Allt toppmyndir

photo_05_hires

Ég er innilega sammála þessu með einni undantekningu, og viðurkenni að þó að ég hafi horft oftar á karlmannsmyndirnar, hef ég einnig mjög gaman af Dirty Dancing, Grease, Sound of Music og Pretty Woman. Um daginn keypti ég mér Pretty Woman á DVD og fékk háðsglósur fyrir frá nokkrum félögum mínum. Sem er nú svosem allt í lagi, - en góð mynd engu að síður. Verð að taka þessar myndir fyrir í gagnrýni einhvern daginn, auk Hringadróttinssögu, sem mér finnst að mætti vera númer 1 á báðum listum. Halo

Fimm efstu myndirnar hjá körlum eru:

  1. Stjörnustríðs myndirnar þrjár
  2. Aliens
  3. The Terminator
  4. Blade Runner
  5. The Godfather
Fimm efstu myndirnar hjá konum eru:
  1. Dirty Dancing
  2. Stjörnustríðs myndirnar þrjár
  3. Grease
  4. The Sound of Music
  5. Pretty Woman

mbl.is Geta horft aftur og aftur á Stjörnustríðsmyndirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

það er sko munur á köllum og konum, nokkuð ljóst og kemur lítið á óvart við þetta. Lord of the rings er kannski of nýtt til að vera með en voða er ég glaður að Aliens skuli vera þarna. Þetta er nú ægilegt testosteron þarna en auðvitað er fullt fullt af góðum myndum og þetta er jú bara það vinsælasta. ég man eftir þvi að hafa tvisvar komið í verulega góðu skapi út úr bíó því ég hafði ekkert kynnt mér það sem ég var að fara að sjá. Báðar á kvikmyndahátíð, á sitt hvoru árinu: Crouching tiger... og happyness. Gaman þegar manni líður vel eftir bíó... Gleymdi einni sem var snilld og þá eignaðist ég einmitt kvikmyndakærustu no 1 og 2 og 3... Lindu Fiorentino en það var The Last Seduction.

arnar valgeirsson, 9.5.2007 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband