Þjóð í fjötrum fortíðar?

Khomeini, fyrrum herskár leiðtogi og æðstiklerkur ÍranaSífellt er reynt að takmarka getu Írana til nýtingar á kjarnorku, og þá formlega séð vegna ótta við að þeir muni nota kjarnorkuna til framleiðslu kjarnorkuvopna.

Skiptir ekki máli þó að ætlun Íransstjórnar sé tengd friðsællri nýtingu á kjarnorkunni, og þá líklega fyrst og fremst til að keyra raforku, og þannig þoka samfélaginu nær nútímanum?

Eru Bandaríkjamenn í raun að gagnrýna óstöðuga stjórnskipan í Íran, þar sem að ætlun í dag getur auðveldlega orðið allt önnur á morgun hjá þjóð sem hefur sýnt að hún getur verið mjög herská gagnvart nágrannaþjóðum og það á trúarlegum forsendum? Slíkt situr sjálfsagt enn í minni margra varnarmálasérfræðinga fyrir vestan.

 Stóra spurningin er þessi: er réttlætanlegt að hefta þróun á nýtingu kjarnorku Írana? 

 


mbl.is Larijani varar við fljótfærnislegum og hættulegum ákvörðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hrannar.

Ef markmið Írana er eingöngu að framleiða raforku með kjarnorku, þá ættu þeir að geta starfað með alþjóðlegu kjarnorkumálastofnunni og leyft að fylgst séð með öllum skrefum í þessu ferli.

Þegar skilyrði eru uppfyllt sem alþjóðlega samfélagið er sammála um að rétt sé að fylgja, sér maður ekki að þeir hafi minni rétt en Bandaríkjamenn, Bretar eða Svíar svo einhverjir séu nefndir, til þess að nýta sér raforku með friðsamlegum hætti.

Kveðja, Atli.

Atli Þór (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 02:36

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Hárrétt athugað Atli og vel hugsað eins og þér er vant. Að sjálfsögðu er verið að ræða um skilyrði sem alþjóðlega samfélagið krefst. Aftur á móti er stóra spurningin hvort að þessi skilyrði séu þau sömu og sett eru öðrum þjóðum; og þá aftur hvort að þau eigi við. Sjálfur viðurkenni ég fávisku mína í þessu máli. Ég veit ég ekki hver þessi skilyrði eru.

Hrannar Baldursson, 23.2.2007 kl. 08:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband