Hvernig YouTube myndböndum er stungið í bloggfærslu

Ég hef verið beðinn um að útskýra fyrir nokkrum notendum á moggablogginu hvernig maður fer að því að setja YouTube myndbönd inn á bloggið. Ég ákvað að búa til sýningu sem gerir þetta ljóst í eitt skipti fyrir öll. Ekki grunaði mig hvað það tæki ógurlega mikinn tíma að búa til svona einfalda sýningu. Vonandi geta bloggfélagar mínir nýtt sér þetta og haft gaman af.

Smelltu hérna til að opna Flash sýningu um hvernig YouTube myndbönd eru sett inn á bloggfærslur á blog.is (um 5 MB).

Einnig er hægt að hægrismella á þennan tengil og vista Flash sýninguna á harða diskinum og keyra þaðan.

Það sem þarf:

Aðgang að blog.is

Aðgang að YouTube.com

Vera með Internet Explorer

Kunna á copy/paste skipanirnar

 

Hérna fyrir neðan er myndbandið sem ég sótti á YouTube, Hey Jude.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Vá, flott sýning. Nú prófa ég :)

Hafrún Kristjánsdóttir, 20.4.2007 kl. 23:59

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Ég fylgist spenntur með. :)

Hrannar Baldursson, 21.4.2007 kl. 00:01

3 identicon

Þú ert eins og lærðir menn segja "tú möts"

kv. Sancho

p.s. hvaða flash generator notaðir þú?

Hafliði Ingason (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 00:19

4 Smámynd: Hafrún Kristjánsdóttir

Vá, flott sýning. Nú prófa ég :)

Hafrún Kristjánsdóttir, 21.4.2007 kl. 00:35

5 identicon

Þakka kærlega fyrir þetta

Fabrizio Kjartanelli (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 01:28

6 Smámynd: Hrannar Baldursson

Fabrizio: mín er ánægjan.

Hrannar Baldursson, 21.4.2007 kl. 01:44

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sancho: svaraði þér á SMS :)

Hafrún: Ég sá að þú varst fljót að ná tökum á þessu! 

Hrannar Baldursson, 21.4.2007 kl. 01:46

8 Smámynd: Baldvin Jónsson

Vel gert   Eykur án vafa skemmtunina við að vafra hér um að sjá fleiri skemmtileg myndbönd.

YouTube hefur ekki staðið í mér, en hefurðu fundið þessa embedded slóð á Google video?  Mér hefur ekki tekist það enn.

Baldvin Jónsson, 21.4.2007 kl. 12:28

9 Smámynd: Hrannar Baldursson

Baldvin: Ég sé ekki í fljótu bragði að hægt sé að gera þetta á löglegan hátt með Google video.

Hrannar Baldursson, 21.4.2007 kl. 21:09

10 Smámynd: Fararstjórinn

Takk fyrir þetta, ég notaði samt bara Eldrebba þar sem ég er ekkert rosa hrifin af Explorer, en þetta tókst! 

Fararstjórinn, 21.4.2007 kl. 22:05

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

Henry: Ég held að það sé nauðsynlegt að skrá sig inn á YouTube til að geta embeddað myndböndin. Takk. 

Hrannar Baldursson, 21.4.2007 kl. 22:54

12 identicon

Flott sýning en maður þarf ekkert að logga sig inn ég er búin að sækja mörg myndbönd á You Tube án þess að logga mig þar inn

Habba (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 23:38

13 Smámynd: Hrannar Baldursson

Habba: takk fyrir þessar upplýsingar.

Hrannar Baldursson, 22.4.2007 kl. 08:59

14 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hleri: Þakka þér.

Hrannar Baldursson, 22.4.2007 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband