Íslandsmót grunnskólasveita í skák 2007

Íslandsmót grunnskólasveita í skák fór fram um helgina. Ég ţjálfa börn og unglinga í Salaskóla ásamt Tómasi Rasmus, góđum vini og félaga, en viđ fórum međ 20 börn til taflmennsku ţessa helgina og skipuđu ţau fimm sveitir.

Almennum lesanda gćti ţótt skákmót lítt spennandi fyrirbćri, ţar sem fólk situr andspćnis hvort öđru, horfir á fígúrur á 64 reitum, ýtir á klukku og virđist vera gífurlega spennt yfir einhverju sem er ađ gerast á borđinu. Ţó ađ ekki allir sjái ţau undur og stórmerki sem gerast á ţessum 64 reitum, eiga flest ţeirra barna sem tóku ţátt í mótinu ţađ sameiginlegt ađ ţau fatta ţetta. Og ekki bara ţađ, ţeim finnst ţetta frábćr skemmtun.

Ţađ getur veriđ gaman ađ sjá tvö börn búa til fullt af vandamálum á skákborđinu fyrir hvort annađ og gera síđan sitt besta til ađ leysa ţau. Lausnirnar eru ekki alltaf auđfundnar, en yfirleitt sigrar sá sem er útstjónarsamari og áttar sig betur á manngangi taflmannanna og tengslum allra ţessara reita. Börnin ţurfa ađ lćra byrjanir sem gera ţeim fćrt ađ koma sér í góđa stöđu sem jafnframt býr til vandamál fyrir andstćđinginn, síđan ţurfa ţau ađ vinna úr ţeim vandamálum sem andstćđingnum tekst ađ skapa og takist ađ leysa ţau getur skákin unnist. 

Ţau ţurfa ađ lćra um sókn og vörn, áćtlanir og skjót viđbrögđ, tíma og rúm, siđferđi og hegđun, útreikninga og innsći, ţekking og visku; og ţannig fram eftir götunum. Skák er íţrótt sem reynir á ţolinmćđi, útsjónarsemi og hrađa en jafnframt nákvćma hugsun. Ţetta sýndu börnin síđustu helgi í stórum mćli. Ţau sátu tímunum saman viđ skákborđ. Sum uppskáru meira en önnur. 

Mér til mikillar gleđi uppskáru börnin úr Salaskóla mikiđ. 

A-sveit Laugalćkjaskóla vann mótiđ af miklu öryggi og fékk 33 vinninga af 36 mögulegum. Hćgt er ađ fá 4 vinninga í hverri umferđ, en fjórir liđsmenn tefla í hverri umferđ og mótiđ er níu umferđa langt. Ţeir vörđu Íslandsmeistaratitil sinn og fá tćkifćri til ađ vinna Norđurlandameistaratitil í haust, en Rimaskóli er núverandi Norđurlandameistari.

vara1409

Sigurvegarar Laugalćkjarskóla. Frá vinstri: Dađi Ómarsson,  Vilhjálmur Pálmason, Matthías Pétursson, Einar Sigurđsson, Aron Ellert Ţorsteinsson og Torfi Leósson liđsstjóri.

Í öđru sćti varđ A-sveit Rimaskóla međ 31 vinning. Sveitin var nokkuđ örugg í 2. sćtinu.

vara1405

Á myndina vantar liđstjórann Davíđ Kjartansson og Sigríđi Björg Helgadóttur, sem vann borđaverđlaun á 4. borđi. Á myndinni frá vinstri: Ingvar Ásbjörnsson, Hörđur Aron Hauksson og Hjörvar Steinn Grétarsson.

Sveitin okkar Tómasar úr Salaskóla náđi svo ţriđja sćtinu af miklu öryggi.

vara1403

A-sveit Salaskóla. Á myndinni eru, frá vinstri: Eiríkur Örn Brynjarsson, Páll Andrason, Patrekur Maron Magnússon, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, Ragnar Eyţórsson og á bakviđ ţá liđstjórarnir Hrannar og Tómas Rasmus.

D-sveit Salaskóla fékk viđurkenningu sem sterkasta D-sveit landsins:

vara1397

Á myndina vantar Gísla Frey Stefánsson. Frá vinstri: Garđar Elí Jónasson, Stanley Axelsson, Arnar Snćland og Birnir Axelsson.  Og liđstjórarnir Hrannar og Tómas standa á bakviđ.

E-sveit Salaskóla fékk viđurkenningu sem sterkasta E-sveit landsins:

vara1395

Frá vinstri: Breki Elí Arnarsson, Björn Ólafur Björnsson, Baldur Búi Heimisson, Jafet Magnússon, og ađ baki ţeim liđstjórarnir Hrannar og Tómas.  

Eiríkur Örn Brynjarsson úr Salaskóla deildi einnig verđlaunum fyrir besta árangur á ţriđja borđi međ Matthíasi Péturssyni.

IslmotGrunnskola2007_01

1. Laugarlćkjarskóli A sveit 33 vinningar af 36 mögulegum.
2. Rimaskóli A sveit 31 vinningar.
3. Salaskóli, Kópavogi A sveit 27 v.
4. Brekkuskóli Akureyri 24,5 vinningar.

5-9. Rimaskóli B sveit 19 v.

Laugarlćkjarskóli B sveit 19 v.

Húsaskóli 19 v.

Hjallaskóli Kópavogi A sveit 19 v.

Hallormstađaskóli B sveit 19 v.

10. Rimaskóli C sveit 18,5 v.

11-12. Grunnskóli Seltjarnarnes 17,5 v.

Salaskóli Kópavogi B sveit 17,5 v.

13-14. Hvaleyrarskóli Hafnarfirđi 17 v.

Hallormstađaskóli A sveit 17 v.

15. Réttarholtsskóli 16 v.

16. Salaskóli Kópavogi E sveit 15 v.

17. Salaskóli Kópavogi C sveit 14 v.

18. Salaskóli Kópavogi D sveit 12 v.

19. Hjallaskóli B sveit 5 v.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Como estás, Hrannar?

Oddur (IP-tala skráđ) 27.3.2007 kl. 18:14

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Oddur, bien gracias, y tú?

Hrannar Baldursson, 27.3.2007 kl. 18:31

3 identicon

muy bien gracias, como esta tu y tu familia? yo estudio españiol en la escuela, es un poco difícil

Oddur (IP-tala skráđ) 27.3.2007 kl. 19:49

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Estamos bien primo. Que te vayan bien los estudios.

Hrannar Baldursson, 27.3.2007 kl. 20:05

5 identicon

Uff missti ţráđinn ţarna í vayan. En ţetta kemur hćgt og rólega

hasta luego amigo

Oddur Ingi (IP-tala skráđ) 27.3.2007 kl. 20:56

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband