hættulegur Luke Skywalker getur orðið.
"He will join us or die, master" (Darth Vader)
Þema: Valfrelsi er ekkert frelsi þegar möguleikarnir eru takmarkaðir.
10. áratugur 20. aldar
Braveheart, 1995
"They may take our lives, but they will never take our freedom. " (William Wallace)
William Wallace flytur ræðu til að hvetja samlanda sína til orrustu gegn Englendingum.
Þema: Einn dagur í lífinu sem frjáls manneskja er meira virði en heil ævi ófrjáls.
1. áratugur 21. aldar
Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring, 2001
"One Ring to rule them all, One Ring to find them, One Ring to bring them all, and in the darkness bind them." J.R.R. Tolkien
Farið yfir sögu Miðjarðar og hringsins.
Þema: Hvernig mikið vald tælir, spillir og étur upp þá sem hafa það.
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt 13.5.2007 kl. 01:05 | Facebook