Hvenær er réttlætanlegt að leka trúnaðarupplýsingum?
15.10.2012 | 16:04
Sértrúarsöfnuður sem kannast ekki við að vera trúfélag, Vantrú, höfðaði mál gegn Bjarna Randveri, stundarkennara við Háskóla Íslands í guðfræði, og kærði kennarann til siðanefndar Háskóla Íslands. Vantrúarmenn sem meðal annars hafa heimsótt þessa bloggsíðu sem þú lest núna, eru duglegir að biðja um tilvísanir, en ekkert endilega rök, máli manna til stuðnings, og telja "vísindin" vera einhvers konar svarmaskínu, á meðan sannleikurinn um vísindin er sá að þar er meira um spurningar en svör, og kenningar en sannleik.
Vantrúarmenn höfðu skipulagt árásir á Bjarna á lokuðu spjallkerfi sínu, vegna þess að hann fjallaði um Vantrú í kennslustund án þeirra samþykkis. Um þetta mál má meðal annars lesa hérna. Athugasemdirnar eru sérstaklega áhugaverðar.
Í þessum spjallþræði af innri vef Vantrúar hafði meðal annars verið talað um að leggja í "heilagt stríð" gegn kennaranum, sem síðar var fylgt eftir með því að skrifa á árásargjarnan hátt um manninn á vefnum "vantru.is", auk þess að hann var kærður til siðanefndar Háskóla Íslands, sem í sjálfu sér er afar alvarlegt mál. Fátt er alvarlegra en að ráðast gegn orðspori og virðingu annarrar manneskju. Og þá er það sérstaklega alvarlegt ef í ljós kemur að ákæran var tilefnislaus.
Vantrúarmenn virðast lifa í slíkri villu að telja slíka árásargjarna hegðun það sama og gagnrýna hugsun. Rétt eins og ofsatrúaðir einstaklingar eigin trúfélaga telja sig ástunda sína trú, á meðan þeir vinna í raun gegn henni.
Einhver þeirra sem las eða tók þátt í umræðunni lak þessum spjallþræði af innri vef Vantrúar til kennarans. Sama hver sú manneskja var, þá á hún virðingu og heiður skilið fyrir uppljóstrunina.
Vantrúarmenn gagnrýna að Bjarni skuli hafa notað þessar upplýsingar sér til varnar, enda séu þær trúnaðarupplýsingar sem "stolið" var af þeirra trúnaðarsvæði.
Telja Vantrúarmenn þá leyndarhyggjuna sem slíka mikilvægari en sannleikann? Ef svo er, virðist Vantrú taka afstöðu gegn samtökum eins og "Wikileaks" og uppljóstrurum í fyrirtækjum og stofnunum sem koma upp um vafasama og skaðlega hegðun innan úr eigin herbúðum, og með leyndarhyggju þar sem almenningi er haldið fáfróðum á kostnað fámennrar klíku, eins og til dæmis skilyrðislausri bankaleynd, eða földum upplýsingum um skaðsemi reykinga sem var vísvitandi haldið frá neytendum af tóbaksfyrirtækjum. Dapurlegt skot í fótinn.
Vantrú þykist berjast gegn hindurvitnum og skipulögðum lygum trúarbragða, en í stefnu þess segir orðrétt á forsíðu þeirra: "Helsta markmið félagsins er að vinna gegn boðun hindurvitna í samfélaginu." Með þessari skipulögðu árás á eina manneskju hefur félagið sýnt að það stendur ekki fyrir skynsamlega umræðu og gagnrýna hugsun, þó svo að sumir einstaklingar innan félagsins geti verið af öðrum meiði.
Ber einstaklingi eitthvað annað en siðferðileg skylda til að láta vita af svona umræðu meðal félaga sinna? Væri kannski réttara að þegja og verða þannig samsekur öðrum félagsmönnum að glæpnum, ef við gerum ráð fyrir að einelti og skipulagt níð sé glæpur?
Mynd: Whistleblower eftir Goni Montes
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 16.12.2014 kl. 08:58 | Facebook
Athugasemdir
http://www.vantru.is/2011/01/05/09.00/
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.10.2012 kl. 17:19
Anna: Takk fyrir góða ábendingu. Það má greina eðlismun á þessum tveimur málum. Eitt er þegar fólk spjallar saman á lokuðu svæði, annað þegar fólk er að plotta saman gegn öðru fólki á lokuðu svæði. Engin ástæða er til að leka upplýsingum þegar samræðurnar eru sakleysislegar, en góð ástæða er til að leka upplýsingum þegar samræðurnar fela í sér tilraun til að skaða annað fólk.
Þá er sama hver á í hlut.
Hrannar Baldursson, 15.10.2012 kl. 17:57
Hrannar, eins og fram kemur í greininni sem var skrifuð um þetta þá var ekki um leka að ræða. "Leki" vísar til þess að einhver sem hefur lögmætan aðgang að einhverju miðli gögnunum út fyrir hringinn.
Ef ég t.d. myndi brjótast inn í tölvupóstinn þinn og dreifa honum til áfram væri ekki um "leka" að ræða.
Annað í þessum pistli þínum er líka kolrangt, og gefur til kynna að þú hafir annað hvort ekki kynnt þér málið, eða er bara sama þó svo að þú farir með rangt mál til að sverta félag sem þér líkar ekki við. Til dæmis segirðu að Bjarni hafi verið kærður til siðanefndar HÍ "vegna þess að hann fjallaði um Vantrú í kennslustund án þeirra samþykkis". Þetta er rakalaust bull.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.10.2012 kl. 19:54
Hjalti Rúnar:
Upplýsingarnar láku út. Þar af leiðandi tala ég um leka. Fer ekki í fínari skilgreiningar á hugtakinu. Sé ekki ástæðu til að skilgreina hver framkvæmdi lekann. Það er aukaatriði.
Ef þú brýst inn í tölvupóst annarrar manneskju, þá ertu að stunda persónunjósnir. Persónur eru varðar fyrir slíku víða um heim með lögum, þar á meðal Íslendingar gegnum persónuvernd. Verðir þú hins vegar var við tölvupóst frá annarri manneskju þar sem hún greinilega leggur á ráðin til að skaða aðra manneskju, getur það réttlætt að afrit sé tekið af slíkum póst og hann sendur viðkomandi manneskju.
Þú segir: "Til dæmis segirðu að Bjarni hafi verið kærður til siðanefndar HÍ "vegna þess að hann fjallaði um Vantrú í kennslustund án þeirra samþykkis". Þetta er rakalaust bull."
Ég er tilbúinn að læra. Þú mátt útskýra fyrir mér hvað er rangt við þessa fullyrðingu og ég skal hlusta vandlega.
Hrannar Baldursson, 15.10.2012 kl. 20:10
Sæll, Hrannar.
Félagið Vantrú virðist ekki hafa mikið álit á mönnum, sem telja sig, samvisku sinnar vegna, knúna til að koma upplýsingum áleiðis um undarlegt eða siðferðilega vafasamt athæfi.
Ég fæ ekki séð að Vantrúarmenn geti haft mikla samúð með Bradley Manning, þeim sem lak gögnum Bandaríkjahers til Wikileaks og situr nú í einangrun í herfangelsi vegna málsins.
Helgi Ingólfsson, 15.10.2012 kl. 20:24
Þú myndir þá kalla það 'leka' ef ég brýtist inn í tölvupóstinn þinn og færi að dreifa þeim?
Hvað með þetta dæmi: Ég er heima hjá þér og fer í tölvuna þína til að sýna þér fyndna mynd af kisu sem ég fékk í tölvupósti. Ég gleymi að skrá mig úr tölvupóstinum.
Væru það "persónunjósnir" ef þú færir að lesa í gegnum póstinn minn? T.d. ef þú færir að skoða hundruði tölvupósta sem ég og lögfræðingurinn minn værum að senda hvorir öðrum?
Myndirðu segja að þarna hefði ég bara "orðið var við tölvupóst frá annarri manneskju"?
Bjarni var ekki kærðr til siðanefndar fyrir að hafa 'vegna þess að hann fjallaði um Vantrú í kennslustund án þeirra samþykkis'. Það er bara rugl og vitleysa.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.10.2012 kl. 20:25
Helgi, finnst þér ekki mikilvægt að athuga það hvernig viðkomandi aðili fékk aðgang að þeim gögnum sem um ræðir? Ef ég stundaði það að brjótast inn í tölvupósta fólks og væri að leita að einhverjum "vafasömum athæfum", þá myndi ég ekki telja þann verknað vera til fyrirmyndar.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.10.2012 kl. 20:31
Hjalti: Hver hefur brotist inn í tölvupósta? Ég fæ ekki séð að það séu gild rök í þessari umræðu. Eigum við ekki frekar að segja að gögn hafi verið skilið eftir á glámbekk?
Helgi Ingólfsson, 15.10.2012 kl. 20:34
Hjalti:
Þú gætir eflaust forvitnast fyrir mig um afstöðu Vantrúarmanna til Bradley Manning. Mér sýnist það samsvarandi í þeim skilningi að menn finna sig knúna af siðferðilegum ástæðum til að koma á framfæri upplýsingum um undarlegt eða siðferðilega vafasamt athæfi.
Helgi Ingólfsson, 15.10.2012 kl. 20:37
Helgi, hérna er dæmi: Ég er heima hjá þér og fer í tölvuna þína til að sýna þér fyndna mynd af kisu sem ég fékk í tölvupósti. Ég gleymi að skrá mig úr tölvupóstinum. Þegar ég er farinn ákveður þú að fara að lesa alla tölvupóstana mína.
Hefði ég "veitt þér aðgang" að tölvupóstinum mínum? Væri þér ekki fullkunnugt um það að ég var ekki að veita þér leyfi til að lesa tölvupóstana mína? Eða skildir þú þetta bara eftir á glámbekk þannig að ég væri í fullum rétti til þess að lesa tölvupóstinn þinn?
En allt í lagi, kannski er "brjótst inn í" ekki alveg rétta orðið. Segjum frekar: "Ef ég stundaði það að komast inn í tölvupósta fólks í óleyfi...." Sáttur við það orðalag?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.10.2012 kl. 20:42
Hjalti Rúnar: eitthvað er þessi setning þín undarleg. Ég skil hana ekki. Geturðu útskýrt betur? Og ég hlusta.
"Bjarni var ekki kærðr til siðanefndar fyrir að hafa 'vegna þess að hann fjallaði um Vantrú í kennslustund án þeirra samþykkis'. Það er bara rugl og vitleysa."
Mér sýnist þú kominn út á hálan ís með tölvupóstsskýringunni, gamli félagi. Sjálfsagt áttu erfitt með að sjá þetta hlutlausum augum þar sem þú virðist persónulega tengdur málinu. Það er ég hins vegar ekki.
Vísun Helga í Bradley Manning er alls ekki fjarstæðukennd.
Hrannar Baldursson, 15.10.2012 kl. 20:49
Svona á hún að vera:
"Bjarni var ekki kærður til siðanefndar 'vegna þess að hann fjallaði um Vantrú í kennslustund án þeirra samþykkis'. Það er bara rugl og vitleysa.""
Af hverju í ósköpunum finnst þér það vera á hálum ís?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.10.2012 kl. 20:50
Hjalti Rúnar: nú ertu bara að endurtaka hlutina. Ég óskaði eftir að þú upplýstir mig hafi fullyrðingin verið röng, ekki að þú dæmdir mig fyrir fullyrðinguna, hafi hún ekki verið nógu nákvæm. Ég er engu fróðari.
Háll ís: vegna eðlismunar á málunum tveimur. Rekist þú á eitthvað sakhæft, hættulegt eða skaðlegt í tölvupósti annarrar manneskju, sem þú hefur lesið í óleyfi, þá tel ég að þér beri skylda til að gera eitthvað í málinu, annars átt þú á hættu að vera samsekur.
Hrannar Baldursson, 15.10.2012 kl. 21:14
Hjalti:
Talandi um það að vera á hálum ís, þá tek ég eftir að þú skautar framhjá Manning-hliðstæðunni. Þess vegna er best að ég spyrji þig beint út: Hver er afstaða þín til þeirrar upplýsingaveitingar, sem Bradley Manning er sakaður um?
Helgi Ingólfsson, 15.10.2012 kl. 21:19
Hrannar, Bjarni var kærður til siðanefndar vegna þess að okkur þótti umfjöllun hans um Vantrú vera áróðurskennd og jafnvel óheiðarleg (t.d. mjög undarlegar klippingar á tilvitnunum).
Það hefur enginn nokkurn tímann haldið því fram að Bjarni þyrfti "samþykki" okkar til að fjalla um okkur í HÍ.
Hrannar, allt í lagi. Það er reyndar út í hött að tala um að hann hafi bara "rekist á" þetta. Ingvar vissi vel að hann var að skoða trúnaðarsamtöl í óleyfi, og eins og fram hefur komið þá er þessi spjallþráður mjög langur (enda hefur málið verið mörg ár að veltast um!). Hann hefur því verið að lúslesa trúnaðarsamtöl sem hann komst að í óleyfi.
Helgi: Ég á afskaplega erfitt með að sjá mikla hliðstæðu þarna á milli. Annars vegar var ekkert glæpsamlegt, "sakhæft, hættulegt eða skaðlegt" á Vantrúarspjallinu sem var komist yfir með því að fara í óleyfi inn í trúnaðarsamtöl af utanaðkomandi aðila. Hins vegar var um að ræða hugsanlega stríðsglæpi sem innanbúðarmaður hafði aðgang að.
En Helgi, myndirðu segja að þú hafir "veitt mér aðgang" að tölvupóstunum þínum ef þú gleymdir að skrá þig út?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.10.2012 kl. 21:41
Hjalti:
Skiljanlega kemur þú ekki auga á hliðstæðuna - ég held að flestir geri það aðrir en Vantrúarmenn.
En telur þú ekki að möguleg skipulagning eineltis, eins og sumir hafa sakað Vantrú um, geti hugsanlega verið "sakhæf, hættuleg eða skaðleg"?
Ég mundi aldrei gleyma að skrá mig út af tölvupóstinum, svo að spurningin er ekki relevant fyrir mig.
En talandi um að brjótast inn í tölvur, þá hefur mér einu sinni verið hótað slíku. Þá var einn Vantrúarmaður að hvetja annan Vantrúarmann til að gera það. Telur þú slíkt athæfi siðferðilega verjandi?
Helgi Ingólfsson, 15.10.2012 kl. 21:58
Helgi, mér finnst þetta eineltistal afskaplega fjarsætðukennt. Það sem "eineltið" stóð af var kæra til siðanefndar.
Helgi, þetta kallast að koma sér undan því að svara spurningu. Ímyndaðu þér að þú sért orðinn gamall og kalkaður og gleymir að skrá þig úr tölvupóstinum eftir að hafa sýnt mér fyndna mynd af ketti sem þú fékkst sendan. Hefðir þú "veitt mér aðgang" að því að fara að skoða alla tölvupóstana þína?
Hvar get ég séð þessa meintu hótun?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 15.10.2012 kl. 22:18
>Fátt er alvarlegra en að ráðast gegn orðspori og virðingu annarrar manneskju.
Einmitt. Við teljum Bjarna fara gegn orðspori okkar og virðingu á glærum sínum. En kannski er öllum drullusama um það af því að við erum vonda fólkið skv. skilgreiningu.
Birgir Baldursson (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 23:29
Stattu þig Hrannar vinur minn í trúnni!!!!/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 16.10.2012 kl. 00:13
Hjalti (aths. 17):
1) Þú vitnar í eftirfarandi orð mín:
"En telur þú ekki að möguleg skipulagning eineltis, eins og sumir hafa sakað Vantrú um, geti hugsanlega verið "sakhæf, hættuleg eða skaðleg"?"
og svarar þeim með eftirfarandi útúrsnúningi:"Helgi, mér finnst þetta eineltistal afskaplega fjarsætðukennt. Það sem "eineltið" stóð af var kæra til siðanefndar."
Hjalti, þetta kallast að koma sér undan spurningu. Umræður um mögulegt einelti Vantrúar í garð Bjarna Randvers hafa vaxið með hverju nýju skrefi sem Vantrú hefur stigið í málinu (og Vantrú hefur verið þar leiðandi). Af hverju ætti þetta eineltistal að vera fjarstæðukennt? Ýmsir telja ekki óhugsandi að það gæti komið til kasta dómstóla að skera úr um hvort um einelti gæti verið að ræða, úr því sem komið er, svo að þú ert einfaldlega að víkja þér undan retórískri spurningu og ættir frekar að svara henni. Það er nefnilega hægt að skauta fram hjá flestum spurningum, sem maður vill koma sér undan með því að svara með orðunum: "Þetta er nú svo fjarstæðukennt..."
-----
2) Þú segir:
"Ímyndaðu þér að þú sért orðinn gamall og kalkaður og gleymir að skrá þig úr tölvupóstinum eftir að hafa sýnt mér fyndna mynd af ketti sem þú fékkst sendan. Hefðir þú "veitt mér aðgang" að því að fara að skoða alla tölvupóstana þína?"
Það er nú svo fjarstæðukennt, að ég verði nokkurn tíma kalkaður, en ... ég svara afdráttarlaust á svipuðum nótum og Hrannar gerði hér að ofan: Ef á daginn kæmi að saknæmt, skaðlegt eða ólöglegt efni væri að finna, þá gæti það veitt þeim, sem stæði frammi fyrir opnum aðgangi að tölvu annars, siðferðilegan rétt til að skoða nánar, afla jafnvel frekari upplýsinga, ef málið reyndist þeim mun alvarlegra og koma því í hendur aðila sem málið varðar, já.
-----
3) Varðandi meintar hótanir, þá læt ég duga eitt dæmi, þótt ég gæti dregið fram nokkur:
Á umræðuþræði á örvitanum.com segir Hjörtur Brynjarsson Vantrúarmaður, sem er mér að öllu ókunnur, eftirfarandi (22.12.11 18.19) og beinir máli sínu til Matthíasar Ásgeirssonar Vantrúarmanns:
Hann ætti bara að passa sig skohhh...."
Helgi Ingólfsson, 16.10.2012 kl. 00:23
Hjalti Rúnar segir: "Hrannar, Bjarni var kærður til siðanefndar vegna þess að okkur þótti umfjöllun hans um Vantrú vera áróðurskennd og jafnvel óheiðarleg (t.d. mjög undarlegar klippingar á tilvitnunum). Það hefur enginn nokkurn tímann haldið því fram að Bjarni þyrfti "samþykki" okkar til að fjalla um okkur í HÍ."
Takk fyrir leiðréttinguna Hjalti Rúnar. Nú getum við stigið skrefi lengra. Geturðu útskýrt hvað það var sem gerði umfjöllun Bjarna Randvers um Vantrú "áróðurskennda og jafnvel óheiðarlega"? Þá er ekki nóg að vísa í glærusýningu, heldur einnig hvernig tekið var á glærunum í kennslustund. Leyfði stundakennarinn nemendum sínum ekki að spyrja spurninga, dældi hann röngum upplýsingum í nemendur sína án þess að gefa þeim kost á gagnrýnni umræðu, kúgaði hann nemendur sína með einhverjum hætti? Af lýsingum frá nemendum sem voru í námskeiðinu, var ekkert um slíkt, heldur einmitt gagnrýnin umræða um þau málefni sem þar voru rædd.
Birgir Baldursson segir: "Við teljum Bjarna fara gegn orðspori okkar og virðingu á glærum sínum."
Sem kennari get ég tjáð þér að þarna er um algengan misskilning að ræða hjá þeim sem þekkja lítið til kennslutækni. Glærur eru ekki "allur sannleikurinn" í neinu námskeiði, nema þá kannski í afar lélegum námskeiðum þar sem kennarinn les beint af glærum og gefur nemendum ekkert svigrúm til að hugsa sjálfstætt. Ekki heldur lesefni sem kennari bendir á hefur heldur slíka endanlega þýðingu, né það sem kennari segir, né það sem nemendur segja. Þú ert að tala um námskeið við Háskóla Íslands þar sem ætlast er til að nemendur beiti gagnrýnni hugsun, að ef þeir heyri eða sjái vafasamar fullyrðingar, þá ræði þeir þær og hafa síðan aðgang að gögnum bæði á bókasafni, vefnum og sérfræðitímaritum um þessi mál. Nemendur í Háskóla Íslands eru ekki heilaþvegnar kindur, ekki einu sinni nemendur í guðfræðideild, þó að sumir tengdir félagsskapnum Vantrú virðast trúa því.
Hvernig dettur þér í hug að glærur séu endanleg sönnunargögn um það sem fram fer í skólastofu? Þær eru aðeins vísbending um málefni sem eru rædd. Ef þetta er grundvöllur málsins, þá er Vantrú því miður að gera alvarleg mistök, að mínu mati. Það vantar meira kjöt á beinin.
Ég mæli með að hópurinn velti þessari grundvallarforsendu málsins aðeins betur fyrir sér.
Hrannar Baldursson, 16.10.2012 kl. 06:19
Ég myndi spyrja sjálfan mig, hver tilgangur þessarar "Vantrú" fylkingar væri í raun og veru. Sjálfur er ég trúlaus, en sé ekki ástæðu til þess að verða móðgaður þó að einver prestur tali um mig sem hálfvita í útvarpsræðu. Enda tel ég hann hálfvita tilbaka, svo þetta jafnast út.
Þar af leiðandi, er mér sú spurn að þessir aðilar í "Vantrú", séu ekki kristnir, heldur séu yfir höfuð af einhverri annari trú. Og það skiptir nú ekki miklu máli, hvað þú kallar trúna ... kristna trú, gyðingatrú, islam eða vantrú. Þá má setja að stóru leiti undir sama hatt. Eða kanski þak.
Hér má segja, að einhver "heilvita" maður telji "tölvupóstinn" sinn vera prívat mál, er lýsingarorð fyrir skynsemi viðkomandi. Við erum að ræða um rafrænan texta, sem fer í gegnum hundruði tölvna, áður en það nær endapunkti sínum. Og meðal þessara hnökla í línunni, finnast menn sem menn vita til að hafa leikið sér að því að lesa tölvupósta frá gömlum kerlingum og fötluðum syni hennar, bara til að níðast á viðkomandi. En síðan ætlast þessir aðilar til að þeirra "eigin" póstur sé látur í friði.
Maður segir bara VÁ ... greindarvísistalan er ekki upp á Einstein mörkin hér.
Mér ber "engin" skylda, að þegja yfir einu eða neinu sem fer fram hjá mér ... og eins og komið hefur fram í meir en 20 ár, þá er ekki nokkur leið að þagga niðri í slíku fólki.
Og greinar höfundur hefur alveg rétt fyrir sér. Að ráðast á fólk, og reyna að ræna það heiðri og virðingu, er það lágkúrulegasta sem til er.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 08:08
Ekki er ég í Vantrú, en þú misstir mig alveg, Hrannar, við fyrstu setninguna: „Sértrúarsöfnuður sem kannast ekki við að vera trúfélag,...“.
Billi bilaði, 16.10.2012 kl. 14:15
Hjalti Rúnar ... vegna þess hversu upptekinn þú ert af því að líkja því þegar Ingvar las innri spjallþráðinn ykkar þar sem þið lögðuð á ráðinn um hvernig best væri að ráðast á Bjarna, töluðuð um að gefa honum "pungspark", kölluðuð hann "hrokafullan hálfvita" og tölduð um tíma að þið hefðuð hann á "höggstokknum" eins og Reynir formaður ykkar komst að orði ... og kom þessu til Bjarna ... og tölvupósti einhvers sem þriðji aðili kæmist í ... svaraðu þá þessu:
Ef þú fyrir tilviljun sæir annars manns póst þar sem hann væri greinilega að leggja á ráðin með öðrum að fremja glæp, myndir þú segja frá því eða þegja?
Spurning 2: Myndirðu taka afrit af póstinum?
Svaraðu þessu nú beint og heiðarlega svo allir sjái.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 14:18
> þar sem hann væri greinilega að leggja á ráðin með öðrum að fremja glæp,
Lögmenn Bjarna Randvers fóru í gegnum öll þessi samskipti og fengu greitt fyrir það á aðra milljón króna. Ekkert var kært til lögreglu. Af hverju? Jú, vegna þess að enginn var að leggja á ráðin um að fremja glæp.
Matthías Ásgeirsson, 16.10.2012 kl. 14:20
Vertu ekki með þennan útúrsnúning Matti ... þú mátt líka svara spurningunni ... hún er ekki flókin:
Ef þú fyrir tilviljun sæir annars manns póst þar sem hann væri greinilega að leggja á ráðin með öðrum að fremja glæp, myndir þú segja frá því eða þegja?
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 14:32
Bjarne setti fram: "Hér má segja, að einhver "heilvita" maður telji "tölvupóstinn" sinn vera prívat mál, er lýsingarorð fyrir skynsemi viðkomandi. "
Ég hef lesið ýmislegt heimskulegt í þessum spjall þræði hérna. En hér held ég að botninum sé náð. Held að þú ættir að lesa betur yfir textan hjá þér áður en ú setur fram svona bull.
Tóti (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 14:59
Ég sé að spurningin sem ég setti fram stendur ósvöruð.
Matti og Hjalti ... og annað Vantrúarfólk ... og bara hver sem er ... ég skal orða spurninguna öðruvísi:
Segjum að þið kæmuð að opnu spjallsvæði í tölvunni ykkar og uppgötvuðuð að þar væri hópur fólks búinn að vera í nokkra mánuði að leggja á ráðin með að ráðast að starfsheiðri, starfi og mannorði besta vinar ykkar, talaði um að gefa honum "hressilegt pungspark", léti í ljós þá ósk að hann verði rekinn úr starfi sínu, kallaði hann "hrokafullan fávita", "heilabilaðan", "mannfýlu" o.s.frv. og segði orðrétt: "Um að gera að jarða þennan fávita með háði og alvöru í einni massífri all-out-attack" og "Ég met stöðuna svo að við höfum hann svo að segja á höggstokknum", eins og Reynir formaður Vantrúar gerði þann 16. apríl 2010 og var að tala um Bjarna Randver ...
Mynduð þið láta þennan umrædda besta vin ykkar vita?
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 15:34
Þakka þér góðan pistil Hrannar.
Viðbrögð félaga í trúfélaginu "Vantrú" sýna taugatitring í þeirra herbúðum. Þú stendur þig vel og átt heiður skilinn.
Bestu kveðjur
Tómas Ibsen Halldórsson, 16.10.2012 kl. 16:06
Bergur (aths 28.):
Þú ert ekki einn um að fá engin svör. Hjalti Rúnar hefur ekki svarað spurningum mínum í athugasemd nr. 20. En þú manst að Vantrúarmenn telja sig standa á slíkum siðferðilegum stalli að þeir þurfi ekki að virða skoðanir annarra. Þeir krefjast svara af öðrum, en nenna svo iðulega ekki að svara sjálfir.
-----
Er ég annars sá eini sem hefur áhyggjur af stöðugt ofbeldiskenndara tungutaki Vantrúarmanna? Hér að ofan (aths. nr. 20) vitna ég í tilmæli, þar sem einn Vantrúarmaðurinn hvetur annan til að valda mér tjóni og fremja lögbrot.
Og mörgum er í fersku minni ummæli núverandi formanns Vantrúar, Egils Óskarssonar leikskólakennara, sem sagði orðrétt síðasta vor: "Til að taka af öll tvímæli þá vill ég láta banna Passíusálmana. Og ekki bara það, ég vil taka alla þá sem hafa tekið þátt í flutningi þeirra af lífi. Nema Megas, hann er ágætur." Þessa hótfyndni kölluðu Vantrúarmenn kaldhæðni og skemmtu sér dægilega. Hins vegar var þeim, sem höfðu tekið þátt í flutningi Passíusálmanna, ekki skemmt.
Helgi Ingólfsson, 16.10.2012 kl. 17:10
Þetta glærumál er svo heimskulegt að engu tali tekur. Vantrú lætur stela fyrir sig kennsluglærum af Uglu, túlkar þær þvínæst að eigin geðþótta á versta mögulega veg án nokkurs tillits eða minnstu þekkingar á hvernig glærurnar voru notaðar í kennslunni og kærir svo kennarann fyrir sakir sem eru 200% hugarburður þeirra sjálfra? Svo heldur þetta lið að einhver með heila hugsun taki mark á því??? Málavextir segja bara eitt. Vantrú er félag vanþroska bjálfa. Það eru bara mannleysur sem aðhyllast svona rugl og haga sér svona. Vona svo bara að lögreglan sé að fylgjast með þessum samtökum því sagan kennir okkur að það er bara tímaspursmál hvenær svona gengi fremur óhæfuverk í nafni "málstaðarins". Bið svo bloggsíðueiganda afsökunar á að skrifa nafnlaust en ég hef bara ekki áhuga á að fá þetta pakk á mig.
N.N. (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 19:20
> "Ég held að allir þeir, sem tjáð hafa sig hérna inni, séu sammála um að ofangreind ummæli Egils Óskarssonar hafi verið sett fram í kaldhæðni; um það er enginn ágreiningur, held ég ."
Svo mælti Helgi Ingólfsson áður um orð Egils Óskarssonar sem hann dregur aftur fram hér.
Matthías Ásgeirsson, 16.10.2012 kl. 20:05
Helgi:
1. Ég var ekki með neina "útútsnúninga". Ég hélt því bara fram að mér þætti þetta eineltistal óttalega fjarstæðukennt. Að kæra Bjarna til siðanefndarinnar er ekki "einelti".
Sem dæmi þá er oftar en ekki er haldið því fram að Reynir, þáverandi formaður, hafi kallað þetta 'einelti' í spjallþræðinum. En það var augljóst grín.
2. Þarna svararðu ekki spurningunni: Ég spurði þig sérstaklega að því hvort þú hefðir "veitt mér aðgang" að tölvupóstunum þínum ef þú hefðir gleymt að skrá þig út eftir að hafa sýnt mér einn tölvupóst. Geturðu svarað spurningunni?
3. Þetta er augljós kaldhæðni.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.10.2012 kl. 20:08
Stundum er alveg nóg að vísa í glærurnar Hrannar. Ég skal koma með eitt (frábært dæmi) til að sýna fram á þetta: hlandspeking.
Á glærunni var fullyrt að félagar í Vantrú hefðu kallað "nafngreindan einstakling" "hlandspeking" og að þetta væri uppnefni (glæran heitir "orðbragðið).
Staðreyndin er sú að enginn var kallaður hlandspekingur, og að þetta var ekki einu sinni uppnenfi, heldur íslenskt orð yfir þann sem stundar þær skottulækningar að telja hland búa yfir lækningarmátti (urine therapy).
Heldurðu kannski að Bjarni Randver hafi sagt í tíma "Þetta hérna er bull"?
Við vitum reyndar að hann hefur ekki sagt það af því að hann hefur enn ekki viðurkennt að þetta hafi verið rangt.
Það sem þetta dæmi sýnir líka fram á er að maðurinn hefur legið yfir skrifum okkar og leitað að öllu því sem gæti hljómað eins og uppnefni eða ljótt orðbragð, alveg óháð samhengi eða nokkru og safnar því saman.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.10.2012 kl. 20:16
Helgi, eins og þú veist þá kenndi fyrrverandi rektor HÍ, heimspekingurinn Páll Skúlason, okkur þetta.
Þarna var ekki einu sinni liðinn sólarhringur! ~16 klst. Slappaðu af Helgi!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.10.2012 kl. 20:19
Rangt. Vinur vantrúarmeðlims var í námskeiðinu og lét hann fá glærurnar.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.10.2012 kl. 20:20
[quote=Bergur #28"]Segjum að þið kæmuð að opnu spjallsvæði í tölvunni ykkar og uppgötvuðuð að þar væri hópur fólks búinn að vera í nokkra mánuði að leggja á ráðin með að ráðast að starfsheiðri, starfi og mannorði besta vinar ykkar, talaði um að gefa honum "hressilegt pungspark", léti í ljós þá ósk að hann verði rekinn úr starfi sínu, kallaði hann "hrokafullan fávita", "heilabilaðan", "mannfýlu" o.s.frv. og segði orðrétt: "Um að gera að jarða þennan fávita með háði og alvöru í einni massífri all-out-attack" og "Ég met stöðuna svo að við höfum hann svo að segja á höggstokknum", eins og Reynir formaður Vantrúar gerði þann 16. apríl 2010 og var að tala um Bjarna Randver ...
Mynduð þið láta þennan umrædda besta vin ykkar vita?[/quote]
Ég myndi segja að svarið við því sé augljóst, í ljósi þess hvernig Vantríú meðhöndlaði gögnin af prestapóstlistanum
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 20:48
Hjalti Rúnar gleymdi að bæta við í aths. 36 að það gerðist að beiðni eða skv. hvatningu Óla Gneista Sóleyjarsonar. Maðurinn gerðist viljugur flugumaður Vantrúarvinar síns þarna á námskeiðinu.
Carlos (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 20:52
Carlos: Að halda því fram að viðkomandi aðili hafi farið á námskeiðið sem einhver útsendari ("flugumaður") Vantrúar er út í hött. Maðurinn gerðist ekki "viljugur flugumaður Vantrúarvinar síns þarna á námskeiðinu".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.10.2012 kl. 21:32
Bergur, finnst þér ekkert óheiðarlegt hvernig þú vitnar í samræður af lokuðu spjalli Vantrúar?
> "léti í ljós þá ósk að hann verði rekinn úr starfi sínu"
Hvað með alla sem sögðu að nóg væri að fá afsökunarbeiðni og leiðréttingu - og vildu ekki að hann yrði rekinn?
Nei, ýmislegt er hægt að segja um ykkur klappstýrur Bjarna Randvers en ekki að þið séuð heiðarleg.
Matthías Ásgeirsson, 16.10.2012 kl. 21:32
Hjalti (aths. 33, 3 hluti): "Þetta er augljós kaldhæðni."
Látum vera þótt leikskólakennarinn Egill Óskarsson hafi aftökur í flimtingum á opinberum vettvangi. En að Vantrúarmaður hvetji annan Vantrúarmann til að valda tjóni? Kaldhæðni? Come on, Hjalti. Hvað erum við eiginlega að tala um hérna, Vantrú eða mafíuna?
-----
Mér sýnist N.N. (aths. 31) draga málatilbúnað Vantrúarklúbbsins ágætlega saman í hnotskurn. Athyglisvert er ákall hans um að lögreglan fylgist með Vantrú. Fyrst fannst mér Vantrú hlægileg, síðan heimskuleg. En ... hættuleg?
----
Hjalti (aths. 35): Já, þetta með Pál Skúlason sem ykkar miklu fyrirmynd í siðferðilegum súprematisma - fróðlegt væri að vita hvort hann skrifaði upp á siðferði, athafnasemi og aðferðafræði Vantrúar? Getur ekki einhver blaðamaður gengið úr skugga um það?
Helgi Ingólfsson, 16.10.2012 kl. 21:46
> En að Vantrúarmaður hvetji annan Vantrúarmann til að valda tjóni? Kaldhæðni?
Skoðum tvær athugasemdir í umræðunni sem Helgi Ingólfsson vísar af einhverri ástæðu ekki á. Sennilega vegna þess að Helgi er óheiðarlegur.
> "Farðu gætilega. Fólk sem skilur ekki kaldhæðni gæti lesið þessar athugasemdir."
> "Nákvæmlega. Og fólk sem kann ekki að lesa hluti í samhengi mun ekkert fatta hvað athugasemd Matta kemur athugasemd Hjartar við. Við höfum nóg af svoleðis fólki.."
Já Helgi, þetta var augljós kaldhæðni, sett fram til að gera grín að þér og endalausum rangfærslum þínum og ósannindum. Áfram heldur þú hér.
Matthías Ásgeirsson, 16.10.2012 kl. 21:54
Helgi, hefur þú einhverja sérstaka fordóma gagnvart leikskólakennurum? Ég get ekki betur séð en að Egill hafi varið amk jafnmörgum árum og þú í háskóla og líklega fleiri árum. Fyrir utan þá staðreynd að ég ber mikla virðingu fyrir leikskólakennurum þá blöskrar mér þessi áráttá þeirra sem eru andsnúnir vantrú að núa félaginu um nasir að formaður þess sé leikskólakennari. Hvað ætti að kalla þig? gaur sem náði að guða sig í gegnum sagnfræði- og bókmenntafræðinám fyrir fertugt? http://www.bokmenntir.is/desktopdefault.aspx/tabid-3396/6134_read-70/RSkra-70
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 21:58
Nei, Matti, mér finnst það langt í frá óheiðarlegt. Ummælin sem ég vísa til sýna vel hvaða hugur var raunverulega að baki þessari kæru ykkar, þ.e. að árásin snerist eingöngu um að knésetja Bjarna og koma um leið höggi á guðfræðideildina og Háskólasamfélagið allt. Ummælin réttlæta fullkomlega að Ingvar skyldi koma þessum samræðum til vinar síns.
En hvorki þú né Hjalti hafið svarað hinni sáraeinföldu spurningu sem ég kastaði fram hér fyrir ofan. Hér er hún örlítið endurbætt:
Ef þú fyrir tilviljun sæir annars manns póst þar sem hann væri greinilega að leggja á ráðin með öðrum að knésetja vin þinn, myndir þú segja frá því eða þegja?
Svaraðu þessu Matti ... og þú Hjalti. Spurningin er skýr og einföld og svarið ætti ekki að vera flókið heldur.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 08:05
Hrannar (um aths. 32):
Mikið er ég þreyttur á Vantrúarmönnum, sem skera tilvitnanir úr samhengi, afbaka og skrumskæla í þágu málstaðar síns. Hérna (í aths. 32) er vitnað til orða minna, sem voru eins konar formáli eða fyrirvari að meginmáli í mun lengri tilvitnun, tengdri máli Snorra í Betel. Hún hljóðaði svo í heild:
"Ég held að allir þeir, sem tjáð hafa sig hérna inni, séu sammála um að ofangreind ummæli Egils Óskarssonar hafi verið sett fram í kaldhæðni; um það er enginn ágreiningur, held ég . En það eru fleiri vinklar á þessum ummælum, t.d. siðferðilegir. Er t.d. eðlilegt og innan siðamarka að leikskólakennari tjái sig, af kaldhæðni eður ei, um að hann vilji láta taka fólk af lífi? Svo má auðvitað benda á hliðstæðurnar; Snorri í Betel, grunnskólakennari, er leiðtogi trúarsafnaðar og Egill, leikskólakennari, er leiðtogi Vantrúarsafnaðar - er eðlilegt að þeir tjái sig mikið á opinberum vettvangi um trúmál/vantrúmál? Eða er eðlilegt að þeir hafa fulla og ótakmarkaða heimild til að segja hvað sem er á opinberum vettvangi um það sem þeim sýnist."
Ég hélt að það hefði einmitt verið fyrir meinta afbökun tilvitnana sem Vantrúarmenn kærðu háskólakennarann trekk í trekk. Mér sýnast þeir ekki hótinu skárri í meðferð tilvitnana.
Helgi Ingólfsson, 17.10.2012 kl. 09:35
Jón Jónsson (aths. 43):
Yfirleitt sé ég ekki ástæðu til að svara nafnleysingjum og tel þá ómerkinga í umræðum. Í tilefni af orðum þínum vil ég þó taka eftirfarandi fram:
Ég ber ótakmarkaða virðingu fyrir leikskólakennurum og tel að Egill Óskarsson megi vera stoltur yfir því starfi. Ég gleðst einnig yfir allri þeirri háskólamenntun, sem Egill hefur fengið, enda tel ég menntun ætíð til góða, ef hún er nýtt á jákvæðan hátt.
Hins vegar hafa margir viljað bendla aðför Vantrúar að Bjarna Randver við einelti. Færi svo að málið yrði kært sem slíkt til opinberra aðila og dæmt sem eineltismál, væri þá ekki umhugsunarefni að það voru sálfræðingur (Reynir Harðarson, fyrrverandi formaður Vantrúar) og leikskólakennari (Egill Óskarsson) sem stóðu beinast að þessu máli á opinberum vettvangi og lögðu inn kærurnar? Eða viljum við að sálfræðingar og leikskólakennarar komi að mögulegu einelti (að því gefnu að þessar forsendur gætu staðist)?
Helgi Ingólfsson, 17.10.2012 kl. 09:41
> Mikið er ég þreyttur á Vantrúarmönnum, sem skera tilvitnanir úr samhengi, afbaka og skrumskæla í þágu málstaðar síns.
Ég myndi hlæja ef þetta væri ekki svona óskaplega ómerkilegt og sorglegt. Ég tók nákvæmlega ekkert úr samhengi þarna, þú sagðir sjálfur að ekki færi á milli mál að þarna væri um kaldhæðni að ræða.
Nú skrifar þú:
> "Þessa hótfyndni kölluðu Vantrúarmenn kaldhæðni og skemmtu sér dægilega. Hins vegar var þeim, sem höfðu tekið þátt í flutningi Passíusálmanna, ekki skemmt."
Já, við köllum þetta kaldhæðni og þú kallar þetta kaldhæðni. Eina leiðin til að túlka þetta sem eitthvað annað er að taka þetta gróflega úr samhengi.
Segðu nú öðrum Helgi (Helgi lætur alltaf eins og ég sé ekki til). Af hverju vísar þú aldrei á þau ummæli sem þú vitnar í? Er það vegna þess að þú ert mjög duglegur við að taka hlutina úr samhengi og túlka með ævintýralegum hætti?
Matthías Ásgeirsson, 17.10.2012 kl. 10:39
Ég hef áhyggjur af því að sögukennari í Menntaskólanum í Reykjavík stundi hér mjög vafasöm vinnubrögð og vitni með villandi hætti í skrif og orð manna. Viljum við að kennarar MR komi að mögulegum fölsunum?
Matthías Ásgeirsson, 17.10.2012 kl. 10:40
Hjalti Rúnar (aths. 38 og 39):
Varla ætlarðu að segja mér að maðurinn hafi gerst óviljugur flugumaður Vantrúar þarna á námskeiðinu? Þá er komin ný merking í orðið "hvetja", ef Óli Gneisti Sóleyjarson haf hvatt vin sinn og félaga nauðugan til að sækja námskeiðið og færa sér fréttir af því, glósur o.þ.h.
Ég deili áhyggjum Helga (46) sem bendir á að það geti ekki verið siðfræðilega forsvaranlegt af sálfræðingi og leikskólakennara að taka þátt í aðför að mannorði manns. Ég skil reyndar heldur ekki hvernig tónskólakennari getur afsakað slíka aðför með því að einstaklingurinn hafi "lagt hópinn í einelti" þegar hið rétta er að hann fjallaði um hópinn í kennslu sem jafnvel siðanefnd Háskólans sá ekkert athugavert við.
Carlos (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 11:05
Helgi (aths. 45)
Þegar menn ræða við Matta, verða menn að þola afbakanir og misvísanir, það er bara þannig. Ég er sjálfur löngu hættur að láta þetta pirra mig, en mæli með því að láta hann standa við stóru orðin sín, hvenær sem færi gefst.
Reyndar er það ágætis ráð í samskiptum á netinu, alveg óháð því hver á í hlut.
Carlos (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 11:10
Hvað afbakaði ég?
Matthías Ásgeirsson, 17.10.2012 kl. 12:07
Matti, ætlar þú sem sagt ekki að svara spurningu minni sem ég er búinn að þrítaka hér og varpa nú fram í fjórða sinn:
Ef þú fyrir tilviljun sæir annars manns póst þar sem hann væri greinilega að leggja á ráðin með öðrum að knésetja vin þinn, myndir þú segja frá því eða þegja?
Ástæðan fyrir því að ég vil að þú, Hjalti, og þið helst öll, Vantrúarfólk, svarið þessu er einfaldlega sú að efni þessa pistils Hrannars er: "Hvenær er réttlætanlegt að leka trúnaðarupplýsingum?"
Ef þú þorir ekki að svara spurningu minni, svaraðu þá að minnsta kosti spurningu Hrannars í stað þess að vera í þessu karpi um óskyld mál.
Geturðu verið málefnalegur? Er einhver von til þess?
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 12:58
Nei Bergur, ég ætla ekki að svara spurningu þinni.
Matthías Ásgeirsson, 17.10.2012 kl. 13:29
Af hverju ekki?
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 13:40
Bergur, Matti er itrekad buinn ad skauta framhja tvi ad svara thessari spurningu, hvort heldur sem Hrannar, thu eda eg spyrjum hana. Af hverju er hans mal, en sidferdilegu yfirhondina heldur hann traudla med thvi moti.
Carlos (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 14:17
Þetta er bara alltaf sama sagan með þetta fólk í Vantrú ... það getur staðið í endanlausu skítkasti, mannorðsmeiðingum, níði, óhróðri og ribbaldahegðun en víkur sér alltaf undan málefnalegum samræðum.
Það er auðvitað augljóst hvers vegna Matti, Hjalti og þau hin sem eru í Vantrú (þau lesa þetta öll) vilja ekki svara þessari einföldu spurningu. Svarið við henni opinberar nefnilega algjörlega tvískinnung þeirra og hræsni í nýjustu árás þeirra, í þetta sinn á þann sem lét Bjarna vita af þessu óforskammaða og ömurlega leynimakki þeirra um að knésetja hann.
Það er bara eitt að segja við meðlimi Vantrúar: Skammist ykkar aftur niður í holuna sem þið komuð úr og hættið að eitra líf annarra með hegðun ykkar, siðleysi og taumlausri árásarhneigð.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 14:44
Þú ert langt frá því að vera í lagi Bergur... jahérna.
Einar (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 15:17
Frá sjónarhóli þeirra sem aðhyllast árásir Vantrúar þá er ég örugglega ekki "í lagi" Einar, eða hvað sem þú heitir.
Ég viðurkenni alveg að mér eins og fleirum er órótt yfir því að samfélagsmein eins og Vantrú skuli fá að þrífast hér á landi og kippi mér lítið upp við það að áhangendur þessarar óværu telji mig "ekki í lagi" fyrir vikið. Félagsmenn í Vantrú telja ekkert fólk "í lagi" sem rís upp á móti öfgum þeirra og framkomu, það er löngu vitað og ljóst.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 16:02
Bergur, þetta er út í hött. Þegar við ákváðum að senda inn kæru, þá var ástæðan ekki sú að "knésetja Bjarna" hvað þá að koma höggi á "Háskólasamfélagið allt" (af hverju í ósköpunum ættum við að vilja það?), heldur var það gert af því að okkur þótti þetta vera fyrir neðan allar hellur og að það væri háskólanum sjálfum fyrir bestu að koma þessu í burtu.
Þetta tengist alls ekki gagnastuldinum hans Ingvars, hann sá ekki neitt "fyrir tilviljun", heldur hefur hann þurft að liggja yfir þræði sem hann var að skoða í fullkomnu óleyfi til að leita að einhverju.
Svo var alls ekki ætlunin að "knésetja" Bjarna, það hefði verið afskaplega auðvelt að biðjast afsökunar og viðurkenna að sumt hafi verið afskaplega óvandað í framsetningunni hans, við í Vantrú hefðum örugglega hampað því.
Carlos, ég veit ekki hvað í ósköpunum þú ert að tala um (t.d. hvatt hann nauðugan?). Hann hvatti vin sinn til að fara á námskeiðið. Hvetja: e. encourage, þýs. ermutigen, fr. encourager.
Og já, fyrst við erum að tala um meint einelti okkar Vantrúarmanna, þá langar mig að spyrja ykkur, Carlos og Berg að sitthvorri spurningunni:
Bergur: Er það ekki rétt skilið hjá mér að þú telur mig leggja Þórhall Heimisson í einelti?
Carlos: Er það ekki rétt skilið hjá mér að þú telur þig sjálfan hafa verið lagðan í einelti af okkur Vantrúarmönnum?
Helgi, þegar þú sérð svörin við þessu skilurðu kannski hvers ég geri grín að því hversu mikið sumt fólk misnotar orðið 'einelti' (t.d. leggja fjölmiðlar víst Þjóðkirkjuna í einelti!) og hvers vegna ég get ekki tekið talið um einelti gegn Bjarna alvarlega.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.10.2012 kl. 18:23
Hjalti
Einfalda svarid er nei. Thid kallid mig lygara, nottara, koltara, leidinlegan, oheidarlegan og nokkur gaeluyrdi enn. Tek thvi sem hrosi.
Carlos (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 22:15
Já, við erum sífellt að kalla þig öllum illum nöfnum! En það er gott að við höfum ekki lagt þig í einelti. Meint eineltisfórnarlömbum okkar hefur þá amk fækkað um eitt.
(smá forvitni, varstu kallaður "költari", eða var kristni bara kallað "síðkölt"?)
Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.10.2012 kl. 23:51
Hjalti Rúnar: Það að kalla aðra manneskju öllum illum nöfnum er afar slæmt form af einelti. Að þú stærir þig af slíku á þessari síðu eru djúp vonbrigði. Hugsanlega þarftu hjálp.
Hrannar Baldursson, 18.10.2012 kl. 06:52
Hjalti ... alveg er það dæmigert fyrir þinn málflutning að í stað þess að svara einfaldri spurningu eins og þeirri sem ég kastaði fram finnur þú leið til að snúa út úr henni og koma með hártoganir. Ekki í fyrsta skipti.
Spurningin stendur alveg ein og sér Hjalti ... og það vantar engar forsendur í hana, hvorki forsendur Bjarnamálsins né annarra mála. Þetta er þráðbein og tilvísunarlaus spurning sem tengist efni pistilsins beint, þ.e. þeirri spurningu hvenær réttlætanlegt sé að leka trúnaðargögnum:
Geturðu svarað henni eða ekki?
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 08:47
Það sem mér finnst merkilegast er hvernig hugur Vantrúarmannsins virkar og hvernig félagið telur sig hafa höndlað sannleikann og öðlast eignarrétt á skilningi ýmissa hugtaka.
Tökum sem dæmi orðið „einelti“. Svæsin aðför að manni, sem stendur yfir í meira en tvö og hálft ár, er ekki einelti í augum Vantrúarmanna fyrir það eitt að þeir segja að það sé ekki einelti? Er það þeirra að meta?
Svipuðu máli gegnir um hugtakið „kaldhæðni“. Vantrúarseggirnir telja sig geta birt margvíslegar hótanir, en álíta þær svo ómerkar, ef þeir í kjölfarið bæta við orðunum „Þetta var kaldhæðni.“ Er ekki svo að kaldhæðni virkar ekki í reynd, ef menn þurfa að hamra á að um kaldhæðni sé að ræða?
Svo er það blessaður sannleikurinn, en Vantrúarmenn telja sig sýnilega vera handhafa hans. Þeir virðast telja nóg að segja „Þetta er hið sanna“ og þá sé það sannleikur, þótt allur þorri fólks líti það öðrum augum. Með þeirri fullvissu að hafa höndlað sannleikann, þá á Vantrúarsöfnuðurinn samleið með ýmsum sértrúarsöfnuðum.
Hið sama gildir einnig um ýmis uppnefni, sem Vantrúarmenn velja þeim sem ekki eru á sömu skoðun og þeir. Þegar Vantrúarmenn kalla menn nöttara, heimska, illa innrætta eða lygara, þá segir það í reynd ekkert um þann sem uppnefndur er, heldur fyrst og fremst eitthvað um hugarheim þess sem mælir.
Er virkilega orðið til Vantrúar-Newspeak?
Helgi Ingólfsson, 18.10.2012 kl. 09:42
Afhverju ættu þeir að svara spurningu þinni Guðbergur þegar þú ert að segja þeim að vera málefnalegur og getur ekki verið það sjálfur. Og að segja að Vantrú sé með einelti er öruggt að þeir sem segja það hafa aldrei sjálfir verið lagði í einelti.
Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 09:45
Ég hef mestan áhuga á því hvernig menn sem byrja að ræða við og innan Vantrúar reiðir af. Mér sýnist, eftir að hafa lesið það einhver staðar að "Hrannar hafi lengi att grátt silfur við Vantrú", að gestgjafi okkar hér, hafi í upphafi (2010 eða svo) velt almennum hlutum um trú og trúleysi fyrir sér með ágætum enduróm t.d. Valgarðs Guðjónssonar, Vantrúarfélaga.
Síðan gerist eitthvað og nú er hann því sem næst óalandi og óferjandi í þeirra augum. Spurning mín er þessi:
Hvað er það við skoðanir annarra, sem gerir þær að þvílíkri trú(leysis)villu, að menn verðskulda þesskonar bannfæringu úr Vantrúarsamfélaginu?
Carlos (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 10:49
Carlos (aths. 66):
Já, Carlos, bannfæringaráráttan er eitt til viðbótar sem ljær Vantrúarklúbbnum yfirbragð trúarhóps. (Reyndar tel ég að hún sé mest sprottin af tiltekinni rót innan félagsins Vantrúar, en hyggst ekki útlista það nánar.)
Helgi Ingólfsson, 18.10.2012 kl. 10:56
Óli Gneisti Sóleyjarson, sem biður Matthías Ásgeirsson um að afskrifa ekki þann möguleika að þú sért "heimskur" Helgi í nýjasta innleggi sínu á orvitinn.com, lýsir sjálfum sér þannig á eigin heimasíðu:
"Ég er faðir og sambýlismaður. Ég er bókasafns- og upplýsingafræðingur og þjóðfræðingur og með meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlun.
Þessi faðir og fræðingur sagði orðrétt við félaga sína í Vantrú á meðan á plotti þeirra stóð gegn Bjarna Randver: "Mitt persónulega álit er að það á að reka Bjarna".
Svo harðneitar hann því að markmið hans með plottinu hafi verið að láta reka Bjarna.
... og dylgjar svo stöðugt um að allir aðrir en hann séu heimskingjar og standi honum langt að baki á vitsmunalega sviðinu.
Og reka Bjarna fyrir hvað? Kennsluglærur sem hann og félagar hans í Vantrú eyddu mánuðum í að túlka upp á eigin spýtur í hinum leynilega afkima sínum, án nokkurs tillits til eða þekkingar á því sem fram fór í tímunum sjálfum - og án þess að gera minnstu tilraun til að komast að því.
Óli er "bókasafns- og upplýsingafræðingur og þjóðfræðingur og með meistaragráðu í hagnýtri menningarmiðlun" en það er greinlegt að menntun hans hefur hvorki gert hann vitrari né slegið á illviljann í aðför hans að öðru fólki.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 11:12
sýnist rót óvildar Vantrúar og Hrannars vera fundin í þessari færslu: http://don.blog.is/blog/don/entry/1077040/
Ég spyr mig hvers vegna.
Carlos (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 11:14
Ég tel það rangt að einskorða bannfæringaráráttu við tiltekna rót innan félagsins Vantrúar. Bannfæringaráráttan er skyld besswerwisserhættinum að því leyti að mannskepnan hefur mikla þörf fyrir einsleiti, sameiginlegum einkennum (sbr. einkennisbúninga og tísku). Hún þekkir sína þannig.
Við erum öll meira eða minna undir þennan veikleika eða freistingu felld, sértaklega fólk sem í raun klæðist einkennisbúningum. Sérstaklega prestar (óháð trúarbragði) sem auk búningsins hafa kennivald sem þeim er fært í samhengi safnaðarins.
Veikleiki hóps eins og Vantrúar (gæti líka verið Ung Vinstri Græn eða Heimdallur) er að eigna sér einhverskonar sannleika og verja hann með þvílíku oforsi, að aðeins innvígðir verða réttlátir/réttlættir. Dæmigert við-þeir mentalítet verður til, engum til gleði eða uppbyggingar að endingu.
Carlos (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 11:21
Þetta gildir líka um þennan hóp hér, klappstýrur Bjarna Randvers.
> sýnist rót óvildar Vantrúar og Hrannars vera fundin í þessari færslu: http://don.blog.is/blog/don/entry/1077040/
Lestu athugsemdirnar, þar er talað um eldri færslur. Þ.a. neit, "rót óvildar" er ekki í þessari færslu.
Matthías Ásgeirsson, 18.10.2012 kl. 11:40
Bergur, af hverju vitnar þú ekki í þá sem ekki vildu láta reka Bjarna Randver? Hentar það ekki skrípamyndinni?
Matthías Ásgeirsson, 18.10.2012 kl. 11:41
Bergur (aths. 68):
Já, það er nú gott að þessi Óli Gneisti skuli vera hámenntaður og ekki heimskur.
Helgi Ingólfsson, 18.10.2012 kl. 11:41
Matti segir: "Bergur, af hverju vitnar þú ekki í þá sem ekki vildu láta reka Bjarna Randver? Hentar það ekki skrípamyndinni?
Vitna í þá sem vildu ekki láta reka Bjarna? Hverjir voru það Matti?
Var það Þórður Ingvarsson þegar hann lagði til að Bjarna væri "gefið hressilegt pungspark"?
Voru það kannski tilmæli Reynis þegar hann sagði: "Ég og aðrir hafa mælt með 'all-out-attack' og við þurfum að skipuleggja hana"?
Eða á ég að vitna í það þegar Hjörtur Brynjarsson tók undir og sagði: "Um að gera að jarða þennan fávita með háði og alvöru í einni massífri all-out-attack"?
Eða kannski Vésteinn þegar hann sagði: "Látum hann hugsa sig tvisvar um áður en hann afflytur málsstað okkar aftur".
E.t.v. áttu við það þegar Birgir Baldursson sagði "Nú held ég að Bjarni fái í magann" og bætti við broskalli?
Eða ... ertu að vísa til þess þegar Reynir spurði ykkur félaga sína "Hvernig hæðumst við best að þessu flóni"?
Nei, heyrðu, sennilega áttu við ummæli Reynis þegar hann sagði "Ég met stöðuna svo að við höfum hann svo að segja á höggstokknum" ... nema þú sért að meina orð hans, "mig grunar að dagar Bjarna í HÍ séu taldir".
Áttu við þessi ummæli Matti? Viltu meina að þetta lýsi velvilja ykkar Vantrúarmanna í garð Bjarna á meðan á plottinu um heimatilbúnu sakirnar ykkar á hendur honum stóð og að í þessum ummælum sjáist greinilega að enginn hafi í raun viljað láta reka Bjarna?
Eina "skrípamyndin" í málinu er Vantrú, þið félagarnir og fylgisfólk ykkar.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 12:23
Matti, ég hef margoft reynt að segja þér að því meira sem þú og þið hin spriklið í þessu heimagerða feni ykkar Vantrúarfólks því dýpra sökkvið þið. Þetta hef ég m.a. gert í athugasemdum á orvitinn.com sem þú strokaðir út.
Ég er með tillögu fyrir ykkur Vantrúarfólk því ég veit að þið eruð öll að lesa þetta:
Stofnið nýjan þráð á innra spjallinu ykkar og ræðið um það í alvöru hvort ekki sé rétt af ykkur í ljósi staðreynda og atburðarásar að biðja Bjarna Randver og háskólasamfélagið allt afsökunar á framferði ykkar?
Málinu er formlega lokið með vel rökstuddum og skýrum úrskurði siðanefndar og þið ættuð möguleika á að endurreisa orðspor ykkar með því að horfast loksins í augu við verknað ykkar og biðja þá sem á var ráðist afsökunar. Þið yrðuð menn að meiri fyrir vikið.
Hvað segið þið um það?
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 12:56
> Vitna í þá sem vildu ekki láta reka Bjarna? Hverjir voru það Matti?
T.d. ég.
Matthías Ásgeirsson, 18.10.2012 kl. 13:06
> "Auðvitað dugar afsökunarbeiðni og endurskoðun á námsefni."
Af hverju vitnar þú aldrei í þessi orð mín Bergur Ísleifsson?
Matthías Ásgeirsson, 18.10.2012 kl. 13:22
Matti, ef þú ert slíkur maður sátta og afsökunarbeiðna sem þú vilt vera láta, og í ljósi úrskurðar siðanefndar þar sem skýrt kemur fram (ef það var ekki skýrt áður) að kærur ykkar á hendur Bjarna voru tilefnislausar ... og því alveg út í hött að Bjarni biðjist afsökunar á sakarefni sem átti sér enga stoð ... hvernig væri þá að þú og þitt fólk í Vantrú bæðuð Bjarna afsökunar?
Geturðu gert það? Munt þú gera það?
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 13:49
Af hverju vitnar þú aldrei í þessi orð mín Bergur?
Matthías Ásgeirsson, 18.10.2012 kl. 14:10
Ég mun aldrei biðja Bjarna Randver afsökunar.
Matthías Ásgeirsson, 18.10.2012 kl. 14:10
Carlos (69): "sýnist rót óvildar Vantrúar og Hrannars..."
Frá minni hálfu finn ég ekki til óvildar gagnvart Vantrú, en áhugavert að Matthías finni einhverjar slíkar kenndir skv. 71.
Það merkilegasta við félagsskapinn Vantrú er að hann þykis hafa opinn hug um heiminn, svona einhvern veginn eins og hinn ágæti Richard Dawkins, en væru sjálfsagt bara enn einn sértrúarhópurinn sem Dawkins tæki fyrir. Guð Vantrúar virðist vera einhvers konar ímynd af vísindum, en ekki vísindin sjálf - enda eru þau ekki til sem slík. ;)
Hrannar Baldursson, 18.10.2012 kl. 14:17
Ég vitnaði orðrétt í Carlos í athugasemd minni nr. 71 og var einungis að benda á að hér höfum við rökrætt við þig áður en færslan sem hann vísaði á var skrifuð.
Þetta athugasemd þín er aftur á móti afar gott dæmi um málflutning þinn í garð Vantrúar síðustu árin.
Matthías Ásgeirsson, 18.10.2012 kl. 14:24
Matti spyr: "Af hverju vitnar þú aldrei í þessi orð mín Bergur?"
Matti ... þegar samtöl ykkar eru lesin kemur skýrt í ljós (sbr ummælin hér fyrir ofan og mörg önnur) að þið ætluðuð ykkur að knésetja Bjarna með uppdiktuðum sakargiftum, byggðum á glærum sem geta aldrei einar sér gefið mynd af raunverulegri kennslu, enda hafa þeir nemendur sem sagt hafa skoðun sína á kennslunni vitnað um að hún hefði verið bæði óvilhöll og fræðileg.
Síðan, þegar "sáttatónninn" byrjar að heyrast í plotti ykkar, byggir hann allur á því að Bjarni biðjist opinberlega afsökunar á þessum áklíndu sökum, sem hann gat að sjálfsögðu ekki gert enda væri hann þá að játa á sig sök sem var ekki hans.
Í ljósi þess hvaða nöfnum þú hefur kallað Bjarna (hrokafullur hálfviti t.d.) og kröfu þinnar um afsökun frá honum vegna einhvers sem hann gerði ekki heldur var búið til af þér og þínum, hljómar þessi sáttatónn þinn vægast sagt falskur.
"Ég mun aldrei biðja Bjarna Randver afsökunar."
Og ekki bætir þetta úr skák. Þú og þitt lið klínið upplognum sökum á mann og hafið síðan ekki manndóm til að biðjast afsökunar. Þetta er siðferði ykkar.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 14:35
Hvaða upplognu sökum klínum við á mann?
Matthías Ásgeirsson, 18.10.2012 kl. 14:44
Annars hef ég lesið þessar umræður á innra spjallinu yfir ansi oft.
> "þegar samtöl ykkar eru lesin kemur skýrt í ljós (sbr ummælin hér fyrir ofan og mörg önnur) að þið ætluðuð ykkur að knésetja Bjarna með uppdiktuðum sakargiftum, "
Þetta er haugalygi og það sjá allir sem lesa umræðurnar en taka ekki bara úr samhengi eins og Bergur Ísleifsson hér og Bjarni Randver á undan honum.
Matthías Ásgeirsson, 18.10.2012 kl. 14:52
Matti ... þú minnir á lítinn, feitan púka sem situr í eigin kúk út í horni og reynir að sletta honum á aðra svo þeir lykti af sömu skítafýlunni og er af honum sjálfum.
Við getum bara vonað að þú komir til sjálfs þíns einn góðan veðurdag.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 15:27
Málefnalegur sem fyrr Bergur.
Matthías Ásgeirsson, 18.10.2012 kl. 15:35
Það er ekki hægt að ræða "málefnalega" við menn sem finna fróun í því að níðast á fólki og neita svo að horfast í augu við eigin framferði.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 15:50
Ég er í Vantrú og stolt af því. Ég þrái, sem ex-kaþólikki, heilbrigða skynsemi í orðræðu um trúarbrögð. Ég hef komist næst því í Vantrú, en ég er ekki trúleysingi, eins og flestir meðlimir þar, ég trúi!
Mín trú hefur ekkert með Biblíuna að gera, heldur gott siðferði.
Bjarni fór með fáránlegar rangfærslur í glærum sínum, en ég læt það gott heita.
Hitt er annað, ég fer ekki með trúnaðarupplýsingar í fjölmiðla.
Vantrú fer ekki með trúnaðarupplýsingar í fjölmiðla (sbr http://www.vantru.is/2011/01/05/09.00/)
Bjarni og félagi FÓRU með TRÚNAÐARUPPLÝSINGAR í fjölmiðla.
ps; Tek undir "Aumingja Bjarni"
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2012 kl. 18:38
Er þessi athugasemd þín grín Hrannar?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.10.2012 kl. 21:04
Hjalti Rúnar: Nei. Þessi athugasemd var ekki grín.
Hrannar Baldursson, 19.10.2012 kl. 04:54
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að bæta við athugasemd hér ... en:
Mig minnir (nenni ekki að fletta þessu upp) að í umræðunni á spjallborði Vantrúar um hvernig mætti valda Bjarna Randveri Sigurvinssyni sem mestum skaða hafi tveir vantrúarfélagar skorið sig úr. Birgir Baldursson, stofnandi Vantrúar, tók fram að hann vildi ekki að Bjarni Randver yrði rekinn og Teitur Atlason neitaði alfarið að taka nokkurn þátt í aðgerðum Vantrúar, án þess þó að leggja nokkuð til málanna til að lægja öldurnar. Hinir espuðu hvor annan upp en leiðandi í umræðunni voru Reynir Harðarson og Óli Gneisti Sóleyjarson.
Það er mjög athyglisvert að skoða hvernig þeir Reynir og Óli Gneisti stýra umræðunni og "garga upp stuð" annarra vantrúarfélaga, þ.e. virkja þá í eineltinu, en reyna sjálfir að láta lítið á sér bera opinberlega. Eftir að mál þessi komust í hámæli þegja þeir tveir að mestu og virðast vona að þáttur þeirra gleymist.
Harpa Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 09:51
Ég myndi ekki stóla á minni Hörpu Hreinsdóttur.
Matthías Ásgeirsson, 19.10.2012 kl. 13:05
Hvernig nennið þið þessu. Ég er búin að fylgjast með þessu máli líklega meira en mig langar til og svona lítur þetta út fyrir mér. Það er kennari upp í háskóla sem fer með rangt mál um félagsskapinn Vantrú. Þeir kæra hann til siðanefndar sem síðan klúðrar málinu. Nú er að vera komið ár síðan og sömu 4-6 aðilarnir eru enn að skrifa um málið og oft mikilli heift og kalla Vantrúrmenn öllum illum nöfnum. Nú veit ég ekkert um það hvort félagsskapurinn Vantrú er samansafn vondra manna og kvenna. Ég efast um það og jafnvel þó einhver stór orð hafi verið skrifuð í hita leiksins inn á vef þeirra. En þið hin sem áfram haldið, sama fólkið aftur og aftur. Þið hljótið að hafa eitthvað betra að gera og uppbyggilegra, því fyrir mér lítur þetta út eins og það sé eitthvað að í ykkar lífi.
Kveðja.
Brynjar
Baldinn, 19.10.2012 kl. 15:05
Ég stóla ekki á endursagnir Matthíasar af atburðum ... reyndar stóla ég ekki á endursagnir neinna, ef ég get nálgast frumheimildir.
Carlos (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 15:41
Ekki að þetta skiptir máli, en stundum er gott að vita hvernig viðmælendurnir tala um mann annars staðar ... http://www.orvitinn.com/2012/10/16/14.00/
Carlos (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 08:07
Áhugavert Carlos: Þarna baða menn sig bókstaflega upp úr ad-hominem rökvillunni, eins og ef rökvillan sjálf sé bókstafur úr heilögu riti fyrir þennan afar sérstaka félagsskap.
Þarna skrifar einhver sem telur sig greinilega skipta máli í umræðunni. Því miður veit ég ekki einu sinni hver þetta er, og hef reyndar lítinn áhuga á að vita það. Viðkomandi setur sig á háan stall og predikar yfir hópnum, sem síðan tekur undir í kór. Þetta minnir mig á atriði í "Monty Python's Life of Brian" þegar Brian talar yfir hóp og segir þeim að hvert og eitt þeirra sé ólíkt, að þau séu öll einstök. Og þá stendur einn gaur upp og hrópar: "Ekki ég!"
En orðrétt stendur í greininni:
"Haltur leiðir blindan... þegar menn eins og Hrannar Baldursson taka undir siðferðisspurningar mínar # Ég hló upphátt þegar ég las þetta. Hrannar Baldursson hefur dylgjað um mig og Vantrú á netinu í mörg ár. Hann er einn sá síðasti sem ég tek mark á þegar kemur að siðferðisspurningum. Það að Carlos, Harpa, Helgi Ingólfs, Hrannar og Bergur Ísleifs séu sömu skoðunar er fyrir mér afar góð vísbending um að ég sé á réttri braut."
Athugasemdirnar í kjölfar þessarar færslu eru sönnunargögn um afar slaka rökhugsun þeirra sem taka þar þátt, þó að þær séu sjálfsagt meintar í kaldhæðni. ;)
Hrannar Baldursson, 20.10.2012 kl. 08:40
Þetta er allt satt og rétt og ég stend við hvert orð.
Matthías Ásgeirsson, 20.10.2012 kl. 11:19
Sönnunargögn eða bara dylgjur, settar fram til að meiða. Spurning um sannleika eða lygi skiptir ekki máli. Það eina sem skiptir máli er að hafa andstæðinginn undir og gera hann tortryggilegan.
Þegar fengist er við fólk af þessu tagi, er best að gefa strax upp á bátinn alla von um að samtalið (það var þá!) geti leitt til einhverrar annarar niðurstöðu en að menn hafi glímt.
Þörf þessara manna til að hafa rétt fyrir sér og allir aðrir rangstæðir eða alla vega ekki í veginum fyrir valtaranum þeirra þvílík, að engin leið að gata rörið í gegnum hvað þeir horfa á heiminn. Síst af öllu með rökum.
Carlos (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 13:13
Líttu í spegil Carlos.
Matthías Ásgeirsson, 20.10.2012 kl. 13:33
Carlos: rökrétt niðurstaða.
Hrannar Baldursson, 20.10.2012 kl. 13:52
Matta er ekki viðbjargandandi. Maður verður víst bara að sætta sig við þá ömurlegu staðreynd að hann er orðinn allt það sem Vantrú var upphaflega stofnað til að berjast gegn, hatursfullur, rætinn, lyginn, siðlaus og óforskammaður leiðtogi sértrúarflokks sem lifir í algjörri sjálfsblekkingu, boðar bull og vitleysu og byggir á rökleysum sem standast enga skoðun.
Vantrú verður best lýst sem trúarlegum hatursklúbb og rammfölsku költi sem telur sig yfir allt og alla hafið vegna hins meinta beina sambands síns við "sannleikann".
Maður veit vart hvort maður eigi að hlæja eða gráta yfir þessari ömurlegu þvælu sem Vantrú er og siðlausir menn á borð við Matta standa fyrir. Vonandi verður samt hægt að koma í veg fyrir að fleiri gangi þessu trúarkölti á hönd.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 14:27
Og þetta kalla Carlos og Hrannar væntanlega málefnalegheit.
Matthías Ásgeirsson, 20.10.2012 kl. 14:40
Þú myndir ekki þekkja "málefnlegheit" þótt þau bitu þig í andlitið, Matti. Þú ert ekkert nema rökleysan, lygin og undanskotin og það er fyrir löngu orðið ljóst að það er ekki séns fyrir nokkurn mann að ræða við þig af einhverju viti, hvað þá málefnalega.
Vantrú sver sig í ætt við, og ber öll merki haturshópa og sértrúarkölta sem hafa löngum haft slæm áhrif í samfélagi manna og ber að uppræta með öllum ráðum, eða koma a.m.k. í veg fyrir að fleiri ánetjist slíkum öfgahópum.
Þú munt aldrei fá frið fyrir mér í boðun þinni á þessu rugli.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 15:05
Fær þetta að standa á bloggsíðu þinni Hrannar?
Matthías Ásgeirsson, 20.10.2012 kl. 15:06
Hér er upphafslýsing á hugtakinu hatursshópum á vef Wikipediu:
"A hate group is an organized group or movement that advocates and practices hatred, hostility, or violence towards members of a race, ethnicity, religion, gender, sexual orientation or other designated sector of society.
According to the United States Federal Bureau of Investigation (FBI), hate groups' "primary purpose is to promote animosity, hostility, and malice against persons belonging to a race, religion, disability, sexual orientation, or ethnicity/national origin which differs from that of the members of the organization."
The Southern Poverty Law Center's (SPLC) definition of a "hate group" includes those having beliefs or practices that attack or malign an entire class of people, typically for their immutable characteristics.
Þessi lýsing smellpassar við Vantrú.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 15:18
Þú spyrð Matti, hvort Hrannar leyfi ummælum mínum að standa.
Svaraðu þá þessu: Munu þessi ummæli um Þórhall Heimisson sem finna má í fljótheitum á vantru.is og á orvitinn.com standa?:
"Hann mun á endanum boða hýðingar fyrir fólk sem vinnur á Sunnudögum."
"Ekki trúa orði af því sem þessu náungi segir, hann er falskur alveg í gegn.
"Ekkert nema helgislepja og lýðskrum í honum."
"Þórhallur hagar sér oft eins og hinn versti níðingur og bulla. Það er ósjaldan sem hann fer með ósannindi og beinlínis lygar í sínum málflutningi."
"Séra Þórhallur Heimisson er fyrst og fremst falskur. Varist að taka mark á honum."
Þú og þið hin í Vantrú hikið ekki við að láta svona sóða- og hatursskrif standa og ættuð því ekkert að vera að væla þegar verið er að bera ykkur saman við haturshópa, því það eruð þið svo sannarlega.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 15:30
Ég bið menn vinsamlegast að halda stillingu sinni hér á síðunni og bera virðingu fyrir viðmælendum, sama hvaða hópi viðkomandi kann að tilheyra. Hver og einn ber ábyrgð á eigin skrifum.
Hrannar Baldursson, 20.10.2012 kl. 17:20
Matthías: Hvaða texta viltu fjarlægja?
Hrannar Baldursson, 20.10.2012 kl. 17:22
Ég held að Bergur verði að horfast í augu við það að samtalið við Vantrú og einstaka félaga þess um hið hlaðna málefni Bjarna Randvers er löngu hætt að vera samtal og er orðið bardagi menningarheima. Ef honum finnst menn nota siðferðilega vafasamar aðferðir, þá er það vegna þess að menn verja stöðu sína.
Eitt ætti ekki að gleymast í þessu máli, það er að þegar menn tapa máli fyrir siðanefnd, háskólarektor og fagdeild, þegar einstaka kvörtun er meira að segja vísað frá hjá lögreglu þá er ekki mikið eftir sem hægt er að gera annað en að sverta viðfangið á opinberum vettvangi. Þangað til að sá vettvangur segir líka stopp og kallar spaðann spaða en ekki lauf.
Carlos (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 18:25
Það mætti einhver spyrja Carlos hvernig maður tapar "máli" fyrir háskólarektor og fagdeild. Hafa þessir aðilar dómsvald?
Hvað um það, var ekki niðurstaða "fagdeildar" sú að tillit yrði tekið til athugsemda Vantrúar? Varla er það "tap"? Var ekki vilji "fagdeildar" að ljúka málinu í sátt við Vantrú?
Og það er upplýsandi að sjá að Carlos tekur undir skrif Bergs og þar með ætla ég að eigna Carlosi þau skrif.
Hrannar, ef þér finnst ekkert vafasamt í skrifum hans skaltu láta þetta allt standa. Ég eigna þér þau líka.
Matthías Ásgeirsson, 20.10.2012 kl. 19:39
Matthías: Ætlarðu þá líka að eigna mér allt sem þú hefur skrifað hér á síðuna og ég ekki gert mér far um að eyða?
Hrannar Baldursson, 20.10.2012 kl. 19:44
Athyglisverð spurning frá Matthíasi Ásgeirssyni (sem segir mig aldrei geta borið fram rök máli mínu til stuðning, kallar mig atvinnulygara o.s.frv. og þetta eru gæluyrðin):
Hvernig tapar maður máli fyrir þessum aðilum? Nú með því að búa svo illa að kærum sínum að þeim verður hafnað, að ákærður hefur ótvíræðan stuðning deildar sinnar, háskólarektors og siðnanefndar (þannig að meintar sættir voru óþarfar, auk þess að vera óaðgengilegar) og málið dautt innan þessara stofnana (Kæra Vantrúarmanna til lögreglu vegna meints innbrots inn í lokað vefssvæði var einnig hent út af borðinu).
Dálítið vandræðalegt fyrir jafn vandaða málflutningsmenn að þegar til stykkisins kemur halda rök þeirra ekki vatni, nema í eigin hugarheimi.
Þetta eru náttúrlega ekki rök, en prófum þá að nota rök sem koma úr vefritinu Vantrú sjálfu, en þar er hægt að finna færslu þar sem segir:
"Bjarni vann, Háskóli Íslands tapaði".
Carlos (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 20:28
Ætli þú berir ekki ábyrgð á öllu sem þú leyfir að standa í svarhalanum, Hrannar?
Carlos (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 20:36
Þetta er flottur málflutningur sem kemur frá honum Bergi Ísleifssyni hérna fyrir ofan. ;) Pistillinn er nú skömminni skárri hjá bloggvini mínum.
Kannski allt í lagi að benda á það að 90%+? félagsmanna þessa félags hefur ekki átt í neinum samskiptum hvorki við síðuhafa, Berg eða Carlos sem eru með athyglisverða skoðun á þessu félagi trúleysingja...
að tala svona um hóp fólks, ókunnugs fólks á opnu vefsvæði ... að maður setur stórt spurningamerki við það. Með fullri virðingu.
"Vantrú sver sig í ætt við, og ber öll merki haturshópa og sértrúarkölta sem hafa löngum haft slæm áhrif í samfélagi manna og ber að uppræta með öllum ráðum, eða koma a.m.k. í veg fyrir að fleiri ánetjist slíkum öfgahópum."
Veit ekki hvað nákvæmlega þú heldur að þú sért Bergur. En að láta svona texta frá sér er langt í frá eðlileg hegðun félagi. Hroki og yfirlæti kemur oftast illa fyrir.
Fannst oft gróft í sumum tilvikum að sjá blog.is loka á bloggin þín ítrekað en ég er aðeins farinn að skilja betur afhverju farið var í það.
kv.
Þór (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 01:04
Já, sannleikanum verður hver sárreiðastur segir máltækið og það á sannarlega við í tilfelli Vantrúarfólks og áhangenda þeirra.
Staðreynd málsins er sú að Vantrú beitir dæmigerðum hatursáróðri til að sverta og ná sér niðri á þeim sem eru annarrar skoðunar en félagsmenn. Um þetta eru fjölmörg dæmi á bæði Vantrúarsíðunni og einstaka bloggsíðum vantrúarfélaga.
Eða hvað eru til dæmis þau ummæli sem ég nefndi hér að ofan um Þórhall Heimisson annað en hatursáróður í hans garð? Ert þú Þór (eða hvað sem þú heitir) á því að það sem Vantrú og félagsmenn láta þarna standa um Þórhall sé bara sannleikur og því sé ekkert við ummælin að athuga?
Ertu á því að Þórhallur muni boða hýðingar á sunnudögum? Ertu bara alveg sammála því að Þórhallur sé níðingur og bulla? Ég sé alla vega ekki að þú hafir neitt við þessa mannorðsárás Vantrúar að athuga.
Sé svo að þér finnist þessi skrif og ummæli um Þórhall í fínu lagi þá er það miklu frekar þú sem ættir að skammast þín fyrir að samþykkja og þar með aðhyllast slíkan málflutning og hatursræðu á opinni vefsíðu félagsamtaka eins og Vantrúar frekar en ég sem bendi á að Vantrú er samkvæmt fyrirliggjandi skilgreiningum ekkert annað en sértrúarkölt og hatursklúbbur sem ástundar dæmigerða hatursræðu í garð þeirra sem þeir eru á móti.
Og þrátt fyrir að það sé algjörlega augljóst að árásin á Bjarna var að öllu leyti tilefnislaus þá sér nákvæmlega enginn Vantrúarmaður ástæðu til að biðja hann afsökunar á henni og öllu því ljóta sem hann hefur verið kallaður á vefsíðu Vantrúar og fær að standa án minnstu athugasemda frá hinum meðvirku meðlimum þessa költs.
Það sem þú ert að reyna að gera í kommenti þínu Þór er að skjóta sendiboðann. Það er gömul taktík og ný hjá þeim sem hafa vondan málstað að verja og þekkt baráttutaktík haturshópa.
Og hann Matti er satt að segja bara hlægilegur í vandlætingu sinni hér fyrir ofan. Það eru bara sóðar og siðlausir menn sem standa fyrir svona árásum á fólk, verja þær og láta svona ummæli eins og viðhöfð eru um Þórhall standa á opinni síðu sinna samtaka. Ég sé enga ástæðu til annars en að segja það bara hreint út og hef engar áhyggjur af því þótt forkólfar og félagsmenn Vantrúar eða áhangendur þeirra móðgist við að vera bent á sannleikann. Ykkar er skömmin.
Bergur Ísleifsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 07:57
'' When the debate is lost, slander becomes the last tool of a loser.''
Arnar Magnússon (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.