Stórmyndir: Spider-Man (2002) ****

SpiderManPoster

Spider-Man 3 verđur frumsýnd á morgun. Ég spái ţví ađ hún muni slá öll ađsóknarmet og verđa međal vinsćlustu kvikmynda allra tíma. Mér finnst viđ hćfi ađ birta gagnrýni á Spider-Man frá 2002 í dag, og síđan umfjöllun um Spider-Man 2 (2004) á morgun. Eftir ţađ mun ég skella mér á bíó viđ fyrsta tćkifćri til ađ bera nýjustu útgáfuna augum.

Ég viđurkenni fúslega ađ ég er svolítiđ veikur fyrir ofurhetjumyndum og myndskreyttum skáldsögum um ofurhetjur, enda eru ţćr oftast blanda af ţremur frásagnaformum sem ég er hrifinn af: vísindaskáldsögum, fantasíum og drama.  Möguleikarnir fyrir frásagnargleđi eru óţrjótandi í heimi ofurhetja.

SpiderMan05

Peter Parker (Tobey Maguire) er nemandi í framhaldsskóla sem staddur er í vítahring eineltis.  Hann er vísindanörd, međ lélega sjón og svolítill vćskill. Hann hefur veriđ hrifinn af Mary Jane Watson (Kirsten Dunst) frá sex ára aldri, en ţarf stöđugt ađ horfa upp á hana í sambandi međ ömurlegum karlmönnum. Hún fćr slćma međferđ frá föđur sínum, lendir í sambandi međ mesta töffara en jafnframt hálfvita skólans, Flash Thompson (Joe Manganiello), og síđan međ Harry Osborn (James Franco), besta vini Peter.

SpiderMan11

Fađir Harry er vísindamađurinn og auđkýfingurinn Norman Osborn (Willem Dafoe) sem vinnur ađ ţróun öflugra vopna fyrir herinn. Ţegar tilraun hjá honum fer úr böndunum, missir hann vitiđ, fćr ofurkrafta og ákveđur ađ nota tćkin sem hann hefur ţróađ í eigin ţágu, í gervi Green Goblin. En nú er ég kominn framúr mér.

SpiderMan10

Á rannsóknarstofu um erfđagreiningu er Peter Parker bitinn af kónguló sem hefur veriđ sett saman úr mörgum ólíkum tegundum kóngulóa. Ţegar hann vaknar nćsta dag ţarf hann ekki ađ nota gleraugu, sér vöđvabúnt í speglinum og uppgötvar ađ hann er orđinn gjörbreyttur mađur, međ ofurkrafta frá kóngulónni. Ţađ er stórskemmtilegt ađ fylgjast međ ţegar hann uppgötvar vefinn sem skýst út úr úlnliđum hans (upphaflega í teiknimyndasögunum hafđi Peter Parker hannađ tćki sem hann setti utan um úlnliđina), og ţegar hann uppgötvar kóngulóartilfinninguna - en ţá nemur hann allt í umhverfinu á ofurhrađa og getur brugđist viđ öllu áreiti međ mikilli fimi. Einnig er gaman ađ ţví ţegar hann klifrar sinn fyrsta vegg og stekkur á milli húsţaka og síđan stórhýsa á frekar spaugsaman hátt.

SpiderMan15

Tćknibrellurnar eru skemmtilega gerđar, en ná ţó ekki ađ sannfćra mig 100%, enda finnst mér óraunhćft ađ krefjast ţess af kvikmyndagerđarmönnunum. Ţađ er eins og ţyngdarafliđ virki ekki alltaf alveg rétt. Spennuatriđin ţar sem Spider-Man sveiflar sér á milli bygginga og lúskrar á glćpamönnum eru góđ, en frumkrafturinn í myndinni felst í gífurlega vel skrifuđu handriti David Koepp og Stan Lee, međ góđri persónusköpun, samtölum og leik. Sambandiđ á milli Peter Parker, Mary Jane Watson og Harry Osborn er klassískur ástarţríhyrningur sem getur ađeins endađ međ ósköpum; sérstaklega ţegar fađir Harry dýrkar Peter sem Norman Osborn en hatar hann sem Green Goblin.

SpiderMan73

Einnig er samband Peter viđ frćnku sína og uppalanda, May Parker (Rosemary Harris) mjög vel útfćrt, svo og frumforsenda ţess ađ Peter ákveđur ađ nota krafta sína til góđs frekar en í eigin ţágu; en hann hafđi međ ađgerđarleysi sínu ţegar hann hleypti glćpamanni framhjá sér, óbeint valdiđ dauđa frćnda síns Ben (Cliff Robertson), en sami glćpamađurinn og hann hafđi sleppt framhjá sér skaut Ben banaskoti.

SpiderMan22"Remember, with great power comes great responsibility" (Ben frćndi).

Međ samviskubit yfir dauđa frćnda sinn og ábyrgđartilfinningu til ađ sjá fyrir frćnku sinni, sćttir hann sig viđ ţađ sem Ben frćndi hans hafđi sagt honum um aukinn ţroska, ađ miklum krafti fylgi mikil ábyrgđ. Peter flytur til New York borgar, byrjar í háskólanámi og fćr aukastarf sem ljósmyndari fyrir dagblađiđ The Daily Bugle, sem rekiđ er af ćsifréttaritstjóranum J. Jonah Jameson (J.K. Simmons) sem er sannfćrđur frá fyrsta augnabliki ađ Spider-Man sé ekkert annađ en ótýndur glćpamađur.

 

SpiderMan47

Ţetta gerir Spider-Man einmitt ađ góđri mynd, hún hefur ţema sem skiptir máli og sýnir hvađ gerist ef menn sýna ekki ábyrgđ. Norman Osborn fćr gífurlega krafta en er knúinn áfram af reiđi og hefndarfýkn, á međan Peter Parker fćr jafnmikla krafta en gerir allt sem í hans valdi stendur til ađ breyta rétt. Alla myndina slćr ţessi siđferđilegi púls sem tengist frelsi og ábyrgđ; en vissulega er frelsiđ einmitt sá mikli kraftur sem vesturlandabúar höndla í dag. Stóra spurningin sem ađrar ţjóđir spyrja sig ađ sjálfsögđu er sú hvort ađ vesturlöndin, og ţá sérstaklega Bandaríkin, séu líkari Green Goblin, sem bregst viđ minnsta áreiti međ ofbeldi og ofsa; eđa Spider-Man, sem gerir sitt besta til ađ leysa vandamálin međ eins litlu valdi og mögulegt er.

SpiderMan42

Tobey Maguire stendur sig stórvel í ađalhlutverkinu og nćr góđu sambandi viđ Kirsten Dunst. Willem Dafoe er einnig stórgóđur. Sam Raimi heldur traust um stjórnvölinn sem leikstjóri og tónlistin eftir Danny Elfman er eins og kvikmyndatónlist á ađ vera, truflar ekki söguna, heldur blćs ferskum anda í persónurnar.

Engin spurning ađ ég mćli hiklaust međ Spider-Man, ţrátt fyrir ađ ég kannist viđ nokkra kauđa sem segjast ekki ţola ţessar myndir. Sonur minn spurđi mig í dag hvort ađ ég ćtlađi ađ sjá Spider-Man 3. Svariđ var: Ja-há!

SpiderMan71

Óskarsverđlaunatilnefningar:

Bestu tćknibrellur: John Dykstra, Scott Stokdyk, Anthony LaMolinara, John Frazier

Besta hljóđrás: Kevin O'Connell, Greg P. Russell, Ed Novick


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alvy Singer

Spider-Man var mjög góđ mynd en 2 var betri og ég held ađ 3 verđi enn betri.

Alvy Singer, 4.5.2007 kl. 00:58

2 identicon

Sammála ţér um ţessa mynd, frábćr. Ţađ er samt eitt alveg hrikalega bandarískt atriđi í myndinni. Í lokinn á myndinni er hann ađ svefla sér í gegnum allar byggingarnar og svo kemur hann upp á ţá hćđstu, ţá er hann á bandaríska fánanum og ţá eykst tónlistinn mikiđ. Fannst ţađ frekar lélegt. Held meira ađ segja ađ ţetta sé neđsta myndin í blogginum sem ţetta gerist, bara fáninn sést ekki, kemur 2 sek. síđar.

En ég hlakka svakalega til ađ sjá nr. 3.

Oddur Ingi (IP-tala skráđ) 4.5.2007 kl. 07:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband