Nýjustu færslur
- Um líkama og sál - Í tilefni áttræðisafmælis föður míns, Bald...
- Hrós til þjónustuborðs Costco
- Hætturnar sem felast í fáfræði
- Mistök og það sem við getum lært af þeim
- Heimspeki í morgunmat: að byrja hvern dag með krefjandi spurn...
- Af hverju trúum við stundum blekkingum frekar en því sanna?
- Meðan bærinn okkar brennur
- Ekki er allt gull sem glóir, en samt veljum við það
- Ofurkraftar okkar
- Hvernig veljum við hvort við verðum góðar eða slæmar manneskjur?
Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2021
2020
2019
2018
2017
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Skatturinn og vilji þjóðarinnar
20.3.2007 | 23:49
Hvað ef við gætum sjálf tekið beinar ákvarðanir um í hvaða málefni skattpeningur okkar færi?
Mér verður hugsað til glænýrra möguleika nú þegar skatturinn er orðinn rafrænn og stutt í kosningar. Málið er að þeir sem kosnir eru til alþingis ákveða hvað gert verður við skattpeninga okkar. Það finnst mér gamaldags og hallærislegt.
Hugsum okkur að ein blaðsíða á skattskýrslunni væri með fyrirspurnum þar sem að við tilkynntum í hvaða málefni skattpeningarnir okkar færu. Þannig gætum við veitt pening í það sem skiptir okkur mestu máli hverju sinni. Það þætti mér framúrstefnulegt og flott!
Ég væri gífurlega ánægður ef ég mætti ákveða sjálfur að 25% af þeim peningi sem ég greiði í skatt færi í menntakerfið, heilbrigðiskerfið, umönnun fyrir aldraða eða jafnvel fangelsiskerfið; eða í önnur málefni eins og lausnir á agavanda, námsvanda, aukinn styrk til heyrnarlausra eða blindra, hjartveikra eða krabbameinssjúkra; í stað þess að misvitrir gaurar sem rífast með eða gegn málþófi á þingi fái að ákveða notkun þessa penings til að byggja göng eða hraðbraut einhvers staðar, eða til að hækka sín eigin laun. Til að byrja með þætti mér í lagi að fólkið fengið að úthluta eins og 25%.
Yrði almenningur ánægður með að fá slíkan valkost?
Það held ég.
Væri um þróun á lýðræðinu að ræða?
Það held ég.
Mögulegar afleiðingar:
- Fólk verður ánægðara með að borga skattinn þegar það getur ákveðið í hvað hann fer
- Fólk verður líklegra til að finna til ábyrgðar gagnvart Ríkinu í formi skattsins
- Þingmenn geta einbeitt sér að þeim verkefnum sem eftir standa
- Þingmenn geta séð hvar vilji og áhugi almennings liggur með sterkasta atkvæðinu: krónunn
Ég sé ekki fyrir mér nein neikvæð áhrif, en gaman væri að fá uppbyggilega gagnrýni á þessa hugmynd hér í athugasemdarreitina.
E.S. Annars vil ég hrósa þeim sem hefur tekist að gera skattinn mögulegan á rafrænu formi. Það sem áður tók heilmikinn tíma og hárreitingar á pappír, tekur nú varla tvær klukkustundir í framkvæmd. Ég vil nota tækifærið og hrósa Ríkinu fyrir góða stefnu í þessum málum sem gerir skattskil skilvirkari og að nánast ánægjulegri kvöldstund. Ég vona einfaldlega að við getum þróað þetta enn frekar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 777737
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- AK-72
- ThoR-E
- Agnar Freyr Helgason
- Alfreð Símonarson
- Alvy Singer
- Anna
- Anna Þóra Jónsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Berglind Steinsdóttir
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Dís
- Birna Guðmundsdóttir
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Sæmundsson
- Björgvin Gunnarsson
- Björn Ingi Hrafnsson
- Bleika Eldingin
- Blogblaster
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Brynjar Hólm Bjarnason
- Bwahahaha...
- Börkur Gunnarsson
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Logi Sigurðsson
- Dofri Hermannsson
- Edda Sveinsdóttir
- Einar Indriðason
- Einar Jón
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eygló Sara
- Eymar Plédel Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fararstjórinn
- FreedomFries
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gudrún Hauksdótttir
- Gulli litli
- Gunnar Björn Björnsson
- Gunnar Björnsson
- Gunnar Freyr Rúnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Guðbjörn Jónsson
- Guðfríður Lilja
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Sverrir Þór
- Guðmundur Óli Scheving
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Guðrún Erla Sumarliðadóttir
- Guðrún Jóna Gunnarsdóttir
- Guðrún Þorleifs
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Foster Hjartarson
- Gísli Tryggvason
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Karlsson
- Halldór Sigurðsson
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haukur Viðar
- Heidi Strand
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hulda Haraldsdóttir
- Ingvar Þór Jóhannesson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Johnny Bravo
- Jonni
- Jóhann Björnsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón V Viðarsson
- Jón Viktor Gunnarsson
- Jón Þór Bjarnason
- Jón Þór Ólafsson
- Jóna Kolbrún Garðarsdóttir
- Karl Gauti Hjaltason
- Karl Tómasson
- Katan
- Ketill Sigurjónsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Kolbrún Heiða Valbergsdóttir
- Kolbrún Hilmars
- Konráð Ragnarsson
- Kristján B. Jónasson
- Kristján Hreinsson
- Kristján Kristjánsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Kári Harðarson
- Leikhópurinn Lotta
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Magidapokus
- Magnús Árni Magnússon
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- María Kristjánsdóttir
- Millablog
- Neddi
- Pálmi Gunnarsson
- Pétur Kristinsson
- Ragnar Gunnarsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Rannveig H
- Ransu
- Rut Sumarliðadóttir
- Róbert Björnsson
- Rúnar Már Bragason
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigrún Jónsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Skafti Elíasson
- Skák.is
- Snorri Bergz
- Snuddi
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Jón Hafstein
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Steinki
- Steinn Hafliðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Arnarsson
- Sverrir Stormsker
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sævar Helgason
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Sólveig
- TARA
- Toshiki Toma
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tómas Þráinsson
- Vefritid
- Vilhjálmur Árnason
- Villi Asgeirsson
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Víðir Ragnarsson
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- kiza
- mongoqueen
- Ásgerður
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Arnórsson
- Óskar Þorkelsson
- Óttar Felix Hauksson
- ÖSSI
- Þarfagreinir
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Þröstur Helgason
- Þröstur Unnar
- Þóra Sigurðardóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórdís Guðmundsdóttir
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Agný
- Ari Jósepsson
- Árni Karl Ellertsson
- Bjarki Steingrímsson
- Bjarki Þór
- Davíð Pálsson
- Dominus Sanctus.
- DÓNAS
- ESB og almannahagur
- Eygló
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- G Helga Ingadottir
- Gísli Sigurðsson
- Grétar Eiríksson
- Guðni Karl Harðarson
- Hafþór Baldvinsson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Haraldsson
- Hörður Halldórsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Jónatan Gíslason
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Valur Jensson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Lúðvík Lúðvíksson
- Marta B Helgadóttir
- Morgunblaðið
- Omnivore
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigurður Antonsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Styrmir Reynisson
- Sumarliði Einar Daðason
- Sævar Már Gústavsson
- Sölvi Breiðfjörð
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valdimar H Jóhannesson
- Valur Arnarson
- Vestarr Lúðvíksson
Athugasemdir
Ég er kannski of sybbin til að rýna nákvæmlega í hugmyndina hjá þér, Hrannar, en ef við mættum ráða og enginn vildi setja pening í menningu - yrði hún þá bara slegin af? Og ef menn eru mjög úrillir eftir kennaraverkfall ..
Þetta er það fyrsta sem mér dettur í hug. Ég veit ekki hvað það segir um mig en ég held að hugmyndin sé kannski aðeins of einstaklingsmiðuð. Við getum ekki hvert og eitt haft heildarsýn á svo stóran málaflokk sem fjárlög ríkisins eru.
Það sem ég er þó hlynnt er íbúalýðræði og að við fáum að segja álit okkar oftar en á fjögurra ára fresti.
Berglind Steinsdóttir, 21.3.2007 kl. 00:30
Blessuð Berglind. Ríkið fengi að ráða 75%. Er það ekki nóg? Við með okkar 25% gætum einmitt veitt þann pening í þau málefni sem okkur finnst ekki vera í lagi. Ef fólk er úrillt eftir kennaraverkfall, þá deilir það þessum 25% í samræmi við þá úrillsku. Mundu bara að 75% væri eftir. Enginn málaflokkur væri sleginn af, en þeir fengju einfaldlega misjafnlega mikinn bónus.
Kannski útskýrði ég þetta ekki nógu vel, en ég meina að hver einstaklingur gæti útdeilt sínum 25% í þá málaflokka sem viðkomandi ákveður. Ég hef meiri trú á fólki en svo að ég telji alla eyða öllu sínu í vitleysu, þó að sjálfsagt væri örugglega eitthvað um slíkt inn á milli.
Hver og einn þarf ekki heildarsýn yfir fjárlög ríkisins, þó að það gæti hjálpað, heldur fengi fólk tækifæri til að greiða í sjóð sem skipti það miklu máli. Væri ekki lýðræðisleg ef við fengjum að ákveða hvert hluti af peningunum sem við borgum til Ríkisins fer?
Hrannar Baldursson, 21.3.2007 kl. 07:51
Nákvæmlega, Hanna og Jóna. Ég hef ekki útfært þessa hugmynd nánar, enda laust hún bara niður í gærkvöldi eftir að ég hafði klárað skattskýrsluna og var að velta fyrir mér hvort ég hefði eitthvað að segja á bloggið fyrir svefninn. Ég reikna með að útfæra þetta eitthvað nánar í kvöld, eftir vinnu.
Hrannar Baldursson, 21.3.2007 kl. 09:18
Í mörgum löndum er skattkerfið þannig að fólk getur fengið skattaafslátt ef það gefur peninga í góð málefni. Það kemur í rauninni út álíka og þessi hugmynd þín þar sem ríkið verður af skatttekjum en í staðinn ræður fólk og fyrirtæki í hvaða góð málefni peningarnir þeirra fara sem hefðu ella farið til ríkisins. Til að mynda er þetta mikið notað í Bandaríkjunum - og m.a. er menningarstofnanir þar; listasöfn, leikhús o.þ.h. svo til alfarið reknar fyrir gjafafé og auðvitað líka góðgerðarfélög, kirkjur, skólar, sjúkrahús og ýmiskonar fleiri félagasamtök.
Í Bandaríkjunum þurfa félagasamtök að sækja um tiltekna skráningu hjá ríkinu til að geta tekið við fjárframlögum sem veita skattaafslátt og eru ákveðnar takmarkanir á því (t.d. um að samtökin mega ekki standa í pólitískri baráttu eða skila hagnaði).
Ég gæti alveg séð álíka kerfi fyrir mér á Íslandi, þá væri hægt að hugsa sem svo að væru 100 krónur gefnar í gott málefni myndi það kannski veita 50 króna skattaafslátt.
Andri Thorstensen (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 13:15
Fyrst á litið finnst manni þetta óframkvæmanlegt, nema með mikilli vinnu og tilkostnaði, en eftir smá umhugsun sér maður fyrir sér að það þarf alsekki að vera, einhver viðbótarvinna en ekki svo gasaleg á þessari tölvuöld, styð þetta.
Sigfús Sigurþórsson., 21.3.2007 kl. 14:56
Andri: Ég var ekki að hugsa þetta sem stuðning við félagasamtök, heldur gætu menn einnig ákveðið að veita sínum prósentum í vegaframkvæmdir eða annað sem þeir hafa mikinn áhuga á.
Sigfús: Mér fannst þetta líka svolítið fjarstæðukennt sjálfum þegar mér datt þetta í hug, en svo fór mér stöðugt að finnast þetta óvitlausara.
Hrannar Baldursson, 21.3.2007 kl. 18:22
Áhugaverð hugmynd. Fyrsta sem ég sá fyrir mér væri áreiti þeirra sem sjá sér gott til glóðarinar, hin ýmsu sambönd. Segjum sem svo að ein samtökin eða málefnið tækist vel upp í að "auglýsa sig" og fengi pening langt umfram það sem nauðsynlegt er... hvað þá? Tökum dæmi. Ef stórhluti skattaborgara myndi gefa sinn hluta til fangelsismála. Peningarnar myndu duga til að byggja góð fangelsi og standa vel að starfsemi þeirra. Peningarnir myndu ekki bara duga heldur væri dágóð summa eftir. tugir miljóna. Eiga þá fangelsin þann pening og meiga ráðstafa af vild eða hvað?
Kannski eru litlar likur að svona gerist en vert samt að pæla í þessu
Hafrún Kristjánsdóttir, 21.3.2007 kl. 23:10
Hafrún: Góð pæling eins og svo oft frá þér. Fólk lærir að sjá í gegnum svona hluti, kannski ekki strax, en við mannfólkið erum ekkert síður fljót að læra en tækifærissinnarnir.
Nokkrar spurningar:
Hrannar Baldursson, 21.3.2007 kl. 23:30
Nei, ég er enn ekki orðin sannfærð. Kjósendur mættu gjarnan setja fram óskalista - en við gerum það þegar við x-um við einhvern flokk í kosningum því að þeir endurspegla ólíkar áherslur. Það mætti hins vegar hugsa sér þetta þrengra, t.d. að við veldum hvort við vildum styðja við RÚV, Bylgjuna, Útvarp Sögu eða þess háttar.
Hins vegar vildi ég gjarnan fá 10 atkvæði í kosningum og greiða þrjú þeirra í einn flokk, tvö í annan og fimm í þann þriðja. Mér finnst fúlt - stundum - að þurfa að splæsa öllu atkvæðinu mínu í einn flokk og næstum því segja að ég vildi að hann yrði alráður. Ég vil það alls ekki.
Má byrja á þessu, Hrannar?
Berglind Steinsdóttir, 22.3.2007 kl. 00:26
Berglind: Við erum bara ósammála held ég. Aftur á móti verð ég að viðurkenna að eftir að hafa séð útsendingar frá Alþingi hef ég orðið fyrir miklum vonbrigðum með rökleysuna, mælskulistina og öngþveitið sem fólk kemst upp með. Samt held ég að það virki alveg. Það virkar bara ekki vel. Og í sambandi við kosningarnar, þá hef ég því miður á tilfinningunni að hver flokkurinn sé öðrum verri - og að maður sé að velja á milli margra slakra kosta, en ekki góðra. Þessar kosningar minna mig meira á matseðil McDonalds en VOX. En um hvað er rifist mest á þingi? Er það ekki einmitt hvert skatturinn skuli fara? Væri þá ekki gott að hafa skýrar hugmyndir um vilja þjóðarinnar, eða skulu eingöngu misvitrir ráðamenn og sérfræðingar ákveða það?
Mér þætti sjálfsagt að lýðurinn fengi að taka meiri þátt en einfaldlega því að ákveða hver úr hópnum færi út í búð að versla. Mér finnst að við mættum líka hafa meira um það að segja hvað keypt verður úti í búð. Það vilja nefnilega kannski ekki allir pylsur með rúgbrauði í öll mál.
Annars til að fræðast nánar um mögulega málaflokka sem hægt væri að velja úr, má einfaldlega kíkja á íslensku fjárlögin. Á heimasíðunni fjarlog.is má smella á Fjárreiðuyfirlit og síðan Sundurliðanir til að skoða í hvað peningur okkar fer nú í dag. Mér finnst þessi skipting að mörgu leyti ágæt, en þætti betra ef við fengjum að ákveða aðeins meira sjálf. 25% er heldur ekki heilög tala. Þetta gætu þess vegna verið 10% eða 24,5% eða 15,7%. Spennandi væri líka að skoða hörmungurnar sem kæmu út úr útópíunni 100%.
Hrannar Baldursson, 22.3.2007 kl. 08:19
Þótt við gefum okkur að kjósendur myndu velja skynsamlega og velja að eyða 25% eða 50% í skynsamlega málaflokka eins og menntun, heilbrigði, samgöngumál og þess háttar gætu þingmenn haldið áfram að rífast um gæluverkefni löngum stundum og eytt milljón í ljósmyndastúdíó einkavinar eða 100 milljónum í silkiútsaum á Vopnafirði.
Og núna, þótt flestir séu ánægðir með að virðisaukaskattur hafi átt að lækka - það er fjárhagsleg ákvörðun sem verður að taka inn í breytuna - sýnist mér sú breytni stjórnmálamanna sem við pöbullinn hefðum valið einmitt hafa sannað að fólk hugsar eins og einstaklingar, hugsar ekki samfélagslega. Mín lauslega könnun sýnir að verðlag hefur ekki lækkað á matvöru nema kannski í þessa viku í kringum 1. mars. Kaupmenn hugsa þröngt út frá eiginhagsmunum sínum (sjálfsagt með undantekningum sem ég hef ekki gáð að).
Hitt er allt annað mál að það má vel stokka upp meðal fólksins sem útdeilir skattfénu okkar en ég er enn á því að leikurinn sé ekki rangur, það eru frekar spilamennirnir.
En, Hrannar, rétt eins og þú varpar þessu fram til umhugsunar í byrjun er ég líka að hugsa upphátt og ég er ekki sammála því að afskrifa skoðanir okkar þannig að við séum einfaldlega ósammála.
Við getum samt alveg látið gott heita hérna ...
Berglind Steinsdóttir, 22.3.2007 kl. 08:43
Blessuð Berglind. Þó að ég telji okkur vera svolítið ósammála um áherslur vil ég alls ekki afskrifa þínar skoðanir. Ég vil þakka þér kærlega fyrir að taka svona virkan þátt í umræðunni og finnst þú ómissandi.
Hrannar Baldursson, 22.3.2007 kl. 09:32
Varðandi þingið og röksemdarfærslur þar. Þegar ég var í nám og lærði heima á daginn var ég oftar en ekki með alþingi á og horfði með öðru auganu. Hef áhuga á politík, fylgist vel með einum þingmanni og svo finnst mér einhverja hluta vegna gott að hafa áreiti þegar ég læri. En allavegna ég tók eftir því að sumir þingmenn virtust hafa skoðun á öllu, litlu sem smáu, ómerkilegu sem merkilegu. Mörg mál sem rætt er um á þingi eru talsvert sérhæfð og jafnvel erfitt að hafa skoðun á þeim án þess að hafa lesið sér til. Mörg þessara mála voru þess eðlis að ég í raun vissi ekki hvort að þingmennirnir væru að segja mikið af viti að bulla bara tóma steypu. Einn daginn lagði ég eyrun við hlustir. Það var verið að ræða geðheilbrigðismál og m.a. var árangur meðferða. Í þessari umræðu stóð Sigurjón Þórðason upp og tjáði sig af miklum móð. Hafði mikla skoðun á málinu, staðhæfði hægri vinstri. Sigurjón var meira að segja svoldið reiður í pontu. Ég tel mig nú hafa vit á árangri meðferða en ef það sem Sigurjón hélt fram var sannleikur þá bara held ég að námið mitt sé farið fyrir bý. Þvílíkur munur sem var á staðhæfingum Sigurjóns og því sem ég hafði lesið í skólabókum og í ritrýndum vísindagreinum. Þetta kenndi mér sennilega það að þeir sem blaðra mest hafa sennilega minnst vit á því sem þeir eru að tala um. Það er einfaldlega erfitt að mynda sér upplýsta skoðun á öllum þeim málum sem rata á borð alþingis.
Hafrún Kristjánsdóttir, 23.3.2007 kl. 00:39
Sæl Hafrún. Þetta er einmitt vandamálið við Alþingi. Alltof oft eru opnar umræður Alþingis á sama stigi og það sem rætt er í kaffipásum á vinnustöðum; þannig að stundum líta Alþingisstörf út fyrir að vera ein alsherjar kaffipása. Það er eðlilegt að fólk skiptist á skoðunum, en þegar menn eru komnir á Alþingi finnst mér eðlilegt að gerð sé sú krafa til þeirra að þeir hafi djúpa þekkingu á málefnum og hafi vit á að halda sig fjarri kappræðum og málskrúði, en haldi sig nær samræðum og sýni ákveðna rökfestu. Því miður snýst umsóknin um starfið meira um að sýna hver hefur réttar fyrir sér en aðrir, og þeim sem tekst að líta best út í augum fjöldans - verða vinsælastir - þeir vinna. Það getur nefnilega vel verið að þeir sem yrðu bestu þingmennirnir gefa einfaldlega ekki kost á sér þar sem þeir sjá hvílíkur skrípaleikur og kviksyndi rökleysu háttvirt Alþingi er oft á þessum dögum. Ég ber mikla virðingu fyrir Alþingi sem stofnun, en finnst að starfsmenn þess þurfi að taka sig mikið á - og þá er ég ekki að tala um embættismenn í föstum störfum, heldur þingmennina sjálfa. Það er eitthvað rotið á Íslandi.
Hrannar Baldursson, 23.3.2007 kl. 07:48
Ég er sammála Berglindi í þessu máli. Erum við ekki í rauninni að ákveða í hvað skattpeningarnir okkar fara með því að kjósa þann flokk sem leggur áherslu á sömu mál og við?
Birna Dís , 7.4.2007 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.