The Departed (2006) ***

photo_18_hiresÞað er hrein tilvililjun að ég skuli leigja The Departed (2002) og Infernal Affairs (2002) á sama degi. Ég mundi ekki það sem ég hafði einhvern tíma heyrt, að The Departed væri endurgerð Infernal Affairs. En ég komst að því í dag og verð að segja að Infernal Affairs frá Hong Kong er mun betri kvikmynd en The Departed frá Hollywood.

Sagan er nákvæmlega sú sama. Handritið er nánast copy/paste dæmi, fyrir utan það að leikararnir búa til sínar eigin persónur úr efniviðnum og sagan glatar kjarnanum sem var svo sterkur í Hong Kong útgáfunni - að illmenni þjást meira eftir því sem þeir lifa lengur, og að dauðinn sé aðeins lausn fyrir þá undan þeirri þjáningu sem illska þeirra skapar bæði þeim og öðrum.

The Departed er fagmannlega gerð í flesta staði, en samt er ein alvarleg villa. Það er þegar Billy Costigan (Leonardo DiCaprio) veitir Colin Sullivan (Matt Damon) eftirför úr kvikmyndahúsi. Þegar Billy var inni í kvikmyndahúsinu fékk hann SMS skeyti á símann. Þá var titrari símans á. En þegar það hentaði handritinu, fimm mínútum síðar, fyrir utan kvikmyndahúsið, þá fékk hann aftur SMS skeyti, en þá var hringingin á og var stillt það hátt að Colin Sullivan varð var við eftirförina og náði að flýja. Slík mistök áttu sér ekki til í upprunalegu myndinni.

Talað er um að verðlauna Martin Scorcese með óskarsverðlaunum fyrir þessa mynd. Ég tel hann ekki eiga þau skilið. Hann hefur einfaldlega tekið formúlu úr frábærri mynd, berstrípað hana af merkingu og fært hana yfir til Boston borgar. Það finnst mér ekki mikil list. Aftur á móti, fyrir þá sem ekki hafa séð Infernal Affairs, er The Departed sjálfsagt ágætis skemmtun og jafnvel óvenju góð á Hollywood mælikvarða.

Leikur DiCaprio hefur verið mikið lofaður fyrir þessa mynd, en ég játa að mér þótti hann margfalt betri í Blood Diamonds.

Það er í rauninni ekkert þema í The Departed fyrir utan klisjuna að glæpir borgi sig ekki. Ekki merkilegur pappír, en vel gerður.

Ég mæli samt með henni sem góðri skemmtun, en hún er ekki sú snilld sem markaðsvélin í Hollywood vill láta þig trúa að hún sé.

Smelltu hér til að lesa gagnrýni um fleiri kvikmyndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Hrannar.

 Ég hef ekki séð Infernal Affairs en ég hef séð The Departed. Mér þótti The Departed ein af betri myndum síðasta árs, þó að næst þegar ég mun sjá hana þá mun ég ekki sjá hana með sömu augum ef hún er stæling af Infernal Affairs. Kanarnir eru duglegir við að taka Japanskar myndir og copy-a þær og gera þær að sínum eigin. Þá sérstaklega hryllingsmyndir. Mér þótti DiCaprio reyndar mjög góður í The Departed, en hann var náttúrulega frábær í Blood Diamond.

Ótrúlega gaman að sjá hvað þú hefur segja/skrifa hérna og mun ég vera daglegur gestur hérna. 

Kv. Oddur Ingi 

Oddur Ingi (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 00:26

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Takk fyrir þetta Oddur Ingi. 

Hrannar Baldursson, 25.2.2007 kl. 01:04

3 identicon

Það var einn hrikalegur galli við the Departed og það var Matt Damon, maður hafi enga samúð með persónunni sem hann lék og beið bara eftir því að hann mundi deyja. Hann var vondur og hafði enga mannlega takta.

 Á meðan í Kínversku myndinni þá skildi maður aðstöðuna sem bófin var í, var komin í einhvern forapytt sem hann átti ekki séns að skríða út úr.

 Það var stór galli við myndina.

Og algert hneyksli að hún skuli hafa fengið öll helstu verðlaun.     

Jens Ívar (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 13:16

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þarna er ég alveg sammál þér Jens. Þessi karakter var mun dýpri og áhugaverðari í kínversku útgáfunni, og kjarni sögunnar fjallaði einmitt um hversu hræðileg örlög það eru að vera svona manneskja.

Hrannar Baldursson, 26.2.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband