The Queen (2006) ***

TheQueenPosterThe Queen er engin snilldarmynd. Hún er ágætis afþreying sem fjallar um frægasta fólk Bretlandseyja, og reyndar snilldarvel leikin af Helen Mirren í hlutverki Elísabetar Bretadrottningar. Ekki má gleyma framúrskarandi leik Michael Sheen í hlutverki Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands.

The Queen er svolítið sérstök. Að hluta til er hún þjóðfélagsádeila, að hluta drama en kjarninn í henni er rómantísk gamanmynd, og ástarsambandið er á milli Elísabetar drottningar og Tony Blair forsætisráðherra.

Sagan gerist í kjölfar bílslyssins í París sem leiddi Díönu prinsessu til dauða og fjallar um viðbrögð drottningarinnar við dauða fyrrum tengdadóttur sinnar. Það er útilokað að segja til um hvort að sönn mynd birtist á skjánum, en hún er samt mjög sennileg.

Tony Blair, sem nýi forsætisráðherrann með hugsjónir um hallarbyltingu kemur óvænt drottningunni til hjálpar þegar hann verður var við að konungsfjölskyldan er að missa allt traust vegna samskiptaleysis þeirra við almenning. Hann gerir allt í sínu valdi til að leiða drottninguna í gegnum erfiðleikana og stendur sig býsna vel sem ráðgjafi hennar, á meðan að hún ætti í rún að vera ráðgjafi hans.

Myndin fjallar annars um lífsstíl drottningarinnar, um dýrkun hennar á náttúrunni og hennar viðhorfs til embættisins, að þetta sé skylda sem einhver verður að framfylgja og það vill bara til að það er í hennar hlutverki.

Það leikur enginn vafi á því að leikstjórinn sýnir bæði drottninguna og forsætisráðherrann í mjög svo mildu ljósi. Drottningin er þessi virðingarverða þögula típa sem vill gera allt rétt, burtséð frá því hvaða skoðun fólk hefur á gjörðum hennar, en Tony Blair er maðurinn sem stýrir skipinu, og gerir það af skynsemi og mannúð.

Ég verð bara að spyrja: Er þetta virkilega sami Tony Blair og hóf Íraksstríðið með Bush Bandaríkjaforseta? Er þetta virkilega sama drottning og talaði ísköld um dauða Díönu prinsessu? Er þessi kvikmynd auglýsing fyrir breska verkamannaflokkinn fyrir næstu kosningar?

Ég hefði ekki misst af miklu þó að ég hefði misst af þessari mynd.

Smelltu hér til að lesa gagnrýni um fleiri kvikmyndir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband