Af hverju banna 'þeir' eða ritskoða skoðanir og þekkingu?
14.3.2007 | 22:35
Í pistli um ritskoðun leiddu hugleiðingarnar mig út í pælingar um bókabrennur og eyðileggingu á gögnum til að vinna málstað stjórnenda fylgi. Þá hugsaði ég með mér að ritskoðun og bann á ákveðnum upplýsingum væri sami hluturinn. En eftir nánari umhugsun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki.
Ritskoðun sýnist mér vera lævís leið til að útiloka ákveðnar upplýsingar. Klipptar eru senur úr kvikmyndum eða blaðsíður úr bókum, eða efninu jafnvel breytt aðeins til að hagræða sannleikanum.
Bönn á kvikmyndum og bókum er hins vegar allt annar handleggur. Íranskir stjórnmálamenn fullyrða að 300 sé árás Hollywood á íranska ríkið. Eins fáránlegt og þetta hljómar, þá festist þetta í hausnum á mér og sama hvað ég hristi mig til náði ég ekki að losa mig við þá hugmynd að bönn á listaverkum hljóti að vera mikilvæg vísbending um stöðu viðkomandi ríkis í heiminum og mannkynssögunni. Þegar þjóð fer að banna einhver svona hugverk þá fer sírena í gang. Til dæmis hef ég á tilfinningunni að kommúnistaríki, fasistar og nasistar; sem ganga út frá einni hugmyndafræði - hneigist til harðstjórnar og þeirri kröfu að stjórnendum sé fylgt skilyrðislaust af lýðnum - og að það sé þetta fólk, þegar það kemst til valda - sem bannar listaverk af ólíkum ástæðum.
Nú vil ég renna yfir lista af bókum sem hafa lent á bannlista víða um heim og í mannkynssögunni, og ég velti því fyrir mér hvort að þessi fullyrðing sé sönn: að eitthvað alvarlegt sé að þjóðfélagi sem sér sig knúið til að banna listaverk eða hugverk af einhverju tagi. Ég held nefnilega að eitthvað alvarlegt sé að þjóðfélagi þegar kaffæra þarf andstæðar skoðanir. Helstu óvinir lyga, blekkinga og ritskoðunar á þekkingu eru gagnrýnin hugsun, mannúð, pólitísk ranghugsun, tjáningarfrelsi og trúfrelsi.
Ég vil taka það fram að mér finnst fullkomlega eðlilegt að banna allt það klám sem hefur sannarlega orðið til með kynferðislegu ofbeldi. Aftur á móti getur sönnunarbyrðin verið frekar erfið í slíkum málum. Og þá tel ég að verið sé að hefta tjáningarfrelsið á réttlætanlegan hátt, þar sem að ofbeldi er aldrei réttlætanlegt sem frumorsök.
Mér sýnist megin ástæðan fyrir banni á bækur felast í að viðkomandi rit hvetur til gagnrýnnar hugsunar á tímapunkti þegar stjórnvöld eru viðkvæm fyrir slíku.
Hér er listi yfir nokkrar bannaðar bækur, og ég reyni að tilgreina ástæðu og óvin stjórnvalda sem verið er að bregðast við. Með dýpri greiningu er sjálfsagt hægt að túlka heilmikið út úr þessum lista.
Ég vil taka það fram að þessi listi er nánast afrit af samskonar lista á Wikipedia.
| ||||
Bók | Höfundur | Bókmenntategund | Ástæða | Óvinur ríkisins |
The Age of Reason | Thomas Paine | Heimspekitexti | Bannaður á Bretlandi fyrir guðlast á 18. öld. | Gagnrýnin hugsun. |
All Quiet on the Western Front | Erich Maria Remarque | Skáldsaga um hörmungar og heimsku stríðs. | Bönnuð af þýskum nasistum fyrir að vera mannskemmandi og móðgandi fyrir þýska herinn. | Mannúð og gagnrýnin hugsun. |
Animal Farm | George Orwell | Pólitísk skáldsaga | Bönnuð í Malasíu af trúarlegum ástæðum.
| Veit ekki. |
| Trúarbragðarit | Bönnuð í Saudi Arabíu fyrir að vera ekki af múslimatrú. | Gagnrýnin hugsun. | |
Biko | Donald Woods | Ævisaga | Bönnuð í S-Afríku fyrir gagnrýni á aðskilnaðarstefnuna og hvíta ríkisstjórn. | Gagnrýnin hugsun og umburðarlyndi. |
Black Beauty | Anna Sewell | Skáldsaga | Bönnuð í S-Afríku fyrir að nota orðið svartur í titlinum. | Pólitísk ranghugsun. |
Beautiful Retard | Matthew Hansen | Skáldsaga | Bönnuð í Bandaríkjunum vegna óþægilegs titils. | Pólitísk ranghugsun. |
The Blue Lotus | Hergé | Teiknimyndasaga (Tinnabók) | Bönnuð í Kína þar sem að hún sýndi kínverska þjóðernisflokknum stuðning. | Pólitísk ranghugsun. |
The Book of One Thousand and One Nights |
| Smásögusafn | Bönnuð í mörgum löndum þar sem múslimar stjórna. | Veit ekki. |
The Communist Manifesto | Karl Marx | Ritgerð um hagfræði | Bönnuð í löndum andsnúnum kommúnisma þegar rauða ógnin var í hámarki. | Gagnrýnin hugsun. |
Boris Pasternak | Skáldsaga | Bönnuð í Sovétríkjunum til ársins 1988 fyrir gagnrýni á Bolsévíkaflokkinn. | Gagnrýnin hugsun. | |
Ernest Hemingway | Skáldsaga | Bönnuð á valdatíma Franco á Spáni. | Veit ekki. | |
Paul M. Handley | Ævisaga | Bönnuð í Tælandi fyrir gagnrýni á konunginn, Bhumibol Adulyadej. | Tjáningarfrelsi. | |
The Kingdom of God Is Within You | Leo Tolstoy | Ritgerð um trúarbrögð | Bönnuð af rússneska keisaraveldinu fyrir kristið og anarkískt innihald. | Gagnrýnin hugsun. |
D. H. Lawrence | Erótísk skáldsaga | Tímabundið bönnuð í Bandaríkjunum og á Bretlandi þar sem að hún braut þágildandi lög um klám. Einnig bönnuð í Ástralíu. | Tjáningarfrelsi. | |
Lolita | Vladimir Nabokov | Erótísk skáldsaga | Bönnuð í Íran og Saudi Arabíu fyrir að innihalda lýsingu á barnaníðingi. | Tjáningarfrelsi. |
Richard Condon | Pólitísk skáldsaga | Bönnuð í kommúnistaríkjum af pólitískum ástæðum. | Gagnrýnin hugsun. | |
Mein Kampf | Adolf Hitler | Pólitísk hugmyndafræði | Að eiga og selja þetta rit er lögbrot í Þýskalandi og Ausurríki vegna laga gegn nasisma. | Tjáningarfrelsi. |
George Orwell | Pólitísk skáldsaga | Bönnuð í Sovétríkjunum af pólitískum ástæðum. | Gagnrýnin hugsun. | |
Aleksandr Solzhenitsyn | Skáldsaga | Bönnuð í Sovétríkjunum af pólitískum ástæðum. Höfundur gerður útlægur. | Gagnrýnin hugsun. | |
Philip Nitschke and Fiona Stewart | Leiðbeiningar um líknardráp | Bönnuð í Ástralíu af pólitískum og siðferðilegum ástæðum. | Veit ekki. | |
Mao Zedong | Safn | Bönnuð í S-Víetnam. | Veit ekki. | |
Thomas Paine | Pólitísk ritgerð | Bönnuð í Bretlandi fyrir að styðja frönsku byltinguna. Bönnuð í keisaraveldi Rússa af sömu ástæðum. | Gagnrýnin hugsun. | |
Salman Rushdie | Skáldsaga | Bönnuð á Indlandi og þjóðum sem stjórnaðar eru af múslimum fyrir guðlast. Bókabúðir neituðu að selja bókina af ótta við hefndaraðgerðir. Ayatollah Ruhollah Khomeini gaf yfirlýsingu um að Salman Rushdie væri réttdræpur. | Trúfrelsi. | |
James Joyce | Skáldsaga | Tímabundið bönnuð í Bandaríkjunum fyrir kynferðislegt innihald. | Tjáningarfrelsi. | |
Uncle Tom's Cabin | Harriet Beecher Stowe | Skáldsaga | Bönnuð í Suðurríkjum Bandaríkjanna og rússneska keisaraveldinu. | Tjáningarfrelsi. |
Yevgeny Zamyatin | Vísindaskáldsaga | Bönnuð í Sovétríkjunum af pólitískum ástæðum. | Pólitísk ranghugsun. | |
The Wealth of Nations | Adam Smith | Hagfræðiritgerð | Bönnuð í Bretlandi og Frakklandi fyrir að gagnrýna kaupauðgisstefnuna. Bönnuð í kommúnistaríkjum fyrir kapítalískt innihald. | Gagnrýnin hugsun. |
The Well of Loneliness | Radclyffe Hall | Skáldsaga | Bönnuð í Bretlandi fyrir að innihalda efni um lesbíur. | Tjáningarfrelsi. |
Winds of Change | Reza Pahlavi | Stjórnmálaspeki | Bönnuð í Íran af pólitískum ástæðum. | Gagnrýnin hugsun. |
Adolf Hitler | Handrit | Að eiga eða selja þetta handrit er lögbrot í Þýskalandi og Austurríki vegna laga gegn nasisma. | Tjáningarfrelsi. |
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:37 | Facebook
Athugasemdir
er ekki þróunarkenning Darwins líka bönnuð í einhverjum ríkja Bandaríkjanna?
Oddur Ingi (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 22:53
Hvernig var myndin 300? Á ég að fara að sjá hana og er hún sögulega rétt?
Björn Heiðdal, 15.3.2007 kl. 01:06
300 er gerð eftir sögu Frank Millers.. sögulega rétt? Það efast ég um.
En ef þú fílar testósterón hlaðnar myndir, þar sem dregin er upp mynd af vígamönnum og bardögum.. þá er gaman að þessu
Jens Ívar (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 08:45
Við lestur þessara lista og hugrenninga þinna þá vakna nokkrar spurningar. Hafa hugsanir og orð áhrif á manneskju? Hefur prentun áhrif á það hvernig fólk túlkar heimin og hefur prentið áhrif á hvernig fólk hegðar sér. Miðað við umræðuna og þennan lista þá virðist vera að stjórnmálamenn séu á þeirri skoðun.
Ef þú værir stjórnmálamaður og kæmist að því að ákveðið rit hefur þau áhrif á fólk að það myndi nota ofbeldi, mundir þú ekki reyna að vernda fólkið.. jafnvel með því að banna ritið?
Þetta er mjög áhugaverð pæling með ríki og ritskoðun.
Jens Ívar (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 08:52
Ég ætlaði að fara á frumsýningu 300 síðasta sunnudagskvöld en þá var einfaldlega uppselt. Ég kíki á hana þegar byrjað verður að sýna hana og sendi þá inn gagnrýni.
Hrannar Baldursson, 15.3.2007 kl. 09:00
Vel gert Hrannar.
Snorri Bergz, 15.3.2007 kl. 20:28
Jóna: gaman að heyra það.
Snorri: takk.
Hrannar Baldursson, 15.3.2007 kl. 21:43
Nasistar bönnuðu líka barnabókina Selurinn Snorri. How insane is that?
Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2007 kl. 22:33
Þetta með Selinn Snorra hafði ég ekki heyrt. En á hvaða forsendum?
Hrannar Baldursson, 18.3.2007 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.