You-Tube verðlaunin: myndböndin og örstuttar umsagnir
27.3.2007 | 22:03
You-Tube verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í gær, en You-Tube er vefsíða þar sem notendur hvar sem þeir eru staddir í heiminum, geta deilt myndböndum með öðrum netverjum. Þetta er orðin gífurlega vinsæl þjónusta og hefur reynst hæfileikaríkum einstaklingum góður stökkpallur til frægðar, þar sem að ekki er nauðsynlegt að borga margar milljónir til að geta verið svolítið fyndinn, frumlegur, frábær og duglegur.
Þrefalt húrra fyrir JúTjúb!
Frumlegasta myndbandið: OK Go - Here It Goes Again
Tónlistarmyndband með fjórum gaurum á göngubrettum. Frekar hressandi að horfa á þetta.
Stjörnugjöf Donsins: ***
Fyndnasta myndbandið: Smosh Short 2: Stranded
Ég verð að viðurkenna að ég næ ekki alveg þessum húmor.
Stjörnugjöf Donsins: **
Besta frásögnin: Hotness Prevails / Worst Video Ever
Þessi er ótrúlega fyndinn. "I don't even know what a dog smells like."
"I'm the naked Internet Guy!"
Svolítið langt. 8 mínútur og 20 sekúndur en vel þess virði.
Stjörnugjöf Donsins: ****
Besta þáttaröðin: Ask A Ninja: Special Delivery 1 "What is Podcasting?"
Ég hef mikið heyrt talað um þessa þætti sem þykja ógurlega vel heppnaðir. Þeir ganga út á það að áhorfendur geta spurt hvaða spurninga sem er, síðan birtist náungi klæddur í Ninja búning og útskýrir á fyndinn, skemmtilegan og skýran hátt hvað fyrirbærið er, með töluverðum útúrsnúningum þó, sem gerir þetta bara enn betra.
Stjörnugjöf Donsins: ****
Besta tónlistarmyndbandið: Say It's Possible
Einfalt, gott og virkilega vel flutt. Stórgott lag! Betra en öll íslensku Eurovisionlögin til samans.
Stjörnugjöf Donsins: ****
Besta íhugunin: Free Hugs Campaign (tónlist eftir Sick Puppies og kemur út 3. apríl)
Minnir á mikilvægi mannlegrar snertingar á skemmtilegan hátt. Minnir mig á hvað erfitt getur verið að knúsa Íslendinga, en ég vandist á þennan sið í Mexíkó, og sé eftir honum.
Stjörnugjöf Donsins: ***
Sætasta myndbandið: Kiwi!
Vel gerð og frumleg teiknimynd um ráðríkan og vinnusaman fugl, sem dreymir um að vera eitthvað sem hann er ekki. Þetta er eins og ljóð sem hver og einn má túlka á sinn hátt. Ætli megi ekki segja að þetta örstutta myndband fjalli um frelsið sem við getum búið okkur til, en að við megum búast við alvarlegum afleiðingum í staðinn.
Mikil snilld!
Stjörnugjöf Donsins: ****
Gaman að þessum myndböndum. Sjálfur er ég spenntastur yfir því hvort að mér takist að setja myndböndin á bloggsíðuna svo að þetta komi sæmilega út fyrir lesendur mína.
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt 28.3.2007 kl. 15:52 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir frábæra skemmtun. Ok Go eru æðislegir. Lagið snoturt og heimspekilega tölvumyndin alger snilld.
Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2007 kl. 23:20
Hvernig plokkar maður út video af youtube og setur þau svona inn? Fyrsta er linkur en hin eru aðgengileg beint af blogginu. Einhver ráð? joncinema@gmail.com
Jón Steinar Ragnarsson, 27.3.2007 kl. 23:22
Sammála, Þrefalt húrra fyrir JúTjúb!
Sigfús Sigurþórsson., 28.3.2007 kl. 10:57
Búinn að senda þér tölvupóst Jón Steinar, og spurning Partners hvort að búið sé að taka frá lénið JúTjúb.is!
Hrannar Baldursson, 28.3.2007 kl. 10:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.