Þekkir þú einhvern sem hefur aldrei rangt fyrir sér?
13.8.2012 | 18:14
Eitt það erfiðasta sem nokkur manneskja lendir í er sú krísa sem fylgir því að uppgötva það að maður hafi haft rangt fyrir sér í mikilvægu máli, hvort sem málið snýst um Icesave, guðstrú, traust á vinum, stjórnmálahreyfingum eða skilning á heimspekilegum hugtökum. Þó að erfitt geti reynst að takast á við slíkt, þá er alls ekki slæmt að uppgötva það að maður hefur haft rangt fyrir sér, af þeirri einföldu ástæðu að þá gefst tækifæri til að leiðrétta eigin hugmyndaheim, svo framarlega sem að viðkomandi er tilbúinn til að virða fyrir sér staðreyndir, hlusta á rök, og gera greinarmun á vægi staðreynda, og vægi þeirra gilda sem í húfi eru.
Það góða við að vera einstök manneskja er einmitt þessi sveigjanleiki sem hún getur haft. Þú getur trúað einu í dag og trúað einhverju allt öðru á morgun, sem gengur þvert á fyrri skoðunina, án þess að það sé í sjálfu sér rangt. Fari maður að verja hina gömlu trú sem maður hafði áður, einfaldlega til að verja hana, og einfaldlega vegna þess að maður hefur eignað sér hana, þá er lítið um það að segja. Þrjóska getur verið erfið viðfangs.
Þegar hópur fólks er saman kominn, þá getur fólkið hjálpað hverju öðru til að rannsaka betur eigin hugmyndaheim, og hvernig eigin hugmyndir tengjast hugmyndum annarra, stundum á afar ólíka vegu. Þannig er hægt að læra ýmislegt á sjálfum sér sem maður hafði ekki áttað sig á fyrr. Möguleg umræðuefni eru óteljandi.
Hins vegar gerist annað þegar hópurinn hefur einhverra hagsmuna að gæta. Hvort sem þessir hagsmunir eru tengdir stjórnmálum, íþróttum eða peningum, þá er eins og fólk umturnist og fái óseðjandi þörf til að sýna öllum hinum að viðkomandi hafi rétt fyrir sér, sama hvað það kostar, og eini mælikvarðinn á hvort maður hafi rétt fyrir sér eða ekki, eru ekki rök, staðreyndir eða djúp gildi; heldur það hvort meirihlutinn sé sammála eða ekki. Þetta vil ég kalla miðaldahugsunarhátt.
Það er eins og meirihlutinn hlusti ekki á rök. Mig hefur lengi grunað þegar kosningar eru annars vegar að einhvers konar 20/80 regla sé í gangi, það er að einungis um 20% þeirra sem kjósa, hugsi sig vandlega um, rannsaki það sem er í boði, og geri upp hug sinn með gagnrýnum hætti, og hafi næga rökhæfni til að komast að skynsamlegri niðurstöðu.
Hvað annað getur útskýrt stöðu stjórnmála í heiminum í dag? Reglan er sú að sá sem hefur aflið eða máttinn, það er að segja fjárhagslegan stuðning á bakvið sig, hefur möguleika til að sigra. Aðrir eiga ekki séns. "Might is right" á Íslandi sem og annars staðar í heiminum. Skynsemi og sannleikur virðast skipta minna máli þegar kemur að átakastjórnmálum, því um leið og skýr mynd af hreinum sannleika hefur verið teiknuð upp af einum, kemur einhver annar og þyrlar ryki í augum þeirra sem fylgjast með. Og þeim tekst það, þó að um 20% sjái í gegnum rykið.
Og það þykja eðlileg vinnubrögð.
Það að aflið ráði er hugsunarháttur aftan úr fornöldum, og margoft hefur mannkynið séð afleiðingar slíks hugsunarháttar, og einhvern veginn reynist okkur erfiðara en tárum tekur að komast upp úr þessum hjólförum, hugsunarlaus hjökkum við í sama farinu öldum saman, hugsanlega vegna þess hroka sem felst í að telja okkur sjálf vita betur en þá sem á undan okkur komu, til dæmis vegna aukinnar vísinda- og tækniþekkingar, og gleymum að þannig munu næstu kynslóðir hugsa um okkur. Þar til okkur tekst að brjóta þennan vítahring.
Athugasemdir
Ég man ekki eftir að hafa séð þig játa að þú hafir haft rangt fyrir þér hér á bloggi þínu.
Matthías Ásgeirsson, 13.8.2012 kl. 19:05
Þetta er frábært blogg hjá þér Hrannar og ég er algjörlega sammála þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.8.2012 kl. 19:41
Það má til dæmis benda á Jóhönnu Sigurðardóttur sem þumbast áfram no matter what eins og sést á þessum tíma, og Björn Bjarnason þegar hann sagði að lögin væru barn síns tíma þegar hann varð uppvís að því að brjóta lög sem ráðherra. Svo má til tilbreytingar benda á Steingrím J. sem syndir þarna á milli og maður getur hvergi fest hönd á honum, hann og Össur eru þannig prinsipplausir menn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.8.2012 kl. 19:44
Matthías: Ég man ekki heldur eftir slíkri viðurkenningu frá mér hér á blogginu, en útiloka ekki að hún hafi átt sér stað. Hins vegar lifi ég lífi utan bloggsins þar sem hefur reynt á þetta. Síðast í dag. Hefur þú annars eitthvað ákveðið í huga?
Ásthildur: Takk Ásthildur.
Hrannar Baldursson, 13.8.2012 kl. 19:50
Þið verðið að hugsa, annars verðið þið í svarthvítu sögulega séð :P
DoctorE (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 19:52
Ég hef alltaf rétt fyrir mér enda óskeikull eins og páfinn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 13.8.2012 kl. 22:06
firir 4 arum helt eg að Steingrimur væri alt i lagi ,svo kom a daginn að það var alt lygi og að eg hafði verið plataður up ur skonum fool me once shame on you, fool me twice shame on me andskotans lygamörður
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 13.8.2012 kl. 22:55
Auðvitað ræður aflið alltaf. Okkur mislíkar bara þegar aflið, hvort sem það er peningar eða sannfæringarkraftur einhverns spámanns, er á annarri skoðun en við sjálf. En hvernig er, eru Íslendingar hættir að geta tjáð sig á móðurmálinu?Enskuslettur vaða uppi hvar sem á er litð. Stefán heitinn bæjarfógeti hlýtur að vera órólegur í gröfinni þessa dagana.
geirmagnusson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 08:22
Skemmtileg grein Hrannar, vildi að ég hefði skrifað hana :)
Ég hef marg oft þurft að draga í land með greinar sem ég hef skrifað, hef bara gaman af því. Stundum smávægilegt en stundum upplifað særða innri sannfæringu og síðan hrist hausinn yfir minni eigin blindu.
Sammála þessu með stjórnmál, það væri snilld ef hægt væri að minnka vægi peninga þegar kemur að kosningum. Er líklegast hægt en peningaöflin hafa ekki áhuga á slíku og... það er eins og almúgurinn hafi það það gott að hann nennir ekki að standa upp og gera breytingar.
Mofi, 14.8.2012 kl. 08:34
Ég segi það og skrifa.. kosningar skekkja lýðræðið.. fáum okkur frekar Alþingis-lottó.. við fengjum örugglega ekki síðri stjórnmálamenn, alveg örugglega heiðarlegri.. og flokka ruglið sem er ekkert nema einkahagsmunafélög deyja ..
Mofi er einræðissinni.. hann vill fá einn gaur sem ræður öllu og brennir alla að eilífu sem kjósa hann ekki... stúpid huh
DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 08:38
DoctorE, heldur þú að ég trúi að Guð muni brenna alla að eilífu?
Mofi, 14.8.2012 kl. 08:45
Það stendur í biblíunni mofi.. ég veit að þú ert ekkert öðruvísi en aðrir krissar sem sér-velja sér ruglið úr biblíu. Þú ákvaðst að velja þessa tegund af kristni.. líklegast vegna þess að pyntingarnar að eilífu trufluðu þig.. en þær eru þarna samt.
Að auki er í biblíu miklar lýsingar á fjöldamorðum sem guðinn þinn á að hafa framkvæmt, börn,konur.. dýrin; allt drepið vegna þess að einhverjir einstaklingar voru ekki að haga sér eins og einræðisherrannn þinn vildi.
Þú dýrkar þetta tilbúna skrípi.. af 2 ástæðum, hræðslu og græðgi; það er þetta 2 sem sem keyrir þig áfram í ruglinu
DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 08:56
DoctorE, ætlar þú þá að viðurkenna að þú hafðir rangt fyrir þér?
Veistu um vers sem segir að syndarar munu kveljast að eilífu? Ég hef leitað lengi og ekki fundið það svo það væri mjög tilkomu mikið í mínum augum ef þú vissir um slíkt vers.
Mofi, 14.8.2012 kl. 09:01
Breaking news: Mofi hefur ekki lesið biblíuna :)
Það er jafn erfitt fyrir þig að finna hryllinginn í biblíunni og að lesa gögn um þróunarkenninguna Mofi.
Menn rétta að þér gögn, benda þér á staðsetningu gagna.. en þú hafnar því að skoða.. biður um að þetta sé tuggið ofan i þig.. og ef menn nennna að tyggja þetta ofan í þig, þá kemur eitthvað væl um að lífið sé tilgangslaust án Gudda og endalausu lífi í lúxus í himnaríki.
DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 09:41
Jæja Hrannar, hérna ertu með tilvalið dæmi um:
Vonandi er þetta eldsneyti fyrir frekari umræður frekar en að ég og Doksi værum að eyðileggja mögulega skemmtilega umræðu um forvitnilegar pælingar.
Mofi, 14.8.2012 kl. 09:51
En Mofi, guðinn þinn er táknmynd um fyrirbæri sem getur ekki seð að það hafi haft rangt fyrir sér... Hver sá er les biblíu getur séð að þar er á ferð ritsmíð manna sem geta ekki og vilja ekki viðurkenna að þeir hafa algerlega rangt fyrir sér... Það er talið að eitthvað óbreytanlegt bull í biblíu sé tákn um gæði.. HALLÓ.
Sjáðu svo guðinn þinn, fokkaði upp hönnunn sinni.. kenndi öllum um nema sjálfum sér.. guðinn er táknmynd mistaka, og þess að geta ekki viðurkennt að hafa rangt fyrir sér.
Alveg eins og þú Mofi, hjakkar á sköpunarsíðum á fullu, allt ein mistök sem þú getur ekki viðurkennt, fert líkast til með í gröfina.. vegna glópabulls.
DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 11:23
Takk DoctorE að sanna mál mitt og koma með skemmtilegt dæmi um akkúrat það sem Hrannar talaði um í greininni :)
Mofi, 14.8.2012 kl. 12:03
Því svo elskaði Mofi sjálfan sig að hann trúði heimskustu sögu allra tíma, þar sem honum eru boðnar mútur upp á eilíft líf í lúxus með master of the universe.. eða vera pyntaður að eilífu af hægri hönd master of the universe.
Mofi tekur trúanlega einhverja White kerlingu sem sagðist sjá sýnir.. þessi kona hefur engar sannanir, trúin hans mofa hefur engar sannanir.. samt trúir mofi.. en hann trúir ekki á margar vísindagreinar, eins og þróunarkenning.. sem er ekki hægt að hafna, nema ef menn eru einfaldlega fávitar.. að afneita þróunarkenningu er eins og að segja að 2 +2 = 4 sé rangt.. og segja að 2 + 2 = simsalabimm
Ég get ekki annað en vorkennt þér mofi, þú átt rosalega bágt. En því miður ertu of upptekin af eiginhagsmunum, sjálfsvorkunn, sjálfselsku og hræðslu að þú munt aldrei koma þér út úr ruglinu..
DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 13:04
Af hverju er svona erfitt að svara þessum spurningum sem ég spurði þig DoctorE?
Ég myndi segja að þegar einn af örfáum hópum í heiminum í dag sem lifir lengst vegna þess að þeir fylgja hennar ráðum varðandi heilsu og næringu sé góð sönnun. Síðan gerði hún spádóma sem hafa ræst eins og t.d. þrælastríðið, San Francisco jarðskjálftinn og samvinnu kaþólikka og mótmælenda en þetta síðasta var óhugsandi á hennar tímum. Hvað hefur þú eiginlega fram að færa? Getur ekki einu sinni svarað tveimur laufléttum spurningum.
Mofi, 14.8.2012 kl. 13:14
DoctorE fer mikinn, enda hefur hann aldrei rangt fyrir sér.
Við "þekkjum" hann öll; ekki spurningu þinni þar með svarað, Hrannar? :)
Kolbrún Hilmars, 14.8.2012 kl. 15:21
Kolbrún góð!!!
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.8.2012 kl. 15:38
Þetta eru áhugaverðar vangaveltur. Ég menntaðist í auglýsingafræðum og vann við fagið til fjölda ára. Manneskjan er hópsál og það er tiltölulega létt verk að smala henni í réttirnar.
Íslendingar eru meiri hópsál en nágrannaþjóðir. Það ræðst af því að við Íslendingar höfum sama bakgrunn, hver og einn. Förum í gegnum svipaða grunnskóla, eigum svipaðan vinahóp og umgöngust líkt fólk.
Fyrir nokkrum árum horfðu allir Íslendingar á sömu sjónvarpsdagskrána og hlustuð á sömu útvarpsrásina. Þegar Sumargleðin skemmti á Sauðárkróki eða Ísafirði þá vissu allir Íslendingar af því. Þetta kom fram í lestri tilkynninga í útvarpinu.
Blökkumaður í Harlem hefur allt annan bakgrunn, allt annan vinahóp og fylgist með allt öðrum fjölmiðlum en rauðhálsinn í Suðurríkjunum. Þeir eiga fátt sameiginlegt.
Það er auðvelt að hanna "æði" fyrir öllum andskotanum á Íslandi. Dæmi um það eru fótanuddtækin, Soda Stream, kákasus-sveppurinn, Herbalife o.s.frv.
Það kostar peninga að smala. Sá sem býr að hæstu fjárupphæð í bandarískum stjórnmálum sigrar. Það er þumalputtaregla. Þeir ríkustu kaupa þjónustu klárustu auglýsingastofanna. Þetta á líka við um dómsmál, samanber OJ Simpson.
Jens Guð, 15.8.2012 kl. 22:40
Afburðar góð athugasemd hjá þér Jens.
Þýðir þetta þá að hinir, sem leyfa sér að vera öðruvísi en hjörðin, verði litnir hornauga. Einfaldlega vegna þess að þeir fylgja ekki straumnum í blindni? Á meðan slíkt hið sama væri afar eðlilegt í samfélagi eins og Bandaríkjunum?
Hrannar Baldursson, 16.8.2012 kl. 06:18
Það eru ótrúlega margir hér á moggablogginu sem lifa í þeirri trú að þeir hafi ávallt rétt fyrir sér.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 15:48
Ekki er ég alltaf viss,
um allt það sem ég segi.
Kúkur kannski sumt og piss,
komið að því ég þegi.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.