Infernal Affairs (Mou gaan dou) (2002) ****

InfernalAffairsPoster2Infernal Affairs hefst á þessum orðum: "Hið versta af hinum átta vítum er kalla hið endalausa helvíti. Það merkir endalausar þjáningar."

Infernal Affairs er um hið eilífa stríðs milli hins góða og þess illa, þeirra réttlátu og þeirra ranglátu.

Unglingsstrákar eru fengnir í lið með mafíunni og lögreglunni. Verkefni þeirra geta verið ansi margslungin. Við fylgjumst með sögu tveggja ungra manna. Annar þeirra er glæpamaður sem fær það verkefni að ganga í lögregluskóla og uppljóstra um leyndarmál lögreglunnar; en annar er tekinn úr lögregluskólanum og fenginn til að njósna um glæpastarfsemina innanfrá.

Þannig ganga hutirnir fyrir sig í tíu ár. Báðir hafa unnið sig upp í öruggar stöður innan stofnunar óvinarins þegar uppgötvast að svikarar séu í báðum liðum.

Tony Leung sýnir leik í hæsta gæðaflokki og leikur mjög svo eftirminnilega og tragíska persónu. Aðrir standa sig einnig gífurlega vel.

Fyrirfram bjóst ég við að þetta væri mikil ofbeldismynd, rétt eins og Hard Boiled og The Killer, sem var það allra vinsælasta frá Hong Kong fyrir um áratug síðan, en kvikmyndalistin hefur greinilega þróast mikið þar í landi, þar sem að dramað og persónurnar eru algjörlega í aðalhlutverki, og umhverfið aðeins notað sem karakter til að skoða þær betur á áhugaverðan hátt.

Báðar aðalhetjurnar, eða aðalandhetjurnar, þurfa að takast á við sinn innri mann og finna andlegt jafnvægi í því helvíti sem það að lifa í lygavef hefur skapað þeim. Mörkin á milli þess góða og þess illa verða stundum frekar óljós, en á endanum verður hver að gera upp við sig hvað hann velur: að vera góður eða illur í þessu lífi.

Þetta val er kjarninn í sögu Infernal Affairs, sem lýkur með þessari vísun í Búdda: "Sá sem er í endalausu helvíti deyr aldrei. Langlífi er það erfiðasta við endalaust helvíti."

Frábær mynd sem óhætt er að mæla með.

Smelltu hér til að lesa gagnrýni um fleiri kvikmyndir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband