Vilja Sjálfstæðismenn frekar fylgja kristnum gildum en heilbrigðri skynsemi og gagnrýnni hugsun?
24.2.2013 | 07:28
Landsþing Sjálfstæðismanna hafnaði að breytingartillögu á þessum orðum: "Sjálfstæðisflokkurinn telur að kristin gildi séu þjóðinni til góðs nú sem aldrei fyrr og að hlúa beri að kirkju og trúarlífi. Sjálfstæðisflokkurinn vill standa vörð um þjóðkirkju Íslands samkvæmt stjórnarskrá. Landsfundur telur mikilvægt að ríkisvaldið standi full skil á félagsgjöldum (sóknargjöldum) þjóðkirkjunnar og annarra trúfélaga. Öll lagasetning skal ávallt taka mið af kristnum gildum og hefðum þegar það á við."
Þetta vekur upp ákveðnar spurningar.
Hvenær eiga kristin gildi og hefðir við þegar kemur að lagasetningu? Sjálfsagt á slíkt aldrei við í hugum fjölmargra þingmanna. Sjálfsagt á slíkt alltaf við í hugum annarra. Sem þýðir að setningin sem slík er jafn merkingarlaus og: "Þessi setning er ósönn". Samt hefur setningin tilgang. Hver ætli hann sé?
Þýðir þetta að trúlausir, öfgafullir vantrúarmenn, gyðingar, múslimar, hindúar, Búddatrúarmenn, goðatrúarmenn, frjálshyggjumenn, sérhagsmunavörslumenn og allir þeir sem taka ákvarðanir í lífi sínu og byggja á öðru en kristnum gildum eru ekki lengur gjaldgengir í Sjálfstæðisflokkinn?
Þurfa þeir að taka siðfræðipróf sem byggt er á kristinni trú, gildum og hefðum áður en þeir gegna ábyrgðarstöðum á þingi fyrir flokkinn? Það er nefnilega eitt að segjast miða við ákveðið siðferði og annað að fara eftir því. Það að lifa og taka ákvarðanir eftir ákveðnum gildum krefst djúprar þekkingar og visku.
Mæli með að íslenskir guðfræðingar og heimspekingar bjóði stjórnmálamönnum á námskeið um kristið siðferði, þar sem guðfræðingar skoða/ rannsaka kristin gildi út frá stjórnspeki, en heimspekingar skoði sambærileg gildi frá öðrum sjónarmiðum, til dæmis frá sjónarmiði heilbrigðrar skynsemi, gagnrýnnar hugsunar, skylduhugtakinu, nytjahyggju, trúleysi, ólíkum trúarbrögðum og sérstaklega hagsmunaöflum, - svo dæmi séu nefnd.
Hvernig verður þessu ákvæði fylgt eftir í verki?
Púkann í Don grunar að veruleikinn að baki slíkrar samþykktar hafi annað markmið en að rækta kristna trú, siði og hefðir og hafi meira að gera með umsjón sóknargjalda og söfnun atkvæða hjá þeim sem verja vilja hagsmuni kirkjunnar þjóna. Þetta gæti verið snjöll leið til að komast á atkvæðaspena gegnum Þjóðkirkjuna.
Sumir eru snillingar í að koma sér á spena.
Kristin gildi ráði við lagasetningu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 16.12.2014 kl. 08:48 | Facebook
Athugasemdir
Kristin gildi og heilbrigð skynsemi ásamt gagnrýninni hugsun eru engar andstæður. Hinsvegar finnst mér ólíklegt að að Bjarni Ben sé að fara að selja eigur sínar, sem hann eignaðist í skjóli innherjaupplýsinga og gefa fátækum. - Lúkas 18:18-27.
Theódór Norðkvist, 24.2.2013 kl. 21:44
Rétt Theódór.
Hrannar Baldursson, 24.2.2013 kl. 21:51
Sýndarmennska
Guðjón Sigþór Jensson, 26.2.2013 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.