Er upptaka Evru og innganga í ESB galin hugmynd á þessum tímum?

scale

Ræddi við félagi minn frá Grikklandi í hádeginu um ESB og evrumálin. Hann sagði, nokkurn veginn svona: "Þið Íslendingar eigið aldrei, aldrei, aldrei að taka upp Evru. Þið eigið aldrei að ganga í Evrópusambandið. Sjáðu hvernig fór fyrir okkur! Horfðu til Kýpur."

Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að innganga í Evrópusambandið sé alls ekki galin hugmynd, en nú eru farnar að renna á mig tvær grímur, enda virðist Evran að nálgast hættumörk og krísan langt frá því að vera horfin úr Evrópu.

Einnig fannst mér athugavert þegar hann sagði að Grikkir hefðu tekið upp Evru á sínum tíma þar sem að trúin var að það myndi redda hagstjórninni. Gallinn var hins vegar sá að hagstjórnin sjálf var vandamálið, og hún breyttist ekki með upptöku Evru.

Nú er talað um að taka upp líruna að nýju og hætta algjörlega með Evruna, enda hækkar hún verðlagið það gríðarlega að fólk hefur ekki lengur efni á neinu.

Vildi bara deila þessu með ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Takk fyrir þetta Hrannar.

Það er gott að þú hugsir sjálfsstætt og aðeins út fyrir boxið.

Sérstaklega nú á þessum tímum þegar nánast allir íslensku fréttamiðlarnir eru stútfullir af áróðri fyrir ESB aðild daginn út og daginn inn.

Ég og konan mín fluttum til Íslands s.l. haust eftir að hafa búið í Bretlandi og Spáni s.l 7 ár.

Við höfðum ekki miklar skoðanir á þessum málum hér áður fyrr.

Frekar að við værum hlynnt því að skoða það á jákvæðan hátt að tengjast Evrópu betur á einhvern hátt.

En eftir að hafa kynnst því hvernig þetta miðstýrða valdaapparat ESB virkar og virkar ekki, þá erum við meðal hörðustu andstæðinga ESB aðildar Íslands og ekki að ástæðulausu !

Þó erum við mjög hlynnt frjálsum viðskiptum og samstarfi þjóða Evrópu á ýmsum sviðum og elskum menningu þeirra og sögu.

Gunnlaugur I., 20.3.2013 kl. 23:01

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Akkurat Gunnlaugur, rétt eins og þið höfðum við maður minn heitinn ekki mikið að segja um þjóðmál hér áður fyrr,eða hvernig þeim var stýrt.Við höfum staðið af okkur nokkurskonar nýlenduánauð, kreppur fátækt,verið hernumin,en ekkert af því er eins íþyngjandi og þessi þrúgandi ásókn okkar eigin stjórnvalda í að svipta okkur sjálfstæðinu.Þau eru svo blind að jefnvel dæmin sem hrannast upp í Evrópu,eins og það nýjasta á Kýpur hreyfir ekki við þeim. Evrópa/esb er undirlögð af þessum Barrössum sem sjást ekki fyrir í græðgi og valdafíkn. Við eigum okkar leynilegu kosningar,látum Sósialista finna fyrir okkur þar.

Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2013 kl. 01:44

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ætla Grikkir að fara að taka upp líru? Er þettaorðið svona slæmt? :D

Jón Steinar Ragnarsson, 21.3.2013 kl. 04:57

4 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jón Steinar: Góð athugasemd. Hann var að tala um Kýpur, sem áður höfðu "kýpverska líru" eða "kýpverskt pund", sem er eitthvað skylt hinni "tyrknesku líru".

Grikkir höfðu að sjálfsögðu "drökmur".

Takk fyrir leiðréttinguna.

Hrannar Baldursson, 21.3.2013 kl. 05:32

5 identicon

DoctorE (IP-tala skráð) 21.3.2013 kl. 09:30

6 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Það þarf ekki mikið til að snúa þér. Eitt símtal til Grikklands og málið leyst. Grikkir gerðu sjálfum sér þetta og eru núna búnið að draga frændur sína í kýpur með sér í skítinn

Mér finnst þetta svolítið eins og með alkohólista sem vill banna áfengi vegna þess að hann kunni eða gat ekki farið rétt með það

Grikkir eru frægir fyrir að borga ekki skatta og það að koma sínum fjármálum í klúður er þeirra gjörningur og það skiftir engu máli í hvaða gjaldmiðli þeir klúðruðu málunum. Hvað haldið þið að sé sagt um Ísland. Ísland er komið í sögubækurnar og mun verða í kennslubókum framtíðarinnar þar sem dæmi um hvað á ekki að gera verður tekið fyrir. Ísland mun verða nefnt í öllum bókum um hagfræði, þjóðahagfræði, viðskiptafræði, banking for dummies, banking by dummies, allt um spillingu. að ræna banka innanfrá og þar fram eftir. Svo sitja menn hér og skrifa háfleiga greinar um það hvernig Evran fór illa með nokkur lönd sem hafa farið illa að ráðum sínum. Stundum finnst manni að þessi ríki séu eins og aðili sem hefur gifst fyrir peninga. Þau halda að með því að hafa gengið í ESB og tekið upp Evru, þá eigi að sjá um þau um alla framtíð, en þeir sem þekkja góð hjónabönd vita að þau virka best þegar einstaklingar halda sínu sjálfstæði en vinna saman

Jón Páll Haraldsson, 21.3.2013 kl. 14:58

7 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jón Páll: Ég myndi fara varlega þegar alhæft er um heila þjóð. Svona sögusagnir um Grikki, né annarra þjóða fólk, get ég ekki tekið alvarlega.

Hrannar Baldursson, 21.3.2013 kl. 16:00

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Jón Páll - Ég held einmitt að það hafi alls ekki þurft neitt lítið til þess að hann hugsaði málin upp á nýtt og snérist að einhverju leyti í sjálfsstæðum skoðunum sínum. Þá er átt við Hrannar síðu hafa þessa bloggs.

Í þessu tilliti hafi einmitt þurft heil mikið til, en ekki lítið.

Það er nefnilega heilmikið og ýmislegt slæmt búið að ganga á hjá ESB og þeim valdaklúbbi og mjög margt gengið aftur á bak hjá þeim aðildarríkjum sem að sum hver héldu og var talið trú um það að með evru og ESB aðild yrði þetta bara tóm hamingja og ekkert slæmt gæti hent þau.

Þannig hefur þetta ESB trúboð líka verið boðað hér um langan tíma. Eftir hrunið hér 2008 sögðu þessir aðilar fullum fetum:

"Þetta hefði aldrei getað skeð ef að við hefðum verið með evru og í ESB"

Afhverju ekki sögðum við:

Jú svörin voru öll á einn veg.

Þetta hefði aldrei getað skeð af því að aginn og regluverkið hjá ESB væri svo pottþétt og fullkomið og þessu hefði því aldrei verið leyft að gerast og þar að auki myndi Seðlabanki ESB virka til þrautavara eins og það var kallað.

Þetta hefur allt saman reynst eins stór LYGI -

Því regluverkið var einmitt skilgetið afkvæmi ESB elítunnar og einmitt vegna þess gat þetta skeð og þetta hefur einnig skeð í fjölda annarra aðildarríkja ESB og Evrunnar, einmitt vegna gatslitins og ófullkomins regluverks ESB.

SSeðlabanki ESB virkar illa eða alls ekki til þrautavara hann reynir aðeins að bjarga og assa uppá stórkapítalið og þeirra hagsmuni og herðir að almenningi og setur ströng skilyrði sem einugis þjóna stórkapítalinu.

Það sem meira er við höfum einmitt vegna þess að við erum ekki í ESB og ekki með evru þá gátum við farið aðrar og að mörgu leyti skárri leiðir en ýmis önnur ESB/EVRU ríki eins og til að mynda Írland, Grikkland, Spánn og Kýpur nú.

Við keyrðum bankana í þrot með neyðarlögunum og klipptum á og létum stóru erlendu braskbankana sem lánað höfðu okkar bönkum tapa kröfum sínum eða settum þá aftast í kröfuhafa röðina.

Í kreppulönmdum evrunnar snýst alt um það hjá ESB elítunni að lána jú einhverja lágmarks peninga og hengja það á ríkissjóðina og skattgreiðendur hinna þjáðu landa til þess eins að braskararnir sem lánuðu bönkum þeirra tapi nú sem allra minstu.

En fólkið sjálft og komandi kynslóðir nei þau skulu bara borga. Game over !

Það er nú öll umhyggjan, sem fólk sér auðvitað orðið í gegn um !

Gunnlaugur I., 21.3.2013 kl. 16:22

9 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Hrannar, Hvað er ekki satt í því sem ég skrifaði? Varst þú ekki að taka aftstöðu útfrá orðum eins manns sem þú varst að tala við? Auðvitað eru margir Grikkir sem borga sína skatta að fullu og auðvitað eru ekki allir Grikkir abyrgir fyrir stöðunni sem Grikkland er í dag en málið er samt að Gríska þjóðin er í þessari stöðu vegna þess að of margir Grikkir borga ekki sína skatta og útgjöld ríkissins eru of há og það er bara útúrsnúningur hjá þér að tala um alhæfingu

Jón Páll Haraldsson, 21.3.2013 kl. 16:28

10 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Gunnlaugur, það er jafn vitlaust að segja að bankahrunið hefði ekki gerst á Íslandi ef við hefðu haft Evru. Hrunið var mannagjörningu ekki gjaldmiðils. Hitt er annað. Þú segir að við létum kröfuhafana borga. hmmm. Hvað kallar þú stökkbreittu lán Íslenskra heimila og fyrirtækja vegna hruns krónunnar, botnlausar verðhækkanir og tæplega 5% verðbólgu? Eru semsagt Íslendingar ekki að borga?

Jón Páll Haraldsson, 21.3.2013 kl. 16:34

11 Smámynd: Hrannar Baldursson

Jón Páll: Ég hef rætt við fleiri en þennan eina mann um þessi mál. Hef heyrt sams konar hluti frá einstaka Ítölum, Spánverjum, Portúgölum, Ungverjum, Króötum, Bretum og Pólverjum, svo einhverjir séu nefndir. Hins vegar er þessi Grikki menntaður í alþjóðasamskiptum og hefur innsýn sem honum tókst að tjá betur en ég hafði áður heyrt. Rétt er að fara varlega, í dag, sem aldrei fyrr.

Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvernig sama saga er að endurtaka sig um alla Evrópu. Gríðarlegar stjórnmálakrísur í kjölfar spillingar og hagsmunabaráttu. Nákvæmlega það sem maður heyrir á Íslandi. ESB hefur ekkert með ástandið að gera, og Evran ekki heldur.

Þetta virðist vera ástand skapað af þeim fáu sem eiga mestan auðinn á þessari jörðu, og vilja ekki aðeins halda honum, hvað sem það kostar, heldur hámarka hann, þó að það gagnist engum, nema kannski þeim sjálfum. Og þessu ástandi er því miður viðhaldið af spilltum stjórnmálamönnum sem láta spila með sig fyrir klinkið, í villtum dansi.

Hrannar Baldursson, 21.3.2013 kl. 16:55

12 Smámynd: Jón Páll Haraldsson

Hrannar. Kjarni málsins er að maður verður að vera opin og á varðbergi og hlusta á allar hliðar. Það verður aldrei til hinn fullkomni, heimur, ESB eða Ísland og það verða alltaf til einstaklingar sem verða sterkt með eða á móti og aðrir sem fljóta með.

Spilling og græðgi er eins og svo margt annað sem virðir ekki nein landamæri og því miður þá er staða mjög margra þjóða í heiminum slæm vegna þess, ekki bara Íslands eða tiltekinna ESB- eða Evru ríkja

Þú segir að vinur þinn hafi menntun til. Ég ætla ekki að efast um það en sjáðu hvað okkar sérfræðingar (sem eiga að hafa menntun til) segja og sögðu fyrir hrun. Fáir sögðu að hrun væri framundan og þeir fáu fengu heldur betur að heyra það og eftir hrun, þá talar fók í allar áttir og allt eru það sérfræðingar

Ég tel að það sé mjög umhugsunarvert varðandi Grikkland, Kýpur, Spán og Portúgal hvað þessar þjóðir eiga sameiginleg og hvað þær áttu sameiginlegt áður en þær tóku upp Evru. Hvað gerði þær öðruvísi enn gömlu ESB ríkin og hvort þessar þjóðir hefðu nokkurntímann átt að taka upp Evru. Evru sem hefur allt annan styrk en gömlu gjaldmiðlar þessara þjóða höfðu.

Ég vil að lokum taka það fram að ég er ESB viðræðu sinni. Ég vil að við klárum viðræðurnar og tökum síðan upplýsta ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu og fyrst þegar viðræðurnar eru búnar er ég tilbúinn að taka endanlega afstöðu

Jón Páll Haraldsson, 21.3.2013 kl. 18:05

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er nákvæmlega það sama sem mínir vinir í Þýskalandi, Austurríki, Danmörku og fleiri löndum segja við mig.  Þið hafi ekkert inn í ESB að gera, þið hafið allt sem til þarf, það er engin þjóð sem er jafn sjálfri sér nóg um allar auðlindir eins og þið. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.3.2013 kl. 21:50

14 Smámynd: Guðjón Sigurbjartsson

Ásthildur, fjármál heimilanna skipta mestu máli. Þau hafa versnað mjög mikið eftir hrun. Við höfum það ekki gott núna, hér versnaði ástandið mjög mikið og það er all langur tími þar til þetta fer að verða bærilegt hérna.

Hrunið hefði ekki orðið svona mikið innan ESB og með Evruna. T.d. hefði ekki komið verðbólguskot sem hefur sett fjarhag heimilanna í rúst.

Auðlyndirnar okkar fara ekkert. Þær verða hér og við getum nýtt þær áfram.

Guðjón Sigurbjartsson, 23.3.2013 kl. 06:32

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jæja heldurðu það?  Það er alveg öruggt að sjávarútvegurinn okkar fer undir yfirstjórn ESB.  Veit ekki hvað þið eruð að hugsa ESB sinnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.3.2013 kl. 09:31

16 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hrannar ég vinn nokkrar vikur í Þýskalandi. Tengdafaðir minn var framkvæmdastjóri annars stærsta endurskoðunarfyrirtækisins þar. Það að taka 1-2 klukkutíma göngutúr með honum er á við hvaða endurmenntunarnámskeið sem er. Þó tölum við talsvertsaman líka með þögninni!

Hann  hefur sagt:

1. Þið eigið að ganga í ESB af því að þið eruð hluti af okkur

2. Það þýðir ekkert að tala um inngöngu fyrr en þið hafið tekið til í ykkar ranni. Þeir sem koma inn til þess að leysa efnahagsvandamál sín eru að koma inn á röngum forsendum

3. Þið fáið ekki Evruna næstu árin

4. Þið eigið að koma inn á pólitískum ástæðum en ekki efnahagslegum (sama og Uffe Elleman Jensen hefur verið að hamra á) Við ræðum ekkert þessar pólistíksu ástæður hér heima. 

5. Þið eigið ekki að koma inn strax. Fyrst þarf ESB að taka til í sjávarútvegsmálum ykkar. 

6. INngangan gætii orði innan 10 ára, en aldrei innan 5 ára, og á þeim tíma getur margt breyst, sem breytir hugsanlega áhuga ykkar. 

Sigurður Þorsteinsson, 25.3.2013 kl. 06:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband