Infernal Affairs (Mou gaan dou) (2002) ****

InfernalAffairsPoster2Infernal Affairs hefst á ţessum orđum: "Hiđ versta af hinum átta vítum er kalla hiđ endalausa helvíti. Ţađ merkir endalausar ţjáningar."

Infernal Affairs er um hiđ eilífa stríđs milli hins góđa og ţess illa, ţeirra réttlátu og ţeirra ranglátu.

Unglingsstrákar eru fengnir í liđ međ mafíunni og lögreglunni. Verkefni ţeirra geta veriđ ansi margslungin. Viđ fylgjumst međ sögu tveggja ungra manna. Annar ţeirra er glćpamađur sem fćr ţađ verkefni ađ ganga í lögregluskóla og uppljóstra um leyndarmál lögreglunnar; en annar er tekinn úr lögregluskólanum og fenginn til ađ njósna um glćpastarfsemina innanfrá.

Ţannig ganga hutirnir fyrir sig í tíu ár. Báđir hafa unniđ sig upp í öruggar stöđur innan stofnunar óvinarins ţegar uppgötvast ađ svikarar séu í báđum liđum.

Tony Leung sýnir leik í hćsta gćđaflokki og leikur mjög svo eftirminnilega og tragíska persónu. Ađrir standa sig einnig gífurlega vel.

Fyrirfram bjóst ég viđ ađ ţetta vćri mikil ofbeldismynd, rétt eins og Hard Boiled og The Killer, sem var ţađ allra vinsćlasta frá Hong Kong fyrir um áratug síđan, en kvikmyndalistin hefur greinilega ţróast mikiđ ţar í landi, ţar sem ađ dramađ og persónurnar eru algjörlega í ađalhlutverki, og umhverfiđ ađeins notađ sem karakter til ađ skođa ţćr betur á áhugaverđan hátt.

Báđar ađalhetjurnar, eđa ađalandhetjurnar, ţurfa ađ takast á viđ sinn innri mann og finna andlegt jafnvćgi í ţví helvíti sem ţađ ađ lifa í lygavef hefur skapađ ţeim. Mörkin á milli ţess góđa og ţess illa verđa stundum frekar óljós, en á endanum verđur hver ađ gera upp viđ sig hvađ hann velur: ađ vera góđur eđa illur í ţessu lífi.

Ţetta val er kjarninn í sögu Infernal Affairs, sem lýkur međ ţessari vísun í Búdda: "Sá sem er í endalausu helvíti deyr aldrei. Langlífi er ţađ erfiđasta viđ endalaust helvíti."

Frábćr mynd sem óhćtt er ađ mćla međ.

Smelltu hér til ađ lesa gagnrýni um fleiri kvikmyndir.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband